Ísland verður að fá stig gegn Króatíu eftir sigur Noregs Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. janúar 2016 19:15 Sander Sagosen og félagar í norska liðinu geta stillt Íslandi upp við vegg. vísir/epa Norðmenn eru komnir áfram í milliriðla á Evrópumótinu í handbolta í Póllandi eftir tveggja marka sigur, 27-29, á Hvíta-Rússlandi í dag. Þessi úrslit þýða að Ísland þarf að ná í stig gegn Króatíu á eftir til að komast áfram í milliriðla. Leikur Íslands og Króatíu hefst klukkan 19:30 en hann er í beinni textalýsingu á Vísi. Nái íslensku strákarnir í stig gegn Króötum sitja Hvít-Rússar eftir með sárt ennið en Ísland, Króatía og Noregur fara áfram. Íslenska liðið gæti farið með fjögur stig inn í milliriðla en til þess þarf liðið að vinna Króatíu sem því hefur ekki tekist síðan 2004. Hvít-Rússar spiluðu mjög framliggjandi vörn sem Norðmenn áttu í miklum vandræðum með að leysa í fyrri hálfleik. Fyrir aftan hana var Viachaslau Saldatsenka svo í miklu stuði en hann varði 11 skot í fyrri hálfleik, eða helming þeirra skota sem hann fékk á sig. Ole Erevik byrjaði í marki Noregs en hann fann sig ekki. En eftir tæplega 10 mínútna leik kom Espen Christensen í markið og hann varði eins og berserkur það sem eftir lifði fyrri hálfleiks, alls 11 skot (58%). Hvít-Rússar voru með frumkvæðið í fyrri hálfleik og náðu mest fjögurra marka forystu, 6-2. Norðmenn náðu tvívegis að jafna í fyrri hálfleik en komust aldrei yfir. Líkt og gegn Íslandi voru þeir Barys Pukhouski og Siarhei Rutenka í aðalhlutverki í sóknarleik Hvít-Rússa en þeir skoruðu alls átta af 13 mörkum liðsins í fyrri hálfleik. Þeir fengu einnig góða hjálp frá örvhentu skyttunni Siarhei Shylovich sem skoraði þrjú mörk og var ógnandi. Það var fátt um fína drætti í sóknarleik Norðmanna sem þurftu að hafa mikið fyrir sínum mörkum. Saldatsenka reyndist norska liðinu erfiður ljár í þúfu en það var helst Kent Robin Tönnesen sem fann leiðina framhjá honum en hann skoraði þrjú mörk úr fjórum skotum í fyrri hálfleik. Staðan að honum loknum var 13-12 en í seinni hálfleik snerist dæmið algjörlega við. Norðmenn lokuðu vörninni og sóknin gekk miklu betur undir styrkri stjórn Christians O'Sullivan sem átti frábæran seinni hálfleik. O'Sullivan kom Norðmönnum fjórum mörkum yfir, 17-21, þegar 13 mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. Norska liðið var hreinlega óstöðvandi í seinni hálfleiknum þar sem það náði mest sex marka forystu. Þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum kom O'Sullivan Noregi í 23-29 og úrslitin í raun ráðin. Hvít-Rússarnir reyndu hvað þeir gátu á lokakaflanum og skoruðu fjögur síðustu mörk leiksins. Það dugði þó ekki til að Norðmenn fögnuðu tveggja marka sigri, 27-29, og sæti í milliriðli. O'Sullivan og Kristian Björnsen voru markahæstir í norska liðinu með fimm mörk hvor en alls komust 10 leikmenn liðsins á blað í leiknum. Christensen var frábær í markinu og varði 19 skot (46%). Rutenka var markahæstur hjá Hvít-Rússum með níu mörk en hann var orðinn hálf bensínlaus í seinni hálfleik. Shylovich og Pukhouski komu næstir með sex mörk hvor. Besti maður liðsins var hins vegar Saldatsenka í markinu en hann varði 21 skot (46%). EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Sjá meira
Norðmenn eru komnir áfram í milliriðla á Evrópumótinu í handbolta í Póllandi eftir tveggja marka sigur, 27-29, á Hvíta-Rússlandi í dag. Þessi úrslit þýða að Ísland þarf að ná í stig gegn Króatíu á eftir til að komast áfram í milliriðla. Leikur Íslands og Króatíu hefst klukkan 19:30 en hann er í beinni textalýsingu á Vísi. Nái íslensku strákarnir í stig gegn Króötum sitja Hvít-Rússar eftir með sárt ennið en Ísland, Króatía og Noregur fara áfram. Íslenska liðið gæti farið með fjögur stig inn í milliriðla en til þess þarf liðið að vinna Króatíu sem því hefur ekki tekist síðan 2004. Hvít-Rússar spiluðu mjög framliggjandi vörn sem Norðmenn áttu í miklum vandræðum með að leysa í fyrri hálfleik. Fyrir aftan hana var Viachaslau Saldatsenka svo í miklu stuði en hann varði 11 skot í fyrri hálfleik, eða helming þeirra skota sem hann fékk á sig. Ole Erevik byrjaði í marki Noregs en hann fann sig ekki. En eftir tæplega 10 mínútna leik kom Espen Christensen í markið og hann varði eins og berserkur það sem eftir lifði fyrri hálfleiks, alls 11 skot (58%). Hvít-Rússar voru með frumkvæðið í fyrri hálfleik og náðu mest fjögurra marka forystu, 6-2. Norðmenn náðu tvívegis að jafna í fyrri hálfleik en komust aldrei yfir. Líkt og gegn Íslandi voru þeir Barys Pukhouski og Siarhei Rutenka í aðalhlutverki í sóknarleik Hvít-Rússa en þeir skoruðu alls átta af 13 mörkum liðsins í fyrri hálfleik. Þeir fengu einnig góða hjálp frá örvhentu skyttunni Siarhei Shylovich sem skoraði þrjú mörk og var ógnandi. Það var fátt um fína drætti í sóknarleik Norðmanna sem þurftu að hafa mikið fyrir sínum mörkum. Saldatsenka reyndist norska liðinu erfiður ljár í þúfu en það var helst Kent Robin Tönnesen sem fann leiðina framhjá honum en hann skoraði þrjú mörk úr fjórum skotum í fyrri hálfleik. Staðan að honum loknum var 13-12 en í seinni hálfleik snerist dæmið algjörlega við. Norðmenn lokuðu vörninni og sóknin gekk miklu betur undir styrkri stjórn Christians O'Sullivan sem átti frábæran seinni hálfleik. O'Sullivan kom Norðmönnum fjórum mörkum yfir, 17-21, þegar 13 mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. Norska liðið var hreinlega óstöðvandi í seinni hálfleiknum þar sem það náði mest sex marka forystu. Þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum kom O'Sullivan Noregi í 23-29 og úrslitin í raun ráðin. Hvít-Rússarnir reyndu hvað þeir gátu á lokakaflanum og skoruðu fjögur síðustu mörk leiksins. Það dugði þó ekki til að Norðmenn fögnuðu tveggja marka sigri, 27-29, og sæti í milliriðli. O'Sullivan og Kristian Björnsen voru markahæstir í norska liðinu með fimm mörk hvor en alls komust 10 leikmenn liðsins á blað í leiknum. Christensen var frábær í markinu og varði 19 skot (46%). Rutenka var markahæstur hjá Hvít-Rússum með níu mörk en hann var orðinn hálf bensínlaus í seinni hálfleik. Shylovich og Pukhouski komu næstir með sex mörk hvor. Besti maður liðsins var hins vegar Saldatsenka í markinu en hann varði 21 skot (46%).
EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Sjá meira