Aron: Ég var aldrei stressaður Henry Birgir Gunnarsson skrifar 15. janúar 2016 19:45 Hvað ætlið þið að gera í þessu? Norðmenn réðu ekkert við Aron Pálmarsson. vísir/valli „Þetta var frekar erfitt hjá mér í dag. Ég var ekki að hitta og í engum fíling,“ sagði Aron Pálmarsson hæðnislega eftir leikinn ótrúlega gegn Norðmönnum í kvöld þar sem hann fór á kostum. Aron skoraði átta mörk í leiknum, gaf fimm stoðsendingar og fiskaði tvö víti í öllum regnbogans litum og dró íslenska vagninn með hreint út sagt geggjuðum leik. Ótrúlegur leikmaður sem drengurinn er orðinn. „Að öllu gríni slepptu þá var ég að fíla mig vel. Mér fannst vera gott flæði í sóknarleiknum. Fannst við spila fallegan sóknarleik. Kannski er það kjaftæði hjá mér en ég upplifði það þannig. Þetta var þolinmóður sóknarleikur og það skilaði þessu,“ segir Aron en íslenska liðið var með yfir 70 prósent skotnýtingu sem er frábært. Strákarnir fengu svo sannarlega færin til þess að loka leiknum. Gerðu það ekki og fyrir vikið var háspenna, lífshætta í lokin. „Ég væri ekki að gefa þér viðtal ef við hefðum klúðrað þessu. Ég væri bara trylltur inn í klefa. Ég var samt aldrei stressaður í síðari hálfleik. Var með þá tilfinningu að við myndum vinna þetta. Við hefðum vissulega mátt vera skynsamari manni fleiri en við finnum út úr því. Það hefur aldrei verið vesen.“ Aron segir að liðið fái byr í seglin með svona dramatískum sigri sem endaði í samsöng með áhorfendum líkt og á EM í körfubolta. „Það var eins og við hefðum verið Evrópumeistarar að vinna Noreg,“ sagði Aron léttur en hann var þakklátur fyrir stuðninginn í dag. „Þetta var geggjað. Við Íslendingar erum einstök þjóð og gaman að sjá allt þetta fólk sem er komið. Við kunnum svo sannarlega að meta það og finnum vel fyrir stuðningnum. Maður er aldrei stoltari en á svona stundum,“ segir Aron en er þessi frammistaða það sem koma skal? „Ég er að fá mín tækifæri út af góðum sóknarleik. Ég vona að það verði framhald á þessu. Mér líður vel og ég mun nýta þau tækifæri sem ég fæ.“ EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Vignir: Sérstaklega sætt fyrir mig að vinna Noreg Varnarjaxlinn hafði engar áhyggjur af lokaskoti Noregs og var byrjaður að fagna. 15. janúar 2016 19:38 Umfjöllun og myndir: Ísland - Noregur 26-25 | Dramatískur sigur á Noregi Strákarnir okkar byrjuðu Evrópumótið í Póllandi með frábærum sigri á Noregi eftir dramatískar lokamínútur. 15. janúar 2016 19:00 Alexander: Ég er með gæsahúð Skyttan magnaða átti flottan leik fyrir Ísland sem vann Noreg á EM í kvöld. 15. janúar 2016 19:18 Arnór: Við áttum að loka þessu fyrr Arnór Atlason segir stigin tvö sem íslenska liðið nældi sér í í kvöld vera mjög mikilvæg. 15. janúar 2016 19:29 Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira
„Þetta var frekar erfitt hjá mér í dag. Ég var ekki að hitta og í engum fíling,“ sagði Aron Pálmarsson hæðnislega eftir leikinn ótrúlega gegn Norðmönnum í kvöld þar sem hann fór á kostum. Aron skoraði átta mörk í leiknum, gaf fimm stoðsendingar og fiskaði tvö víti í öllum regnbogans litum og dró íslenska vagninn með hreint út sagt geggjuðum leik. Ótrúlegur leikmaður sem drengurinn er orðinn. „Að öllu gríni slepptu þá var ég að fíla mig vel. Mér fannst vera gott flæði í sóknarleiknum. Fannst við spila fallegan sóknarleik. Kannski er það kjaftæði hjá mér en ég upplifði það þannig. Þetta var þolinmóður sóknarleikur og það skilaði þessu,“ segir Aron en íslenska liðið var með yfir 70 prósent skotnýtingu sem er frábært. Strákarnir fengu svo sannarlega færin til þess að loka leiknum. Gerðu það ekki og fyrir vikið var háspenna, lífshætta í lokin. „Ég væri ekki að gefa þér viðtal ef við hefðum klúðrað þessu. Ég væri bara trylltur inn í klefa. Ég var samt aldrei stressaður í síðari hálfleik. Var með þá tilfinningu að við myndum vinna þetta. Við hefðum vissulega mátt vera skynsamari manni fleiri en við finnum út úr því. Það hefur aldrei verið vesen.“ Aron segir að liðið fái byr í seglin með svona dramatískum sigri sem endaði í samsöng með áhorfendum líkt og á EM í körfubolta. „Það var eins og við hefðum verið Evrópumeistarar að vinna Noreg,“ sagði Aron léttur en hann var þakklátur fyrir stuðninginn í dag. „Þetta var geggjað. Við Íslendingar erum einstök þjóð og gaman að sjá allt þetta fólk sem er komið. Við kunnum svo sannarlega að meta það og finnum vel fyrir stuðningnum. Maður er aldrei stoltari en á svona stundum,“ segir Aron en er þessi frammistaða það sem koma skal? „Ég er að fá mín tækifæri út af góðum sóknarleik. Ég vona að það verði framhald á þessu. Mér líður vel og ég mun nýta þau tækifæri sem ég fæ.“
EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Vignir: Sérstaklega sætt fyrir mig að vinna Noreg Varnarjaxlinn hafði engar áhyggjur af lokaskoti Noregs og var byrjaður að fagna. 15. janúar 2016 19:38 Umfjöllun og myndir: Ísland - Noregur 26-25 | Dramatískur sigur á Noregi Strákarnir okkar byrjuðu Evrópumótið í Póllandi með frábærum sigri á Noregi eftir dramatískar lokamínútur. 15. janúar 2016 19:00 Alexander: Ég er með gæsahúð Skyttan magnaða átti flottan leik fyrir Ísland sem vann Noreg á EM í kvöld. 15. janúar 2016 19:18 Arnór: Við áttum að loka þessu fyrr Arnór Atlason segir stigin tvö sem íslenska liðið nældi sér í í kvöld vera mjög mikilvæg. 15. janúar 2016 19:29 Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira
Vignir: Sérstaklega sætt fyrir mig að vinna Noreg Varnarjaxlinn hafði engar áhyggjur af lokaskoti Noregs og var byrjaður að fagna. 15. janúar 2016 19:38
Umfjöllun og myndir: Ísland - Noregur 26-25 | Dramatískur sigur á Noregi Strákarnir okkar byrjuðu Evrópumótið í Póllandi með frábærum sigri á Noregi eftir dramatískar lokamínútur. 15. janúar 2016 19:00
Alexander: Ég er með gæsahúð Skyttan magnaða átti flottan leik fyrir Ísland sem vann Noreg á EM í kvöld. 15. janúar 2016 19:18
Arnór: Við áttum að loka þessu fyrr Arnór Atlason segir stigin tvö sem íslenska liðið nældi sér í í kvöld vera mjög mikilvæg. 15. janúar 2016 19:29