Golfhagkerfið veltir yfir tveimur milljörðum á ári jón hákon halldórsson skrifar 6. janúar 2016 10:00 Haukur Örn Birgisson var nýlega endurkjörinn formaður Golfsambands Íslands og situr einnig í stjórn Evrópska golfsambandsins. vísir/stefán Golfíþróttin er næst fjölmennasta íþróttin á Íslandi á eftir knattspyrnu. Skráðir félagsmenn í golfklúbbum eru tæplega 17 þúsund. Haukur Örn Birgisson, forseti Golfsambands Íslands, segir að gerðar séu kannanir á hverju ári til þess að mæla þátttöku í golfi. Þær hafi sýnt undanfarin ár að annar eins fjöldi, sem ekki er skráður í klúbba, spilar golf á Íslandi. Heildarfjöldi kylfinga, fólks sem leikur golf fimm sinnum eða oftar á ári, hleypur því á bilinu 30-35 þúsund og segir Haukur að þessi tala hafi farið hækkandi undanfarin ár. „Ef við förum tíu til fimmtán ár aftur í tímann þá voru skráðir kylfingar á Íslandi um átta þúsund. Þannig að þeir hafa tvöfaldast á þessum fimmtán árum,“ segir Haukur Örn. Á sama tíma hafi kylfingum fækkað í Bandaríkjunum og Evrópu. Á síðustu tveimur til þremur árum hafi fjöldinn hér heima þó staðið í stað, þótt lítils háttar fjölgun hafi verið á síðasta ári.Haukur Örn Birgisson þykir sjálfur liðtækur kylfingur.Tækifæri til sóknarHaukur segir sóknarfærin enn vera til staðar. „Við getum enn þá fengið fleiri kylfinga, sérstaklega hjá börnum og unglingum og fólki á aldrinum 20-35 ára,“ segir Haukur. Kylfingar í dag séu upp til hópa fólk sem hefur lokið námi, er búið að koma sér fyrir á vinnumarkaðnum og kaupa fasteign. Fólk á aldrinum 20-35 ára hafi hingað til ekki gefið sér tíma til að sinna golfinu. „Það er brottfall þarna í golfinu eins og öðrum íþróttagreinum. Og þarna held ég að sé sóknartækifæri.“ Haukur segir líka sóknartækifæri með fjölgun í röðum kvenkylfinga. „Íslenskum kvenkylfingum hefur fjölgað úr tíu prósentum í þrjátíu prósent. En eðlilega þá ætti þetta bara að vera jafnt kynjahlutfall í þessari íþrótt. Þannig að ég held að það séu mikil sóknartækifæri á meðal kvenna.“Haukur segir að ákveðnar kenningar séu um það hvers vegna kylfingum erlendis fari fækkandi. Ein ástæðan sé sú að samkeppni um tíma fólks sé að aukast. „Að leika golf getur tekið dálítið langan tíma. Ef fólk vill leika átján holu golfhring, getur það tekið fimm eða sex klukkutíma ef ferðir til og frá golfvelli eru teknar með. Auðvitað er hægt að stytta það og leika bara níu holur þannig að það taki minni tíma. En þetta er ein af ástæðunum.“ Önnur ástæðan sé mistök við hönnun nýrra golfvalla. Þeir hafi verið hannaðir með keppni þeirra bestu í huga þannig að þeir séu orðnir of erfiðir. „En það eru ekki vellirnir sem almenningur vill leika golf á. Það á að vera markmiðið að það sé gaman að leika golf.Eimskip er eitt þeirra fyrirtækja sem styrkt hefur afrekssjóð Golfsambandsins. Haukur segir að sjóðurinn hafi gert íslenskum afrekskylfingum kleift að láta drauma sína rætast.mynd/gsímyndirHaukur segir að hér á Íslandi sé hópur kylfinga mun breiðari en erlendis, til dæmis í Evrópu. „Það spila allir golf, allir aldurshópar, þjóðfélagshópar, tekjuhópar, karlar og konur, ömmur og afar, börn og unglingar. Það er ekki þannig í öðrum Evrópulöndum. Lengi vel var golfíþróttin stéttaskipt og er það enn þá víða í Evrópu. Þar er það efnaðra fólk, efri millistéttin sem leikur golf eingöngu og þeir sem eru í lægri tekjuþrepum hafa ekki möguleika til þess að spila golf. Það er dýrt,“ segir Haukur. Allt þetta sé auðveldara hér á Íslandi. Hér sé tiltölulega auðvelt að leika golf, auðvelt að koma sér af stað, þátttökugjald í golfklúbbum sé ekki hátt og útbúnaður og vallargjöld ekki dýr. „Það er aðalástæða þess að þetta er íþrótt sem allir spila, óháð hvar þeir standa í þjóðfélaginu. Þetta er íþrótt sem er einstök fyrir það að börn geta leikið golf við ömmur sínar og afa á sama golfvelli og við sömu reglur. Bara út af þessu forgjafakerfi sem aðrar íþróttir hafa ekki. Það er einkum það sem gerir þessa íþrótt einstaka, sérstaklega sem fjölskylduíþrótt,“ segir Haukur.Borgar 90 þúsund í árgjald Haukur segir að það sé hægt að komast af með frekar lítinn kostnað við golfiðkun hérlendis. Til að byrja með þurfi 50 til 100 þúsund krónur. Fyrir það væri hægt að kaupa nokkrar golfkylfur, golfpoka, golfskó og einhvern útbúnað. Svo megi kaupa staka golfhringi eða kaupa sér aðild að minni golfvöllum, æfingavöllum eða par 3 völlum á lágu verði. „Árgjald í klúbb á höfuðborgarsvæðinu er svona í kringum 90 þúsund krónur fyrir fulla aðild, fyrir fullorðinn kylfing. Börn og unglingar fá afslátt og þeir sem eru komnir yfir ákveðinn aldur. En árgjald í klúbb utan höfuðborgarsvæðisins er svona 30-70 þúsund krónur eftir því hvort það er níu eða átján holu völlur.“Hvernig eru Golfsambandið og klúbbarnir fjármögnuð? Fjármögnun Golfsambandsins er aðallega þrenns konar. Félagagjöld, sem eru 4.400 krónur á mann og hver félagi greiðir í gegnum árgjöld sín til klúbbsins, fjármagn frá samstarfsaðilum, þar sem Eimskip er stærst, og síðan styrkir frá Íþróttasambandi Íslands og R&A í Skotlandi sem styrkir ákveðin verkefni, sérstaklega fyrir börn og unglinga eða í nýsköpun. Tekjur frá félagsmönnum og samstarfsaðilum eru þó um 90% af heildartekjum sambandsins. Stærstur hluti af fjármögnun golfklúbbanna er með félagsgjöldum og tekjum frá samstarfsaðilum. Í einhverjum tilvikum fá golfklúbbar svo styrki frá sveitarfélögum.Hægt er að spila á golfvöllum stærri hluta ársins en áður vegna þess að betur er hugsað um vellina.Mynd/Birgir Vestmar BjörnssonMögulegt án opinberra styrkja Golfsambandið veltir um 160 milljónum á ári en stærsti klúbburinn, Golfklúbbur Reykjavíkur, veltir tæplega 400 milljónum á ári. Minnstu klúbbarnir velta um þremur milljónum á ári. Samtals velta golfklúbbarnir á Íslandi rúmum tveimur milljörðum. „Þetta er allur skalinn og fer eftir því hve margir félagsmenn eru. Þú ert með golfklúbb sem hefur bara 40 félagsmenn og þeir eru kannski bara að greiða 30-40 þúsund kall á ári.“ Eðli málsins samkvæmt séu tekjur þá ekki miklar. Kostnaðurinn sé hins vegar mikill óháð fjölda félagsmanna. Það er nánast jafn dýrt að reka völl, hvort sem er fyrir 30 eða 300 manns.“Væri hægt að reka þessa íþrótt án opinberra styrkja? „Já, já, það held ég alveg örugglega,“ segir Haukur og bætir því við að margir klúbbar fái enga styrki frá ríki eða sveitarfélögum, sem sé jákvætt. „Klúbbar eiga að vera hreyknir af því að geta rekið sig á eigin fjármagni. Því fjármagni sem klúbbfélagarnir sjálfir eru að leggja til íþróttarinnar. Það fer vaxandi,“ segir Haukur. Hann segir að stuðningurinn frá sveitarfélögum sé fyrst og fremst fólginn í afnotum af landsvæði. Annaðhvort þannig að klúbbur fær endurgjaldslaus afnot af landsvæði eða leigir það af sveitarfélagi á hagstæðum kjörum. „Og svo eru það styrkir til barna- og unglingastarfs.“Þroskuð íþrótt á Íslandi Haukur segir að golfíþróttin sé mjög þroskuð á Íslandi, enda séu liðin um það bil 74 ár frá því að Golfsambandið var stofnað. „Við erum með yfir sjötíu ára sögu og eigum heimsmet í fjölda þátttakenda og heimsmet í fjölda golfhola á hvern íbúa.“ Golfið hafi þó byrjað að taka algjört risastökk fyrir svona fimmtán árum. Fullorðnum þátttakendum fjölgaði mikið og svo varð sprenging í barna og unglingastarfi sem hófst fyrir um tíu árum. „Það var ekki tilviljun, heldur verkefni sem var ákveðið að fara í.“ Golfsambandið og klúbbarnir réðust í mikið verkefni í samstarfi við grunnskóla á Íslandi sem hét Skólagolf. Íþróttin var kennd í leikfimitímum grunnskóla. Hver einasti grunnskóli á Íslandi keypti sér golfkennslusett.“ Haukur segir að mikið hafi breyst á þeim tíma og nú séu reknar tvær mótaraðir fyrir börn og unglinga.Aðalatvinnugreinin á Íslandi er ferðamennska. Hvaða þýðingu hefur golf fyrir ferðamennskuna? Haukur bendir á að talað sé um tuttugu til þrjátíu prósent fjölgun ferðamanna á ári. Aukning á hlutfalli erlendra kylfinga hljóti að vera í samræmi við það. „Það var tekið nokkuð föstum tökum árið 2008 að fara í markvissa vinnu við að auka komu erlendra ferðamanna á Íslandi í tengslum við golf,“ segir Haukur. Stofnuð voru samtökin Golf Iceland með það að markmiði að kynna Ísland sem áfangastað fyrir kylfinga og hafa samtökin kynnt Ísland á ferðasýningum erlendis og segir Haukur það hafa borið árangur. Haukur segir að undanfarin þrjú ár hafi verið um það bil 50 prósent fjölgun á spiluðum golfhringjum milli ára hjá erlendum kylfingum. Það er meira en fjölgun ferðamanna. „Þetta skiptir íslenska golfklúbba verulegu máli. Þessir ferðamenn eru ekki einungis að greiða vallargjald heldur kaupa þeir veitingar af klúbbnum, kaupa sér fatnað og útbúnað og eru að versla almennt meira við golfklúbbinn en Íslendingar myndu gera. Þeir leigja golfsett og svo framvegis,“ segir Haukur. Hann bendir á kannanir á vegum Ferðamálastofu sem sýni að 3.000 ferðamenn leika golf á Íslandi á ári. Það segi þó ekki alla söguna því flestir af þessum 3.000 leika fleiri en einn golfhring á Íslandi. Líklegt sé að þeir leiki upp undir fimm hringi. „Samkvæmt þessum könnunum má slá því föstu að það séu leiknir 8.000 golfhringir á ári af erlendum ferðamönnum,“ segir Haukur. Haukur segir íslenska golfvelli standast fyllilega samanburð við þá útlensku. „Við eigum frábæra golfvelli og eigum heimsmet í fjölda golfvalla miðað við íbúa. Þeir eru um 65 talsins og þó að þeir séu ekki allir átján holu golfvellir þá standast fremstu golfvellir á Íslandi fyllilega samanburð við bestu golfvelli annars staðar í heiminum,“ segir Haukur. Máli sínu til stuðnings bendir hann á að Hvaleyrarvöllur hafi ratað inn á lista yfir 100 bestu golfvelli í Evrópu. „Sem er mikil viðurkenning og sýnir það að íslenskir golfvellir eru á heimsmælikvarða.“ Hann segir golfvellina hafa tekið miklum breytingum síðustu 10 árin. Miklum peningum sé varið í rannsóknir á golfvöllum og það skili sér í betri völlum. Golfvallarstarfsmenn séu betur menntaðir og það skili sér í því að vellirnir séu opnir lengur. „Núna er hægt að byrja að spila golf um miðjan apríl og allt fram í nóvember. Golfvellirnir voru að loka í byrjun nóvember á þessu ári. Tímabilið hefur lengst alveg gríðarlega, sem er þessari þekkingu að þakka.“Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur tryggt sér þáttökurétt á Evrópumótaröðinni í golfi.Vísir/DaníelFimm atvinnumenn á Íslandi Haukur segir að fimm Íslendingar séu atvinnumenn í íþróttinni í þeim skilningi að þeir séu með markvissum hætti að reyna fyrir sér í atvinnukeppni. Þess utan sé fjöldi kylfinga sem hafi atvinnu af golfi. Til dæmis golfkennarar. Hann telur víst að atvinnukylfingum muni fjölga umtalsvert á næstu árum. „Við höfum aldrei átt eins marga kylfinga við nám í bandarískum háskólum og í dag. Og núna rétt fyrir jól eignuðumst við í þriðja sinn kylfing sem hefur unnið sér þátttökurétt á Evrópumótaröðinni í golfi, sem er næststerkasta mótaröðin í golfi. Hún Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.“ Að vera kominn í Evrópumótaröðina sé þó ekki það sama og að sigla lygnan sjó. Það kosti tíma og peninga að taka þátt, enda fer mótaröðin fram víða um heim. Haukur segir að líf atvinnukylfinga sé því enginn dans á rósum, nema þeirra sem eru komnir á allra hæsta stig. Þeir allra bestu hafi það ansi gott. En til að byrja með þurfi atvinnukylfingar að reyna að fjármagna sig með samstarfsaðilum og þurfi að greiða inngöngufé inn á mótin. „Það eru miklir peningar í þessari íþrótt, sem skýrist meðal annars af því að almennir þátttakendur í golfi eru fólk sem komið er yfir fertugt,“ segir Haukur. Það fólk sé virkir neytendur og markhópur flestra fyrirtækja. Þetta geri það að verkum að golfíþróttin sé mjög stór fjárhagslega í heiminum. Haukur segir að Golfsambandið hafi ásamt Eimskip, Íslandsbanka, Valitor og Icelandair stofnað afrekssjóð sem heitir Forskot. „Við leggjum alltaf pening á hverju ári í þennan sjóð sem síðan sér um að útdeila fjármagni til þeirra kylfinga sem sjóðurinn hefur mesta trú á og vill styrkja þá og auðvelda þeim að komast þessa leið,“ segir Haukur. Á þeim tíma sem sjóðurinn hefur verið starfræktur er búið að útdeila um 60 milljónum til þessara kylfinga. Haukur segir það hafa gert þeim kleift að taka þátt í þeim mótum sem þeir vilja taka þátt í og láta drauma sína rætast. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Golfíþróttin er næst fjölmennasta íþróttin á Íslandi á eftir knattspyrnu. Skráðir félagsmenn í golfklúbbum eru tæplega 17 þúsund. Haukur Örn Birgisson, forseti Golfsambands Íslands, segir að gerðar séu kannanir á hverju ári til þess að mæla þátttöku í golfi. Þær hafi sýnt undanfarin ár að annar eins fjöldi, sem ekki er skráður í klúbba, spilar golf á Íslandi. Heildarfjöldi kylfinga, fólks sem leikur golf fimm sinnum eða oftar á ári, hleypur því á bilinu 30-35 þúsund og segir Haukur að þessi tala hafi farið hækkandi undanfarin ár. „Ef við förum tíu til fimmtán ár aftur í tímann þá voru skráðir kylfingar á Íslandi um átta þúsund. Þannig að þeir hafa tvöfaldast á þessum fimmtán árum,“ segir Haukur Örn. Á sama tíma hafi kylfingum fækkað í Bandaríkjunum og Evrópu. Á síðustu tveimur til þremur árum hafi fjöldinn hér heima þó staðið í stað, þótt lítils háttar fjölgun hafi verið á síðasta ári.Haukur Örn Birgisson þykir sjálfur liðtækur kylfingur.Tækifæri til sóknarHaukur segir sóknarfærin enn vera til staðar. „Við getum enn þá fengið fleiri kylfinga, sérstaklega hjá börnum og unglingum og fólki á aldrinum 20-35 ára,“ segir Haukur. Kylfingar í dag séu upp til hópa fólk sem hefur lokið námi, er búið að koma sér fyrir á vinnumarkaðnum og kaupa fasteign. Fólk á aldrinum 20-35 ára hafi hingað til ekki gefið sér tíma til að sinna golfinu. „Það er brottfall þarna í golfinu eins og öðrum íþróttagreinum. Og þarna held ég að sé sóknartækifæri.“ Haukur segir líka sóknartækifæri með fjölgun í röðum kvenkylfinga. „Íslenskum kvenkylfingum hefur fjölgað úr tíu prósentum í þrjátíu prósent. En eðlilega þá ætti þetta bara að vera jafnt kynjahlutfall í þessari íþrótt. Þannig að ég held að það séu mikil sóknartækifæri á meðal kvenna.“Haukur segir að ákveðnar kenningar séu um það hvers vegna kylfingum erlendis fari fækkandi. Ein ástæðan sé sú að samkeppni um tíma fólks sé að aukast. „Að leika golf getur tekið dálítið langan tíma. Ef fólk vill leika átján holu golfhring, getur það tekið fimm eða sex klukkutíma ef ferðir til og frá golfvelli eru teknar með. Auðvitað er hægt að stytta það og leika bara níu holur þannig að það taki minni tíma. En þetta er ein af ástæðunum.“ Önnur ástæðan sé mistök við hönnun nýrra golfvalla. Þeir hafi verið hannaðir með keppni þeirra bestu í huga þannig að þeir séu orðnir of erfiðir. „En það eru ekki vellirnir sem almenningur vill leika golf á. Það á að vera markmiðið að það sé gaman að leika golf.Eimskip er eitt þeirra fyrirtækja sem styrkt hefur afrekssjóð Golfsambandsins. Haukur segir að sjóðurinn hafi gert íslenskum afrekskylfingum kleift að láta drauma sína rætast.mynd/gsímyndirHaukur segir að hér á Íslandi sé hópur kylfinga mun breiðari en erlendis, til dæmis í Evrópu. „Það spila allir golf, allir aldurshópar, þjóðfélagshópar, tekjuhópar, karlar og konur, ömmur og afar, börn og unglingar. Það er ekki þannig í öðrum Evrópulöndum. Lengi vel var golfíþróttin stéttaskipt og er það enn þá víða í Evrópu. Þar er það efnaðra fólk, efri millistéttin sem leikur golf eingöngu og þeir sem eru í lægri tekjuþrepum hafa ekki möguleika til þess að spila golf. Það er dýrt,“ segir Haukur. Allt þetta sé auðveldara hér á Íslandi. Hér sé tiltölulega auðvelt að leika golf, auðvelt að koma sér af stað, þátttökugjald í golfklúbbum sé ekki hátt og útbúnaður og vallargjöld ekki dýr. „Það er aðalástæða þess að þetta er íþrótt sem allir spila, óháð hvar þeir standa í þjóðfélaginu. Þetta er íþrótt sem er einstök fyrir það að börn geta leikið golf við ömmur sínar og afa á sama golfvelli og við sömu reglur. Bara út af þessu forgjafakerfi sem aðrar íþróttir hafa ekki. Það er einkum það sem gerir þessa íþrótt einstaka, sérstaklega sem fjölskylduíþrótt,“ segir Haukur.Borgar 90 þúsund í árgjald Haukur segir að það sé hægt að komast af með frekar lítinn kostnað við golfiðkun hérlendis. Til að byrja með þurfi 50 til 100 þúsund krónur. Fyrir það væri hægt að kaupa nokkrar golfkylfur, golfpoka, golfskó og einhvern útbúnað. Svo megi kaupa staka golfhringi eða kaupa sér aðild að minni golfvöllum, æfingavöllum eða par 3 völlum á lágu verði. „Árgjald í klúbb á höfuðborgarsvæðinu er svona í kringum 90 þúsund krónur fyrir fulla aðild, fyrir fullorðinn kylfing. Börn og unglingar fá afslátt og þeir sem eru komnir yfir ákveðinn aldur. En árgjald í klúbb utan höfuðborgarsvæðisins er svona 30-70 þúsund krónur eftir því hvort það er níu eða átján holu völlur.“Hvernig eru Golfsambandið og klúbbarnir fjármögnuð? Fjármögnun Golfsambandsins er aðallega þrenns konar. Félagagjöld, sem eru 4.400 krónur á mann og hver félagi greiðir í gegnum árgjöld sín til klúbbsins, fjármagn frá samstarfsaðilum, þar sem Eimskip er stærst, og síðan styrkir frá Íþróttasambandi Íslands og R&A í Skotlandi sem styrkir ákveðin verkefni, sérstaklega fyrir börn og unglinga eða í nýsköpun. Tekjur frá félagsmönnum og samstarfsaðilum eru þó um 90% af heildartekjum sambandsins. Stærstur hluti af fjármögnun golfklúbbanna er með félagsgjöldum og tekjum frá samstarfsaðilum. Í einhverjum tilvikum fá golfklúbbar svo styrki frá sveitarfélögum.Hægt er að spila á golfvöllum stærri hluta ársins en áður vegna þess að betur er hugsað um vellina.Mynd/Birgir Vestmar BjörnssonMögulegt án opinberra styrkja Golfsambandið veltir um 160 milljónum á ári en stærsti klúbburinn, Golfklúbbur Reykjavíkur, veltir tæplega 400 milljónum á ári. Minnstu klúbbarnir velta um þremur milljónum á ári. Samtals velta golfklúbbarnir á Íslandi rúmum tveimur milljörðum. „Þetta er allur skalinn og fer eftir því hve margir félagsmenn eru. Þú ert með golfklúbb sem hefur bara 40 félagsmenn og þeir eru kannski bara að greiða 30-40 þúsund kall á ári.“ Eðli málsins samkvæmt séu tekjur þá ekki miklar. Kostnaðurinn sé hins vegar mikill óháð fjölda félagsmanna. Það er nánast jafn dýrt að reka völl, hvort sem er fyrir 30 eða 300 manns.“Væri hægt að reka þessa íþrótt án opinberra styrkja? „Já, já, það held ég alveg örugglega,“ segir Haukur og bætir því við að margir klúbbar fái enga styrki frá ríki eða sveitarfélögum, sem sé jákvætt. „Klúbbar eiga að vera hreyknir af því að geta rekið sig á eigin fjármagni. Því fjármagni sem klúbbfélagarnir sjálfir eru að leggja til íþróttarinnar. Það fer vaxandi,“ segir Haukur. Hann segir að stuðningurinn frá sveitarfélögum sé fyrst og fremst fólginn í afnotum af landsvæði. Annaðhvort þannig að klúbbur fær endurgjaldslaus afnot af landsvæði eða leigir það af sveitarfélagi á hagstæðum kjörum. „Og svo eru það styrkir til barna- og unglingastarfs.“Þroskuð íþrótt á Íslandi Haukur segir að golfíþróttin sé mjög þroskuð á Íslandi, enda séu liðin um það bil 74 ár frá því að Golfsambandið var stofnað. „Við erum með yfir sjötíu ára sögu og eigum heimsmet í fjölda þátttakenda og heimsmet í fjölda golfhola á hvern íbúa.“ Golfið hafi þó byrjað að taka algjört risastökk fyrir svona fimmtán árum. Fullorðnum þátttakendum fjölgaði mikið og svo varð sprenging í barna og unglingastarfi sem hófst fyrir um tíu árum. „Það var ekki tilviljun, heldur verkefni sem var ákveðið að fara í.“ Golfsambandið og klúbbarnir réðust í mikið verkefni í samstarfi við grunnskóla á Íslandi sem hét Skólagolf. Íþróttin var kennd í leikfimitímum grunnskóla. Hver einasti grunnskóli á Íslandi keypti sér golfkennslusett.“ Haukur segir að mikið hafi breyst á þeim tíma og nú séu reknar tvær mótaraðir fyrir börn og unglinga.Aðalatvinnugreinin á Íslandi er ferðamennska. Hvaða þýðingu hefur golf fyrir ferðamennskuna? Haukur bendir á að talað sé um tuttugu til þrjátíu prósent fjölgun ferðamanna á ári. Aukning á hlutfalli erlendra kylfinga hljóti að vera í samræmi við það. „Það var tekið nokkuð föstum tökum árið 2008 að fara í markvissa vinnu við að auka komu erlendra ferðamanna á Íslandi í tengslum við golf,“ segir Haukur. Stofnuð voru samtökin Golf Iceland með það að markmiði að kynna Ísland sem áfangastað fyrir kylfinga og hafa samtökin kynnt Ísland á ferðasýningum erlendis og segir Haukur það hafa borið árangur. Haukur segir að undanfarin þrjú ár hafi verið um það bil 50 prósent fjölgun á spiluðum golfhringjum milli ára hjá erlendum kylfingum. Það er meira en fjölgun ferðamanna. „Þetta skiptir íslenska golfklúbba verulegu máli. Þessir ferðamenn eru ekki einungis að greiða vallargjald heldur kaupa þeir veitingar af klúbbnum, kaupa sér fatnað og útbúnað og eru að versla almennt meira við golfklúbbinn en Íslendingar myndu gera. Þeir leigja golfsett og svo framvegis,“ segir Haukur. Hann bendir á kannanir á vegum Ferðamálastofu sem sýni að 3.000 ferðamenn leika golf á Íslandi á ári. Það segi þó ekki alla söguna því flestir af þessum 3.000 leika fleiri en einn golfhring á Íslandi. Líklegt sé að þeir leiki upp undir fimm hringi. „Samkvæmt þessum könnunum má slá því föstu að það séu leiknir 8.000 golfhringir á ári af erlendum ferðamönnum,“ segir Haukur. Haukur segir íslenska golfvelli standast fyllilega samanburð við þá útlensku. „Við eigum frábæra golfvelli og eigum heimsmet í fjölda golfvalla miðað við íbúa. Þeir eru um 65 talsins og þó að þeir séu ekki allir átján holu golfvellir þá standast fremstu golfvellir á Íslandi fyllilega samanburð við bestu golfvelli annars staðar í heiminum,“ segir Haukur. Máli sínu til stuðnings bendir hann á að Hvaleyrarvöllur hafi ratað inn á lista yfir 100 bestu golfvelli í Evrópu. „Sem er mikil viðurkenning og sýnir það að íslenskir golfvellir eru á heimsmælikvarða.“ Hann segir golfvellina hafa tekið miklum breytingum síðustu 10 árin. Miklum peningum sé varið í rannsóknir á golfvöllum og það skili sér í betri völlum. Golfvallarstarfsmenn séu betur menntaðir og það skili sér í því að vellirnir séu opnir lengur. „Núna er hægt að byrja að spila golf um miðjan apríl og allt fram í nóvember. Golfvellirnir voru að loka í byrjun nóvember á þessu ári. Tímabilið hefur lengst alveg gríðarlega, sem er þessari þekkingu að þakka.“Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur tryggt sér þáttökurétt á Evrópumótaröðinni í golfi.Vísir/DaníelFimm atvinnumenn á Íslandi Haukur segir að fimm Íslendingar séu atvinnumenn í íþróttinni í þeim skilningi að þeir séu með markvissum hætti að reyna fyrir sér í atvinnukeppni. Þess utan sé fjöldi kylfinga sem hafi atvinnu af golfi. Til dæmis golfkennarar. Hann telur víst að atvinnukylfingum muni fjölga umtalsvert á næstu árum. „Við höfum aldrei átt eins marga kylfinga við nám í bandarískum háskólum og í dag. Og núna rétt fyrir jól eignuðumst við í þriðja sinn kylfing sem hefur unnið sér þátttökurétt á Evrópumótaröðinni í golfi, sem er næststerkasta mótaröðin í golfi. Hún Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.“ Að vera kominn í Evrópumótaröðina sé þó ekki það sama og að sigla lygnan sjó. Það kosti tíma og peninga að taka þátt, enda fer mótaröðin fram víða um heim. Haukur segir að líf atvinnukylfinga sé því enginn dans á rósum, nema þeirra sem eru komnir á allra hæsta stig. Þeir allra bestu hafi það ansi gott. En til að byrja með þurfi atvinnukylfingar að reyna að fjármagna sig með samstarfsaðilum og þurfi að greiða inngöngufé inn á mótin. „Það eru miklir peningar í þessari íþrótt, sem skýrist meðal annars af því að almennir þátttakendur í golfi eru fólk sem komið er yfir fertugt,“ segir Haukur. Það fólk sé virkir neytendur og markhópur flestra fyrirtækja. Þetta geri það að verkum að golfíþróttin sé mjög stór fjárhagslega í heiminum. Haukur segir að Golfsambandið hafi ásamt Eimskip, Íslandsbanka, Valitor og Icelandair stofnað afrekssjóð sem heitir Forskot. „Við leggjum alltaf pening á hverju ári í þennan sjóð sem síðan sér um að útdeila fjármagni til þeirra kylfinga sem sjóðurinn hefur mesta trú á og vill styrkja þá og auðvelda þeim að komast þessa leið,“ segir Haukur. Á þeim tíma sem sjóðurinn hefur verið starfræktur er búið að útdeila um 60 milljónum til þessara kylfinga. Haukur segir það hafa gert þeim kleift að taka þátt í þeim mótum sem þeir vilja taka þátt í og láta drauma sína rætast.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira