Ekki í fyrsta sinn sem Ísland myndi hagnast á óvenjulegum úrslitum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. janúar 2016 15:33 Hvað gera Aron og strákarnir okkar í kvöld? Vísir/Gett Eins og áður hefur verið fjallað um gæti það komið íslenska liðinu til góðs að spila upp á jafntefli gegn Króatíu í kvöld, fremur en að vinna leikinn. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem svo óvenjuleg staða kemur upp á stórmóti í handbolta. Tvívegis hefur það áður gerst að íslenska liðið hagnaðist á „óvenjulegum“ úrslitum.Sjá einnig: Gæti verið betra að gera jafntefli en vinnaÞegar við máttum ekki vinna of stórt Frægt er þegar Alfreð Gíslason, þáverandi landsliðsþjálfari Íslands, fékk þau skilaboð í miðjum leik gegn Frakklandi í frægum leik á HM 2007 í Þýskalandi að Ísland mætti ekki vinna of stórt. Of stórt tap myndi þýða að Frakkland væri úr leik og Ísland færi stigalaust áfram í milliriðlakeppnina. „Alfreð varð því að skipa sínum mönnum að leyfa Frökkum að skora nokkur mörk. Ótrúleg staða,“ segir í greininni sem má lesa hér fyrir neðan.Sjá einnig: Þegar Ísland slátraði Frökkum í BördelandhalleStrákarnir ærðust úr fögnuði eftir sigurinn á Frakklandi á HM 2007.VísirÞegar við fengum tvö gefins mörk Enn nærtækara dæmi er frá riðlakeppninni á EM 2012 í Serbíu. Þá varð Slóvenía að vinna Ísland í lokaumferðinni til að fara áfram með tvö stig í milliriðilinn. En ekki of stórt því annars myndi Noregur fara áfram, Ísland sitja eftir og Slóvenía fara áfram án stiga. Niðurstaðan varð sú að Slóvenía vann, 34-32, og gaf okkar mönnum síðustu tvö mörk leiksins. Noregur átti reyndar möguleika á að bjarga sér en varð að vinna geysisterkt lið Króatíu síðar um kvöldið sem tókst ekki. Norðmenn héldu því heim á leið, sótillir.Sjá einnig: Slóvenar gáfu okkur tvö síðustu mörkinManstu eftir þessum? Landsliðsþjálfari Slóvena, Boris Denic, ræðir við markvörðinn Gorazd Skof, í umræddum leik gegn Íslandi.VísirUrðum að taka við gjöf Slóvena Þegar núverandi staða í B-riðli á EM í Póllandi kom upp var Guðjón Valur minntur á þennan leik gegn Slóveníu og mörkin tvö sem urðu til þess að Noregur komst ekki áfram. „Við nutum góðs af því sem gerðist fyrir fjórum árum en það kom sér afar illa fyrir Noreg,“ sagði Guðjón Valur við sporten.com. „Við urðum bara að taka við gjöfinni sem okkur var færð. Þetta sýnir bara hversu mikla vinnu forystumenn handboltahreyfingarinnar leggja á sig,“ segir hann í kaldhæðni. „Það skiptir þá meira máli hvernig fyrirliðabandið er á litinn eða sokkarnir.“Sjá einnig: Guðjóni Val bannað að nota regnbogafyrirliðaband í kvöldSjá einnig: 70 þúsund króna sekt fyrir ranga sokka „Næst má markvörðurinn ekki lengur vera með sítt hár og honum gert fela húðflúrin sín. Það er lágmarkskrafa að síðustu tveir leikirnir í riðlinum fari fram á sama tíma. Það hefði þýtt að vandamálið væri mun minna,“ var haft eftir Guðjóni Val.Guðjón Valur á EM í Póllandi.Vísir/ValliMaður á að spila til sigurs Erlend Mamelund, leikmaður norska landsliðsins, segir að handboltaíþróttin eigi margt ólært af öðrum íþróttum. „Ég er á því að hafa þetta eins og á stórmótum í fótbolta. Eftir riðlana tekur við hrein útsláttarkeppni. Það skilja allir. Þetta er orðið svo flókið í Meistaradeildinni [í handbolta] að leikmenn vita ekki hvaða lið fara áfram og hvernig.“ Annar norskur landsliðsmaður segir að málið sé einfalt. „Reglurnar eru eins og þær eru og öll lið myndu nýta sér þá möguleika sem þær bjóða upp á. Það myndi þó enginn gera glaður í bragði. Maður á jú að spila til sigurs,“ sagði Christian O'Sullivan. EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Körfubolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Sjá meira
Eins og áður hefur verið fjallað um gæti það komið íslenska liðinu til góðs að spila upp á jafntefli gegn Króatíu í kvöld, fremur en að vinna leikinn. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem svo óvenjuleg staða kemur upp á stórmóti í handbolta. Tvívegis hefur það áður gerst að íslenska liðið hagnaðist á „óvenjulegum“ úrslitum.Sjá einnig: Gæti verið betra að gera jafntefli en vinnaÞegar við máttum ekki vinna of stórt Frægt er þegar Alfreð Gíslason, þáverandi landsliðsþjálfari Íslands, fékk þau skilaboð í miðjum leik gegn Frakklandi í frægum leik á HM 2007 í Þýskalandi að Ísland mætti ekki vinna of stórt. Of stórt tap myndi þýða að Frakkland væri úr leik og Ísland færi stigalaust áfram í milliriðlakeppnina. „Alfreð varð því að skipa sínum mönnum að leyfa Frökkum að skora nokkur mörk. Ótrúleg staða,“ segir í greininni sem má lesa hér fyrir neðan.Sjá einnig: Þegar Ísland slátraði Frökkum í BördelandhalleStrákarnir ærðust úr fögnuði eftir sigurinn á Frakklandi á HM 2007.VísirÞegar við fengum tvö gefins mörk Enn nærtækara dæmi er frá riðlakeppninni á EM 2012 í Serbíu. Þá varð Slóvenía að vinna Ísland í lokaumferðinni til að fara áfram með tvö stig í milliriðilinn. En ekki of stórt því annars myndi Noregur fara áfram, Ísland sitja eftir og Slóvenía fara áfram án stiga. Niðurstaðan varð sú að Slóvenía vann, 34-32, og gaf okkar mönnum síðustu tvö mörk leiksins. Noregur átti reyndar möguleika á að bjarga sér en varð að vinna geysisterkt lið Króatíu síðar um kvöldið sem tókst ekki. Norðmenn héldu því heim á leið, sótillir.Sjá einnig: Slóvenar gáfu okkur tvö síðustu mörkinManstu eftir þessum? Landsliðsþjálfari Slóvena, Boris Denic, ræðir við markvörðinn Gorazd Skof, í umræddum leik gegn Íslandi.VísirUrðum að taka við gjöf Slóvena Þegar núverandi staða í B-riðli á EM í Póllandi kom upp var Guðjón Valur minntur á þennan leik gegn Slóveníu og mörkin tvö sem urðu til þess að Noregur komst ekki áfram. „Við nutum góðs af því sem gerðist fyrir fjórum árum en það kom sér afar illa fyrir Noreg,“ sagði Guðjón Valur við sporten.com. „Við urðum bara að taka við gjöfinni sem okkur var færð. Þetta sýnir bara hversu mikla vinnu forystumenn handboltahreyfingarinnar leggja á sig,“ segir hann í kaldhæðni. „Það skiptir þá meira máli hvernig fyrirliðabandið er á litinn eða sokkarnir.“Sjá einnig: Guðjóni Val bannað að nota regnbogafyrirliðaband í kvöldSjá einnig: 70 þúsund króna sekt fyrir ranga sokka „Næst má markvörðurinn ekki lengur vera með sítt hár og honum gert fela húðflúrin sín. Það er lágmarkskrafa að síðustu tveir leikirnir í riðlinum fari fram á sama tíma. Það hefði þýtt að vandamálið væri mun minna,“ var haft eftir Guðjóni Val.Guðjón Valur á EM í Póllandi.Vísir/ValliMaður á að spila til sigurs Erlend Mamelund, leikmaður norska landsliðsins, segir að handboltaíþróttin eigi margt ólært af öðrum íþróttum. „Ég er á því að hafa þetta eins og á stórmótum í fótbolta. Eftir riðlana tekur við hrein útsláttarkeppni. Það skilja allir. Þetta er orðið svo flókið í Meistaradeildinni [í handbolta] að leikmenn vita ekki hvaða lið fara áfram og hvernig.“ Annar norskur landsliðsmaður segir að málið sé einfalt. „Reglurnar eru eins og þær eru og öll lið myndu nýta sér þá möguleika sem þær bjóða upp á. Það myndi þó enginn gera glaður í bragði. Maður á jú að spila til sigurs,“ sagði Christian O'Sullivan.
EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Körfubolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Sjá meira