Hver verður skilinn eftir heima? Henry Birgir Gunnarsson skrifar 9. janúar 2016 07:00 Kári Kristjánsson. Vísir/Anton Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari tók 18 leikmenn með sér til Þýskalands. Aðeins 17 munu síðan fara með á EM í Póllandi og 16 þeirra verða í hópnum. Á fimmtudag skar Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari leikmannahóp sinn niður í átján leikmenn. Lokahnykkurinn á undirbúningi strákanna okkar fer fram í Þýskalandi um helgina þar sem liðið spilar tvo æfingaleiki við Þjóðverja sem eru undir stjórn Dags Sigurðssonar. Eftir þá leiki mun Aron skera hópinn niður um einn leikmann og halda af stað til Póllands með sautján leikmenn. Einn þeirra mun þurfa að hefja keppnina upp í stúku þar sem aðeins sextán leikmenn mega vera í hópnum.Fjórtán leikmenn með öruggt sæti Það er mitt mat að fjórtán leikmenn séu komnir með öruggt sæti í EM-hópnum. Tandri Már Konráðsson spilaði mikið gegn Portúgal og hefur verið að fá tækifæri í síðustu verkefnum. Því teljum við það ljóst vera að Aron ætlar sér að nota hann. Ég er einnig á því að Arnór Þór Gunnarsson muni fara til Póllands enda ómögulegt annað en að vera með hreinræktaðan hornamann hægra megin. Ásgeir Örn mun spila mikið fyrir utan þar sem Alexander er ekki heill heilsu.Heilsa Bjarka Más Heilsa Bjarka Más Gunnarssonar ræður miklu um hvernig lokahópurinn verður. Hann er ekki alveg heill heilsu og hefur lítið spilað. Ef hann verður ekki klár í slaginn þá verður hann maðurinn sem dettur út og Guðmundur Hólmar Helgason færi þá með. Komi Bjarki aftur á móti vel út úr helginni þá spái ég því að Guðmundur Hólmar verði sendur heim. Aron gæti vissulega farið þá leið að taka þá báða með og ef svo verður yrði það á kostnað Ólafs.Kári eða Ólafur upp í stúku Fari aðeins annað hvort Bjarki Már eða Guðmundur Hólmar þá standa eftir Kári Kristján Kristjánsson og Ólafur Andrés Guðmundsson. Annar þeirra þyrfti að byrja í stúkunni. Mín spá er sú að Kári Kristján verði tekinn í hópinn ef sú staða kemur upp. Ég byggi það mat á því að aðallínumaður liðsins, Róbert Gunnarsson, hefur varla spilað handbolta í vetur og svo mun mikið mæða á Vigni Svavarssyni í vörninni. Því sé meiri þörf á þriðja línumanninum en annarri skyttu í upphafi móts. EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Sjá meira
Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari tók 18 leikmenn með sér til Þýskalands. Aðeins 17 munu síðan fara með á EM í Póllandi og 16 þeirra verða í hópnum. Á fimmtudag skar Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari leikmannahóp sinn niður í átján leikmenn. Lokahnykkurinn á undirbúningi strákanna okkar fer fram í Þýskalandi um helgina þar sem liðið spilar tvo æfingaleiki við Þjóðverja sem eru undir stjórn Dags Sigurðssonar. Eftir þá leiki mun Aron skera hópinn niður um einn leikmann og halda af stað til Póllands með sautján leikmenn. Einn þeirra mun þurfa að hefja keppnina upp í stúku þar sem aðeins sextán leikmenn mega vera í hópnum.Fjórtán leikmenn með öruggt sæti Það er mitt mat að fjórtán leikmenn séu komnir með öruggt sæti í EM-hópnum. Tandri Már Konráðsson spilaði mikið gegn Portúgal og hefur verið að fá tækifæri í síðustu verkefnum. Því teljum við það ljóst vera að Aron ætlar sér að nota hann. Ég er einnig á því að Arnór Þór Gunnarsson muni fara til Póllands enda ómögulegt annað en að vera með hreinræktaðan hornamann hægra megin. Ásgeir Örn mun spila mikið fyrir utan þar sem Alexander er ekki heill heilsu.Heilsa Bjarka Más Heilsa Bjarka Más Gunnarssonar ræður miklu um hvernig lokahópurinn verður. Hann er ekki alveg heill heilsu og hefur lítið spilað. Ef hann verður ekki klár í slaginn þá verður hann maðurinn sem dettur út og Guðmundur Hólmar Helgason færi þá með. Komi Bjarki aftur á móti vel út úr helginni þá spái ég því að Guðmundur Hólmar verði sendur heim. Aron gæti vissulega farið þá leið að taka þá báða með og ef svo verður yrði það á kostnað Ólafs.Kári eða Ólafur upp í stúku Fari aðeins annað hvort Bjarki Már eða Guðmundur Hólmar þá standa eftir Kári Kristján Kristjánsson og Ólafur Andrés Guðmundsson. Annar þeirra þyrfti að byrja í stúkunni. Mín spá er sú að Kári Kristján verði tekinn í hópinn ef sú staða kemur upp. Ég byggi það mat á því að aðallínumaður liðsins, Róbert Gunnarsson, hefur varla spilað handbolta í vetur og svo mun mikið mæða á Vigni Svavarssyni í vörninni. Því sé meiri þörf á þriðja línumanninum en annarri skyttu í upphafi móts.
EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Sjá meira