Fótbolti

Strákarnir standa í stað á heimslistanum

Tómas þór Þórðarson skrifar
Jón Daði Böðvarsson og strákarnir í landsliðinu standa í stað.
Jón Daði Böðvarsson og strákarnir í landsliðinu standa í stað. vísir/vilhelm
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er áfram í 36. sæti heimslsita FIFA sem var gefin út í morgun í fyrsta sinn á árinu.

Litlar breytingar eru á listanum þar sem sárafáir landsleikir hafa verið spilaðir síðan hann var gefinn út síðast.

Svíar eru efstir Norðurlandaþjóðanna í 34. sæti en Danir eru í þriðja sæti á eftir Íslandi í 42. sæti og Finnar í 44. sæti. Ísland mætir einmitt Finnlandi í vináttuleik síðar í janúar. Noregur er svo í 54. sæti.

Belgar eru áfram í efsta sæti listans, Argentínumenn í öðru og Spánverjar í því þriðja.

Af liðunum sem eru með Íslandi í riðli á EM 2016 er Portúgal í 7. sæti, Austurríki í 10. sæti og Ungverjaland í 20. sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×