Sport

Bjóða aðdáendum laun fyrir að moka af vellinum

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Látið hendur standa fram úr ermum!
Látið hendur standa fram úr ermum! Vísir/getty
Forráðamenn Buffalo Bills ákváðu í gær að fara að fordæmi Green Bay Packers og bjóða stuðningsmönnum Bills að afla sér auka penings með því að moka snjó af velli liðsins fyrir leik morgundagsins gegn New York Jets í lokaumferð NFL-deildarinnar.

Talið er að 650 manns hafi mætt á Lambeau Field, heimavöll Green Bay Packers, á fimmtudaginn til þess að moka snjó af vellinum fyrir leik liðsins gegn Minnesota Vikings annað kvöld.

Fengu stuðningsmennirnir 10 dollara á klukkustund, rúmlega þúsund krónur, en tvo daga þurfti til þess að hreinsa allan snjóinn úr stúkunni.

Hafa forráðamenn Buffalo Bills ákveðið að bjóða stuðningsmönnum liðsins sama tilboð en ásamt peningunum fá allir sem taka þátt í aðgerðinni heita máltíð á meðan vinnu stendur.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×