Guðjón Valur reiður eftir tapið í gær Henry Birgir Gunnarsson í Katowice skrifar 18. janúar 2016 07:00 Guðjón Valur Sigurðsson sést hér nýbúinn að þakka Hvít-Rússum fyrir leikinn í gær en svipur landsliðsfyrirliðans segir meira en mörg orð. Vísir/Valli Guðjón Valur Sigurðsson spilaði í gær sinn 50. leik á Evrópumóti. Hann hefur því náð þeim magnaða árangri að spila 50 leiki bæði á HM og EM. Hann skoraði líka sitt 1.700 mark fyrir landsliðið í gær. Því miður komu þessir glæstu áfangar í leik sem fyrirliðinn vill gleyma sem allra fyrst. „Ég er vonsvikinn með okkar leik. Allir leikmenn liðsins eru 20-30 prósentum frá sínu besta,“ sagði Guðjón Valur í leikslok og var reiður. Réttilega. Þessi mikli stríðsmaður kann því illa að tapa leikjum. Hann gat ekki gefið neinar haldgóðar útskýringar á þessum hörmulega varnarleik liðsins gegn Hvít-Rússum. „Við erum bara langt frá mönnum. Erum ekki að ná nógu mörgum stoppum eins og gegn Noregi. Það vantar allt frumkvæði í okkur. Þegar það vantar svona mikið upp á hjá okkur þá vinna þeir þetta hálfa skref sem er svo mikilvægt í lokin. Það er sama hvar er drepið niður fæti hjá okkur. Þetta er vont á bara alla línuna. Því miður.“ Þó að leikurinn hafi verið jafn þá var íslenska liðið skrefi á undan lengstum. Þegar þrettán mínútur voru eftir tókst Hvít-Rússunum að komast yfir og ná frumkvæðinu. „Ég missti aldrei trúna. Ég vonaðist alltaf til þess að þetta myndi koma. Við vorum að hlaupa og leggja helling á okkur. Það sést á því að við skoruðum 38 mörk og sóknarleikurinn var ekkert vandamál hjá okkur í þessum leik,“ sagði fyrirliðinn en hann skoraði fimm mörk í leiknum. „Í fyrri hálfleik eru þeir að keyra seinni bylgjuna og skora grimmt þannig. Við hleypum þeim síðan inn í leikinn með feilum er við komumst vel yfir. Svo í lokin þá skora þeir einfaldlega allt of auðveld mörk. Þegar við náum forskotinu þá köstum við boltanum frá okkur. Það eru vissulega allir að reyna og vilja en við erum ekki að taka skynsamlegar ákvaðanir og verðum að vera agaðri þar.“ Fyrirliðanum hefur oft orðið tíðrætt um á stórmótum að liðið sé komið með hlaupið í hnakkann. Það sé búið að koma sér í vonda stöðu sem það verði að vinna sig úr. Hann er líklega búinn að segja það oftar en hann vildi og þurfti að tala um það aftur í gær. Lokaleikur Íslands í riðlinum er gegn feikisterku liði Króatíu. „Hlaupið verður kaldara og kaldara með hverri mínútunni.“ EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Ísland getur enn farið með fjögur stig inn í milliriðil | Allt eða ekkert leikur á móti Króatíu? Íslenska handboltalandsliðið tapaði í dag fyrir Hvít-Rússum í öðrum leik sínum á Evrópumótinu í Póllandi. Íslenska liðið hefði tryggt sig áfram með sigri í dag en nú þarf ýmislegt að falla með íslenska liðinu til þess að strákarnir okkar komist áfram upp úr riðlinum. 17. janúar 2016 20:00 Handvarpið: Með bakið upp við hinn fræga vegg Strákarnir okkar eru í vondum málum eftir skelfilegt tap gegn Hvíta-Rússlandi í dag, en farið er yfir leikinn og mögulega Íslands í nýjasta þætti Handvarpsins. 17. janúar 2016 20:16 Aron: Þurfum að gíra okkur upp í algjöran djöfulgang "Við erum skrefi á eftir þeim í öllum okkar aðgerðum í vörninni,“ segir hundsvekktur þjálfari Íslands, Aron Kristjánsson. 17. janúar 2016 18:40 Alexander: Við vorum með þennan leik í vasanum "Það er erfitt að sætta sig við tap þegar maður skorar 38 mörk,“ segir Alexander Petersson en svekkelsið hreinlega lak af honum í leikslok í Spodek-höllinni. 17. janúar 2016 17:34 Alexander rétt á undan Arnóri Atla í einkunnagjöf Hbstatz Alexander Petersson var besti leikmaður íslenska handboltalandsliðsins í tapleiknum á móti Hvíta Rússlandi í öðrum leik liðsins á Evrópumótinu í Póllandi. 17. janúar 2016 22:45 Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Körfubolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Sjá meira
Guðjón Valur Sigurðsson spilaði í gær sinn 50. leik á Evrópumóti. Hann hefur því náð þeim magnaða árangri að spila 50 leiki bæði á HM og EM. Hann skoraði líka sitt 1.700 mark fyrir landsliðið í gær. Því miður komu þessir glæstu áfangar í leik sem fyrirliðinn vill gleyma sem allra fyrst. „Ég er vonsvikinn með okkar leik. Allir leikmenn liðsins eru 20-30 prósentum frá sínu besta,“ sagði Guðjón Valur í leikslok og var reiður. Réttilega. Þessi mikli stríðsmaður kann því illa að tapa leikjum. Hann gat ekki gefið neinar haldgóðar útskýringar á þessum hörmulega varnarleik liðsins gegn Hvít-Rússum. „Við erum bara langt frá mönnum. Erum ekki að ná nógu mörgum stoppum eins og gegn Noregi. Það vantar allt frumkvæði í okkur. Þegar það vantar svona mikið upp á hjá okkur þá vinna þeir þetta hálfa skref sem er svo mikilvægt í lokin. Það er sama hvar er drepið niður fæti hjá okkur. Þetta er vont á bara alla línuna. Því miður.“ Þó að leikurinn hafi verið jafn þá var íslenska liðið skrefi á undan lengstum. Þegar þrettán mínútur voru eftir tókst Hvít-Rússunum að komast yfir og ná frumkvæðinu. „Ég missti aldrei trúna. Ég vonaðist alltaf til þess að þetta myndi koma. Við vorum að hlaupa og leggja helling á okkur. Það sést á því að við skoruðum 38 mörk og sóknarleikurinn var ekkert vandamál hjá okkur í þessum leik,“ sagði fyrirliðinn en hann skoraði fimm mörk í leiknum. „Í fyrri hálfleik eru þeir að keyra seinni bylgjuna og skora grimmt þannig. Við hleypum þeim síðan inn í leikinn með feilum er við komumst vel yfir. Svo í lokin þá skora þeir einfaldlega allt of auðveld mörk. Þegar við náum forskotinu þá köstum við boltanum frá okkur. Það eru vissulega allir að reyna og vilja en við erum ekki að taka skynsamlegar ákvaðanir og verðum að vera agaðri þar.“ Fyrirliðanum hefur oft orðið tíðrætt um á stórmótum að liðið sé komið með hlaupið í hnakkann. Það sé búið að koma sér í vonda stöðu sem það verði að vinna sig úr. Hann er líklega búinn að segja það oftar en hann vildi og þurfti að tala um það aftur í gær. Lokaleikur Íslands í riðlinum er gegn feikisterku liði Króatíu. „Hlaupið verður kaldara og kaldara með hverri mínútunni.“
EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Ísland getur enn farið með fjögur stig inn í milliriðil | Allt eða ekkert leikur á móti Króatíu? Íslenska handboltalandsliðið tapaði í dag fyrir Hvít-Rússum í öðrum leik sínum á Evrópumótinu í Póllandi. Íslenska liðið hefði tryggt sig áfram með sigri í dag en nú þarf ýmislegt að falla með íslenska liðinu til þess að strákarnir okkar komist áfram upp úr riðlinum. 17. janúar 2016 20:00 Handvarpið: Með bakið upp við hinn fræga vegg Strákarnir okkar eru í vondum málum eftir skelfilegt tap gegn Hvíta-Rússlandi í dag, en farið er yfir leikinn og mögulega Íslands í nýjasta þætti Handvarpsins. 17. janúar 2016 20:16 Aron: Þurfum að gíra okkur upp í algjöran djöfulgang "Við erum skrefi á eftir þeim í öllum okkar aðgerðum í vörninni,“ segir hundsvekktur þjálfari Íslands, Aron Kristjánsson. 17. janúar 2016 18:40 Alexander: Við vorum með þennan leik í vasanum "Það er erfitt að sætta sig við tap þegar maður skorar 38 mörk,“ segir Alexander Petersson en svekkelsið hreinlega lak af honum í leikslok í Spodek-höllinni. 17. janúar 2016 17:34 Alexander rétt á undan Arnóri Atla í einkunnagjöf Hbstatz Alexander Petersson var besti leikmaður íslenska handboltalandsliðsins í tapleiknum á móti Hvíta Rússlandi í öðrum leik liðsins á Evrópumótinu í Póllandi. 17. janúar 2016 22:45 Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Körfubolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Sjá meira
Ísland getur enn farið með fjögur stig inn í milliriðil | Allt eða ekkert leikur á móti Króatíu? Íslenska handboltalandsliðið tapaði í dag fyrir Hvít-Rússum í öðrum leik sínum á Evrópumótinu í Póllandi. Íslenska liðið hefði tryggt sig áfram með sigri í dag en nú þarf ýmislegt að falla með íslenska liðinu til þess að strákarnir okkar komist áfram upp úr riðlinum. 17. janúar 2016 20:00
Handvarpið: Með bakið upp við hinn fræga vegg Strákarnir okkar eru í vondum málum eftir skelfilegt tap gegn Hvíta-Rússlandi í dag, en farið er yfir leikinn og mögulega Íslands í nýjasta þætti Handvarpsins. 17. janúar 2016 20:16
Aron: Þurfum að gíra okkur upp í algjöran djöfulgang "Við erum skrefi á eftir þeim í öllum okkar aðgerðum í vörninni,“ segir hundsvekktur þjálfari Íslands, Aron Kristjánsson. 17. janúar 2016 18:40
Alexander: Við vorum með þennan leik í vasanum "Það er erfitt að sætta sig við tap þegar maður skorar 38 mörk,“ segir Alexander Petersson en svekkelsið hreinlega lak af honum í leikslok í Spodek-höllinni. 17. janúar 2016 17:34
Alexander rétt á undan Arnóri Atla í einkunnagjöf Hbstatz Alexander Petersson var besti leikmaður íslenska handboltalandsliðsins í tapleiknum á móti Hvíta Rússlandi í öðrum leik liðsins á Evrópumótinu í Póllandi. 17. janúar 2016 22:45