Deilur um upphaf landnáms sagðar heillandi viðfangsefni Kristján Már Unnarsson skrifar 11. janúar 2016 17:45 Áhugaverðar rökræður fara nú fram innan vísinda- og fræðasamfélagsins, og meðal áhugamanna um landnámið, um hvort tilefni sé til að endurskrifa Íslandssöguna í ljósi nýrra vísbendinga um elstu byggð í landinu. Um þetta verður fjallað í Landnemunum, nýrri þáttaröð sem hefst á Stöð 2 kl. 20.40 í kvöld. „Þetta er svo heillandi viðfangsefni að fara ofan í þetta að maður verður bara að vara sig að sökkva ekki alveg,“ segir Guðmundur G. Þórarinsson verkfræðingur, einn þeirra áhugamanna sem eru á kafi í landnámssögunni. Í kennslubókunum sem íslensk skólabörn lærðu nær alla síðustu öld var sagan á þá leið að Ingólfur Arnarson hafi verið fyrsti landnámsmaðurinn og hann hafi byggt bæ sinn í Reykjavík árið 874. En svo fundu fornleifafræðingar mannvirki í Aðalstræti, sem þar átti ekki að vera, ef sagan um Ingólf væri rétt; hlaðinn túngarð. Hann þykir ótvíræð sönnun þess að einhver var byrjaður með skepnuhald í Reykjavík fyrir árið 870, því garðurinn fannst undir svokölluðu landnámsöskulagi. „Þannig að annaðhvort hefur Ingólfur komið fyrr en sagt er í ritheimildum eða einhver hefur verið hér á undan honum,“ segir Gunnar Karlsson sagnfræðingur, einn viðmælanda þáttarins, en hann vinnur nú að ritun landnámssögu Íslands.Lengi hefur verið deilt um niðurstöður Margrétar Hermanns Auðardóttur fornleifafræðings, um mun eldra upphaf byggðar í Vestmannaeyjum. Deilurnar birtust á fjörugum fundum á vegum Miðaldastofu Háskóla Íslands í fyrra, meðal annars um nýlegar niðurstöður vestur íslenska fornleifafræðingsins Kristjáns Ahronson, um að hellir undir Eyjafjöllum hafi verið grafinn út af mönnum í kringum árið 800. Páll Theodórsson eðlisfræðingur, sem varið hefur aldursgreiningar Margrétar, segir mjög margt benda til að landnám sé 100-200 árum eldra en hingað til hafi verið talið. Þá gagnrýnir hann viðbrögð íslenskra fornleifafræðinga við niðurstöðum Kristjáns Ahronson. Fornleifauppgröftur sem staðið hefur yfir í Höfnum á Reykjanesi undanfarinn áratug, með hléum, er kannski einhver sá mest spennandi á Íslandi um þessar mundir. Þar er nefnilega búið að finna rústir skála sem einhver virðist hafa reist löngu á undan Ingólfi.Bjarni F. Einarsson fornleifafræðingur tímasetur mannvirkið einhverjum áratugum fyrr, jafnvel aftur til ársins 800. En kallar þetta á að einhverjir kaflar Íslandssögunnar verði endurskrifaðir? „Væntanlega. Skrifa þá aðeins betur, kannski,“ svarar Bjarni. Landnemarnir Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira
Áhugaverðar rökræður fara nú fram innan vísinda- og fræðasamfélagsins, og meðal áhugamanna um landnámið, um hvort tilefni sé til að endurskrifa Íslandssöguna í ljósi nýrra vísbendinga um elstu byggð í landinu. Um þetta verður fjallað í Landnemunum, nýrri þáttaröð sem hefst á Stöð 2 kl. 20.40 í kvöld. „Þetta er svo heillandi viðfangsefni að fara ofan í þetta að maður verður bara að vara sig að sökkva ekki alveg,“ segir Guðmundur G. Þórarinsson verkfræðingur, einn þeirra áhugamanna sem eru á kafi í landnámssögunni. Í kennslubókunum sem íslensk skólabörn lærðu nær alla síðustu öld var sagan á þá leið að Ingólfur Arnarson hafi verið fyrsti landnámsmaðurinn og hann hafi byggt bæ sinn í Reykjavík árið 874. En svo fundu fornleifafræðingar mannvirki í Aðalstræti, sem þar átti ekki að vera, ef sagan um Ingólf væri rétt; hlaðinn túngarð. Hann þykir ótvíræð sönnun þess að einhver var byrjaður með skepnuhald í Reykjavík fyrir árið 870, því garðurinn fannst undir svokölluðu landnámsöskulagi. „Þannig að annaðhvort hefur Ingólfur komið fyrr en sagt er í ritheimildum eða einhver hefur verið hér á undan honum,“ segir Gunnar Karlsson sagnfræðingur, einn viðmælanda þáttarins, en hann vinnur nú að ritun landnámssögu Íslands.Lengi hefur verið deilt um niðurstöður Margrétar Hermanns Auðardóttur fornleifafræðings, um mun eldra upphaf byggðar í Vestmannaeyjum. Deilurnar birtust á fjörugum fundum á vegum Miðaldastofu Háskóla Íslands í fyrra, meðal annars um nýlegar niðurstöður vestur íslenska fornleifafræðingsins Kristjáns Ahronson, um að hellir undir Eyjafjöllum hafi verið grafinn út af mönnum í kringum árið 800. Páll Theodórsson eðlisfræðingur, sem varið hefur aldursgreiningar Margrétar, segir mjög margt benda til að landnám sé 100-200 árum eldra en hingað til hafi verið talið. Þá gagnrýnir hann viðbrögð íslenskra fornleifafræðinga við niðurstöðum Kristjáns Ahronson. Fornleifauppgröftur sem staðið hefur yfir í Höfnum á Reykjanesi undanfarinn áratug, með hléum, er kannski einhver sá mest spennandi á Íslandi um þessar mundir. Þar er nefnilega búið að finna rústir skála sem einhver virðist hafa reist löngu á undan Ingólfi.Bjarni F. Einarsson fornleifafræðingur tímasetur mannvirkið einhverjum áratugum fyrr, jafnvel aftur til ársins 800. En kallar þetta á að einhverjir kaflar Íslandssögunnar verði endurskrifaðir? „Væntanlega. Skrifa þá aðeins betur, kannski,“ svarar Bjarni.
Landnemarnir Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira