Barcelona setti nýtt markamet á árinu 2015 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. janúar 2016 19:00 2015 var rosalegt ár fyrir Luis Suárez og félaga hans í Barcelona. Vísir/Getty Barcelona endaði frábært ár á 4-0 sigri á Real Betis í spænsku úrvalsdeildinni á næstsíðasta degi ársins. Barcelona fékk ekki bara þrjú stig og toppsætið í spænsku deildinni með þessum sigri því liðið bætti einnig markametið. Leikmenn Barcelona skoruðu nefnilega 180 mörk í öllum keppnisleikjum liðsins á árinu 2015 og bættu með því met Real Madrid frá árinu á undan. Börsungar skoruðu 107 mörk frá janúar til júní og svo 73 mörk frá ágúst til desember. Leikmenn Real Madrid skoruðu 178 mörk á árinu 2014 og höfðu með því bætt markamet Barcelonaliðsins frá 2012 en Börsungar skoruðu þá 175 mörk. Barcelona setti ekki aðeins markamet á árinu því félagið vann fimm titla 2015. Liðið vann Meistaradeildina, spænsku deildina, spænska bikarinn, ofurbikar UEFA og endaði síðan á því að vinna Heimsmeistarakeppni félagsliða í lok ársins. Barcelona-liðið lék 65 keppnisleiki á árinu og vann alls 51 leik. Real Madrid vann einnig 51 leik árið 2014 og deila því þessir erkifjendur metinu yfir flesta sigurleiki. Luis Suárez skoraði tvö mörk og Lionel Messi var með eitt í þessum sigri á Real Betis í lokaleik ársins en fjórða markið var sjálfsmark. Neymar fékk kjörið tækifæri til að komast líka á blað en klikkaði á vítaspyrnu. Neymar átti aftur á móti stoðsendingu á bæði Messi og Suárez í leiknum. Lionel Messi, Luis Suárez og Neymar, þekktir sem MSN þegar er talað um þá alla saman, skoruðu þar með 137 mörk á þessu ári eða 76 prósent marka Börsunga. Messi og Suárez voru báðir með 48 mörk og Neymar skoraði 41 mark. Messi skoraði 79 mörk þegar Barcelona setti metið árið 2012.Flest mörk í keppnisleikjum á einu ári: 180 - Barcelona, 2015 178 - Real Madrid, 2014 175 - Barcelona, 2012 170 - Barcelona, 2011Hér fyrir neðan má sjá tölfræði með knattspyrnuliði Barcelona á árinu 2015. Barça present Club World Cup to the fans El Barça ofereix el Mundial de Clubs a l'afició El Barça ofrece el Mundial de Clubes a la afición #Campion5 #FCBarcelona #FCB2015 A photo posted by FC Barcelona (@fcbarcelona) on Dec 31, 2015 at 1:59am PST GRAPHIC ? Spanish teams with most goals in a single calendar year [via @elperiodico] pic.twitter.com/80jUWHXKGH— MESSISTATS (@MessiStats) December 31, 2015 FULL LIST ? Breakdown of Barcelona's record 180 goals in 2015 by players #FCB pic.twitter.com/pX9A1J6lZT— MESSISTATS (@MessiStats) December 30, 2015 FINAL STATS ? Messi was directly involved in 78 goals during his 61 games for club and country in 2015 pic.twitter.com/VmAGPVPIPJ— MESSISTATS (@MessiStats) December 30, 2015 Fréttir ársins 2015 Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Sjá meira
Barcelona endaði frábært ár á 4-0 sigri á Real Betis í spænsku úrvalsdeildinni á næstsíðasta degi ársins. Barcelona fékk ekki bara þrjú stig og toppsætið í spænsku deildinni með þessum sigri því liðið bætti einnig markametið. Leikmenn Barcelona skoruðu nefnilega 180 mörk í öllum keppnisleikjum liðsins á árinu 2015 og bættu með því met Real Madrid frá árinu á undan. Börsungar skoruðu 107 mörk frá janúar til júní og svo 73 mörk frá ágúst til desember. Leikmenn Real Madrid skoruðu 178 mörk á árinu 2014 og höfðu með því bætt markamet Barcelonaliðsins frá 2012 en Börsungar skoruðu þá 175 mörk. Barcelona setti ekki aðeins markamet á árinu því félagið vann fimm titla 2015. Liðið vann Meistaradeildina, spænsku deildina, spænska bikarinn, ofurbikar UEFA og endaði síðan á því að vinna Heimsmeistarakeppni félagsliða í lok ársins. Barcelona-liðið lék 65 keppnisleiki á árinu og vann alls 51 leik. Real Madrid vann einnig 51 leik árið 2014 og deila því þessir erkifjendur metinu yfir flesta sigurleiki. Luis Suárez skoraði tvö mörk og Lionel Messi var með eitt í þessum sigri á Real Betis í lokaleik ársins en fjórða markið var sjálfsmark. Neymar fékk kjörið tækifæri til að komast líka á blað en klikkaði á vítaspyrnu. Neymar átti aftur á móti stoðsendingu á bæði Messi og Suárez í leiknum. Lionel Messi, Luis Suárez og Neymar, þekktir sem MSN þegar er talað um þá alla saman, skoruðu þar með 137 mörk á þessu ári eða 76 prósent marka Börsunga. Messi og Suárez voru báðir með 48 mörk og Neymar skoraði 41 mark. Messi skoraði 79 mörk þegar Barcelona setti metið árið 2012.Flest mörk í keppnisleikjum á einu ári: 180 - Barcelona, 2015 178 - Real Madrid, 2014 175 - Barcelona, 2012 170 - Barcelona, 2011Hér fyrir neðan má sjá tölfræði með knattspyrnuliði Barcelona á árinu 2015. Barça present Club World Cup to the fans El Barça ofereix el Mundial de Clubs a l'afició El Barça ofrece el Mundial de Clubes a la afición #Campion5 #FCBarcelona #FCB2015 A photo posted by FC Barcelona (@fcbarcelona) on Dec 31, 2015 at 1:59am PST GRAPHIC ? Spanish teams with most goals in a single calendar year [via @elperiodico] pic.twitter.com/80jUWHXKGH— MESSISTATS (@MessiStats) December 31, 2015 FULL LIST ? Breakdown of Barcelona's record 180 goals in 2015 by players #FCB pic.twitter.com/pX9A1J6lZT— MESSISTATS (@MessiStats) December 30, 2015 FINAL STATS ? Messi was directly involved in 78 goals during his 61 games for club and country in 2015 pic.twitter.com/VmAGPVPIPJ— MESSISTATS (@MessiStats) December 30, 2015
Fréttir ársins 2015 Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Sjá meira