Velja alltaf Krýsuvíkurleiðina Henry Birgir Gunnarsson í Katowice skrifar 18. janúar 2016 06:00 Alexander Petersson skorar hér eitt af sex mörkum sínum á móti Hvít-Rússum í gær en Alexander var bæði markahæstur og stoðsendingahæstur. Vísir/Valli Strákarnir okkar hafa lengi sagt að þeir séu með þannig lið að það geti unnið alla og tapað fyrir öllum. Það sannaðist enn og aftur í gær er liðið tapaði 39-38 fyrir Hvít-Rússum. Þetta eru algjörlega galnar tölur. Að skora 38 mörk í handboltaleik á að duga til sigurs í hverjum einasta leik og það er ótrúlegt að liðið hafi ekki unnið í gær. Leikur liðsins var eins og svart og hvítt. Geggjaður sóknarleikur en glæpsamlega lélegur varnarleikur. Að segja að drengirnir hafa verið á hælunum kemst ekki hálfa leið í að lýsa því hversu lélegur varnarleikurinn var. Vörnin var eins og gamla góða gatasigtið og Hvít-Rússar fengu nánast alltaf góð færi. Strákarnir komust ekki í andstæðinginn og ef þeir gerðu það réðu þeir ekki við leikmanninn. Það skipti engu máli hver var inn á. Það voru allir jafn lélegir í vörninni. Allir í sama eltingarleiknum. Hvít-Rússarnir klipptu ítrekað og strákarnir misstu af þeim. Hornaspilið galopið sem og sendingar á línumann. Þessi varnarleikur var einn harmleikur. Allan leikinn beið maður eftir þessari einu vörn, þessari einu markvörslu sem þurfti til að kveikja neistann en hún kom ekki. Þessi varnarleikur er eitt rosalegasta gjaldþrot sem ég hef séð lengi. Siarhei Rutenka og Barys Pukhouski eru góðir en þeir litu út eins og tveir bestu handboltamenn heims í þessum leik. 19 mörk samtals hjá þeim. Aron Pálmarsson var tekinn úr umferð allan leikinn en strákarnir voru viðbúnir því og liðið átti frábær svör. Sóknarleikur liðsins var geggjaður. Það er ekkert hægt að lýsa því öðruvísi. Að skrifa það og að liðið hafi tapað gengur eiginlega ekki upp. Svo sturlaður var þessi leikur. Það var eins marks munur á liðunum í hálfleik, 18-17. Mér fannst lélegt að Hvít-Rússarnir skyldu skora 17 mörk í fyrri hálfleik en mörkin í þeim seinni urðu 22. Já, 22. Þetta er ekki innsláttarvilla. Annan leikinn í röð vantaði drápseðlið í liðið. Það byrjaði seinni hálfleik af krafti og náði fjögurra marka forskoti, 24-20. Þá héldu flestir að þetta væri komið. Svo var nú aldeilis ekki. Þessu forskoti kastaði liðið frá sér á tæpum fjórum mínútum. 24-24. Ótrúlegt agaleysi einkenndi sóknarleikinn á þessum skelfilega kafla. Liðin héldust í hendur nánast út leikinn en Hvít-Rússarnir sigu fram úr í lokin. Alexander var frábær í sókninni og tók af skarið er á þurfti að halda. Er Aron losnaði úr gíslingunni skoraði hann eða bjó til mark. Magnaður. Arnór Atlason var ótrúlega klókur og spilaði gríðarlega vel í sókninni. Nafni hans Gunnarsson nýtti skotin sín vel. Róbert geggjaður á línunni og Snorri skilaði einnig frábærri vinnu er hann spilaði. Svona mætti áfram telja. Sóknarleikurinn var frábær. Það er eitthvað rosalega skrítið við að skrifa svona hrós til manna eftir tapleik. Þetta var einfaldlega fáránlegur handboltaleikur. Nú er bara að spenna beltin og gera sig kláran í Krýsuvíkurleiðina með landsliðinu. Enn einn ganginn. Liðið hefur oftar en ekki náð að klára þá ferð. Vonandi gera strákarnir það líka núna. EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Ísland getur enn farið með fjögur stig inn í milliriðil | Allt eða ekkert leikur á móti Króatíu? Íslenska handboltalandsliðið tapaði í dag fyrir Hvít-Rússum í öðrum leik sínum á Evrópumótinu í Póllandi. Íslenska liðið hefði tryggt sig áfram með sigri í dag en nú þarf ýmislegt að falla með íslenska liðinu til þess að strákarnir okkar komist áfram upp úr riðlinum. 17. janúar 2016 20:00 Vignir: Við erum í tómu rugli í vörninni "Þú ættir eiginlega frekar að spyrja mig að því hvað klikkaði ekki,“ segir Vignir Svavarsson niðurlútur við spurningunni klassísku - hvað klikkaði? 17. janúar 2016 17:17 Handvarpið: Með bakið upp við hinn fræga vegg Strákarnir okkar eru í vondum málum eftir skelfilegt tap gegn Hvíta-Rússlandi í dag, en farið er yfir leikinn og mögulega Íslands í nýjasta þætti Handvarpsins. 17. janúar 2016 20:16 Arnór Þór: "Yfirspiluðu okkur“ "Mér líður ömurlega og það var leiðinlegt að klúðra síðasta skotinu hjá mér,“ segir Arnór Þór Gunnarsson, eftir tapið gegn Hvít-Rússum á Evrópumótinu í handknattleik í dag en leikurinn fór 39-38. 17. janúar 2016 17:25 Alexander rétt á undan Arnóri Atla í einkunnagjöf Hbstatz Alexander Petersson var besti leikmaður íslenska handboltalandsliðsins í tapleiknum á móti Hvíta Rússlandi í öðrum leik liðsins á Evrópumótinu í Póllandi. 17. janúar 2016 22:45 Aron: Ömurlegt að fá á okkur næstum því 40 mörk á móti þessu liði Aron Pálmarsson var tekin úr umferð stærsta hluta leiksins á móti Hvíta-Rússlandi í dag en sýndi styrk sinn þegar hann slapp úr gæslunni og endaði með 4 mörk og 6 stoðsendingar. Það dugði hinsvegar ekki til að íslenska liðið varð að sætta sig við svekkjandi tap. 17. janúar 2016 17:10 Björgvin: „Ég mun ekki eiga annan svona slæman leik“ „Mér líður bara skelfilega,“ segir Björgvin Páll Gústavsson, eftir tapið gegn Hvít-Rússum á Evrópumótinu í handknattleik í dag en leikurinn fór 39-38. Björgvin varði 11 skot í leiknum. 17. janúar 2016 17:12 Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Körfubolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Sjá meira
Strákarnir okkar hafa lengi sagt að þeir séu með þannig lið að það geti unnið alla og tapað fyrir öllum. Það sannaðist enn og aftur í gær er liðið tapaði 39-38 fyrir Hvít-Rússum. Þetta eru algjörlega galnar tölur. Að skora 38 mörk í handboltaleik á að duga til sigurs í hverjum einasta leik og það er ótrúlegt að liðið hafi ekki unnið í gær. Leikur liðsins var eins og svart og hvítt. Geggjaður sóknarleikur en glæpsamlega lélegur varnarleikur. Að segja að drengirnir hafa verið á hælunum kemst ekki hálfa leið í að lýsa því hversu lélegur varnarleikurinn var. Vörnin var eins og gamla góða gatasigtið og Hvít-Rússar fengu nánast alltaf góð færi. Strákarnir komust ekki í andstæðinginn og ef þeir gerðu það réðu þeir ekki við leikmanninn. Það skipti engu máli hver var inn á. Það voru allir jafn lélegir í vörninni. Allir í sama eltingarleiknum. Hvít-Rússarnir klipptu ítrekað og strákarnir misstu af þeim. Hornaspilið galopið sem og sendingar á línumann. Þessi varnarleikur var einn harmleikur. Allan leikinn beið maður eftir þessari einu vörn, þessari einu markvörslu sem þurfti til að kveikja neistann en hún kom ekki. Þessi varnarleikur er eitt rosalegasta gjaldþrot sem ég hef séð lengi. Siarhei Rutenka og Barys Pukhouski eru góðir en þeir litu út eins og tveir bestu handboltamenn heims í þessum leik. 19 mörk samtals hjá þeim. Aron Pálmarsson var tekinn úr umferð allan leikinn en strákarnir voru viðbúnir því og liðið átti frábær svör. Sóknarleikur liðsins var geggjaður. Það er ekkert hægt að lýsa því öðruvísi. Að skrifa það og að liðið hafi tapað gengur eiginlega ekki upp. Svo sturlaður var þessi leikur. Það var eins marks munur á liðunum í hálfleik, 18-17. Mér fannst lélegt að Hvít-Rússarnir skyldu skora 17 mörk í fyrri hálfleik en mörkin í þeim seinni urðu 22. Já, 22. Þetta er ekki innsláttarvilla. Annan leikinn í röð vantaði drápseðlið í liðið. Það byrjaði seinni hálfleik af krafti og náði fjögurra marka forskoti, 24-20. Þá héldu flestir að þetta væri komið. Svo var nú aldeilis ekki. Þessu forskoti kastaði liðið frá sér á tæpum fjórum mínútum. 24-24. Ótrúlegt agaleysi einkenndi sóknarleikinn á þessum skelfilega kafla. Liðin héldust í hendur nánast út leikinn en Hvít-Rússarnir sigu fram úr í lokin. Alexander var frábær í sókninni og tók af skarið er á þurfti að halda. Er Aron losnaði úr gíslingunni skoraði hann eða bjó til mark. Magnaður. Arnór Atlason var ótrúlega klókur og spilaði gríðarlega vel í sókninni. Nafni hans Gunnarsson nýtti skotin sín vel. Róbert geggjaður á línunni og Snorri skilaði einnig frábærri vinnu er hann spilaði. Svona mætti áfram telja. Sóknarleikurinn var frábær. Það er eitthvað rosalega skrítið við að skrifa svona hrós til manna eftir tapleik. Þetta var einfaldlega fáránlegur handboltaleikur. Nú er bara að spenna beltin og gera sig kláran í Krýsuvíkurleiðina með landsliðinu. Enn einn ganginn. Liðið hefur oftar en ekki náð að klára þá ferð. Vonandi gera strákarnir það líka núna.
EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Ísland getur enn farið með fjögur stig inn í milliriðil | Allt eða ekkert leikur á móti Króatíu? Íslenska handboltalandsliðið tapaði í dag fyrir Hvít-Rússum í öðrum leik sínum á Evrópumótinu í Póllandi. Íslenska liðið hefði tryggt sig áfram með sigri í dag en nú þarf ýmislegt að falla með íslenska liðinu til þess að strákarnir okkar komist áfram upp úr riðlinum. 17. janúar 2016 20:00 Vignir: Við erum í tómu rugli í vörninni "Þú ættir eiginlega frekar að spyrja mig að því hvað klikkaði ekki,“ segir Vignir Svavarsson niðurlútur við spurningunni klassísku - hvað klikkaði? 17. janúar 2016 17:17 Handvarpið: Með bakið upp við hinn fræga vegg Strákarnir okkar eru í vondum málum eftir skelfilegt tap gegn Hvíta-Rússlandi í dag, en farið er yfir leikinn og mögulega Íslands í nýjasta þætti Handvarpsins. 17. janúar 2016 20:16 Arnór Þór: "Yfirspiluðu okkur“ "Mér líður ömurlega og það var leiðinlegt að klúðra síðasta skotinu hjá mér,“ segir Arnór Þór Gunnarsson, eftir tapið gegn Hvít-Rússum á Evrópumótinu í handknattleik í dag en leikurinn fór 39-38. 17. janúar 2016 17:25 Alexander rétt á undan Arnóri Atla í einkunnagjöf Hbstatz Alexander Petersson var besti leikmaður íslenska handboltalandsliðsins í tapleiknum á móti Hvíta Rússlandi í öðrum leik liðsins á Evrópumótinu í Póllandi. 17. janúar 2016 22:45 Aron: Ömurlegt að fá á okkur næstum því 40 mörk á móti þessu liði Aron Pálmarsson var tekin úr umferð stærsta hluta leiksins á móti Hvíta-Rússlandi í dag en sýndi styrk sinn þegar hann slapp úr gæslunni og endaði með 4 mörk og 6 stoðsendingar. Það dugði hinsvegar ekki til að íslenska liðið varð að sætta sig við svekkjandi tap. 17. janúar 2016 17:10 Björgvin: „Ég mun ekki eiga annan svona slæman leik“ „Mér líður bara skelfilega,“ segir Björgvin Páll Gústavsson, eftir tapið gegn Hvít-Rússum á Evrópumótinu í handknattleik í dag en leikurinn fór 39-38. Björgvin varði 11 skot í leiknum. 17. janúar 2016 17:12 Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Körfubolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Sjá meira
Ísland getur enn farið með fjögur stig inn í milliriðil | Allt eða ekkert leikur á móti Króatíu? Íslenska handboltalandsliðið tapaði í dag fyrir Hvít-Rússum í öðrum leik sínum á Evrópumótinu í Póllandi. Íslenska liðið hefði tryggt sig áfram með sigri í dag en nú þarf ýmislegt að falla með íslenska liðinu til þess að strákarnir okkar komist áfram upp úr riðlinum. 17. janúar 2016 20:00
Vignir: Við erum í tómu rugli í vörninni "Þú ættir eiginlega frekar að spyrja mig að því hvað klikkaði ekki,“ segir Vignir Svavarsson niðurlútur við spurningunni klassísku - hvað klikkaði? 17. janúar 2016 17:17
Handvarpið: Með bakið upp við hinn fræga vegg Strákarnir okkar eru í vondum málum eftir skelfilegt tap gegn Hvíta-Rússlandi í dag, en farið er yfir leikinn og mögulega Íslands í nýjasta þætti Handvarpsins. 17. janúar 2016 20:16
Arnór Þór: "Yfirspiluðu okkur“ "Mér líður ömurlega og það var leiðinlegt að klúðra síðasta skotinu hjá mér,“ segir Arnór Þór Gunnarsson, eftir tapið gegn Hvít-Rússum á Evrópumótinu í handknattleik í dag en leikurinn fór 39-38. 17. janúar 2016 17:25
Alexander rétt á undan Arnóri Atla í einkunnagjöf Hbstatz Alexander Petersson var besti leikmaður íslenska handboltalandsliðsins í tapleiknum á móti Hvíta Rússlandi í öðrum leik liðsins á Evrópumótinu í Póllandi. 17. janúar 2016 22:45
Aron: Ömurlegt að fá á okkur næstum því 40 mörk á móti þessu liði Aron Pálmarsson var tekin úr umferð stærsta hluta leiksins á móti Hvíta-Rússlandi í dag en sýndi styrk sinn þegar hann slapp úr gæslunni og endaði með 4 mörk og 6 stoðsendingar. Það dugði hinsvegar ekki til að íslenska liðið varð að sætta sig við svekkjandi tap. 17. janúar 2016 17:10
Björgvin: „Ég mun ekki eiga annan svona slæman leik“ „Mér líður bara skelfilega,“ segir Björgvin Páll Gústavsson, eftir tapið gegn Hvít-Rússum á Evrópumótinu í handknattleik í dag en leikurinn fór 39-38. Björgvin varði 11 skot í leiknum. 17. janúar 2016 17:12