Aron: Sást að við erum á réttri leið með þetta lið Kristinn Páll Teitsson skrifar 9. janúar 2016 16:58 Aron veltir hér hlutunum fyrir sér á hliðarlínunni í dag. Vísir/getty „Þetta var kaflaskiptur leikur en það voru framfarir á leik liðsins. Það sást að við erum á réttri leið með þetta lið,“ sagði Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska landsliðsins, er blaðamaður sló á þráðinn til hans eftir leikinn í dag. „Þetta var mikilvægur leikur í undirbúningnum fyrir EM. Það voru framfarir í leiknum í dag en þetta var leikur sem við vildum vinna.“Sjá einnig:Umfjöllun: Þýskaland - Ísland 26-25 | Svekkjandi tap eftir sveiflukennda frammistöðu Ísland lendi undir snemma leiks og var að eltast við forystu þýska liðsins lengst af í leiknum. „Við misstum þá 3-4 mörkum yfir en það er gríðarlega sterkt gegn Þýskalandi á útivelli í troðfullri höll að komast aftur inn í leikinn og eiga möguleikann að vinna leikinn. Það eru smáatriði sem gera það að verkum að við töpum leiknum í stað þess að vinna eða gera jafntefli.“ Aron var ekki ánægður með dómgæsluna undir lok leiksins en dómaratvíeykið tók furðulegar ákvarðanir á lokamínútum leiksins. „Tvær mínúturnar sem við fáum á okkur undir lokin voru dýrar og þær gerðu eiginlega út um leikinn fyrir okkur. Í sókninni áður en Guðmundur er rekinn útaf eru tvö brot sem eru jafn slæm ef ekki verri sem ekki var flautað á,“ sagði Aron sem sagði að íslenska liðið þyrfti þó að vera skynsamara á lokasprettinum. „Öll þessi litlu atriði skipta máli, Vignir fær klaufalegar tvær mínútur og við þurfum að hafa þetta á hreinu þegar flautað verður til leiks í Póllandi. Þá þarf einbeitingin að vera á því að gera ekki þessi klaufamistök.“Ásgeir Örn reynir hér að brjóta sér leið í gegnum þýsku vörnina.Vísir/gettyAron var ánægður með viðbrögð liðsins í seinni hálfleik en íslenska liðið komst yfir skömmu fyrir leikslok eftir að hafa verið fjórum mörkum undir um miðbik hálfleiksins. „Viðbrögð strákanna voru frábær, við náðum upp sterkri vörn og við vorum beittir sóknarlega. Við erum að vinna í áherslubreytingum og það virkaði vel í dag,“ sagði Aron sem minnti á að varnarleikurinn hefði ekki verið nægilega góður þegar hann var spurður út í markvörsluna í leiknum. „Þetta er alltaf samspil, varnarleikurinn og markvarslan. Við vorum að gefa þeim góð færi í fyrri hálfleik en Bjöggi kom sterkur inn í lokin.“ Aron var að vonum sáttur með spilamennsku Alexanders Peterssonar en hann hrósaði einnig Bjarka Má Gunnarssyni. „Það er mikilvægt að Lexi finni taktinn með liðinu aftur og hann gerði það í dag. Við þurfum að finna þetta jafnvægi að nota hann rétt,“ sagði Aron og bætti við: „Bjarki Már tók skref fram á við í dag. Hann spilaði bara 20 mínútur gegn Portúgal en hann lék allan fyrri hálfleikinn í dag. Hann er í lagi í bakinu eftir það sem er jákvætt og það er frábært að hann hafi tekið svona stórt skref fram á við.“ Aron átti von á að því að gera töluvert af breytingum fyrir morgundaginn. „Við spilum auðvitað til sigurs á morgun en það er ljóst að einhverjir leikmenn sem spiluðu lítið í dag munu spila mikið á morgun. Við þurfum að spila liðið saman fyrir EM og við erum að reyna að finna réttu blönduna.“ EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Þýskaland - Ísland 26-25 | Svekkjandi tap eftir sveiflukennda frammistöðu Þýskaland vann nauman 26-25 sigur á Íslandi í æfingarleik í handbolta í dag en eftir kaflaskipta spilamennsku var íslenska liðið nálægt því að stela sigrinum undir lok leiksins. 9. janúar 2016 15:45 Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Körfubolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Sjá meira
„Þetta var kaflaskiptur leikur en það voru framfarir á leik liðsins. Það sást að við erum á réttri leið með þetta lið,“ sagði Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska landsliðsins, er blaðamaður sló á þráðinn til hans eftir leikinn í dag. „Þetta var mikilvægur leikur í undirbúningnum fyrir EM. Það voru framfarir í leiknum í dag en þetta var leikur sem við vildum vinna.“Sjá einnig:Umfjöllun: Þýskaland - Ísland 26-25 | Svekkjandi tap eftir sveiflukennda frammistöðu Ísland lendi undir snemma leiks og var að eltast við forystu þýska liðsins lengst af í leiknum. „Við misstum þá 3-4 mörkum yfir en það er gríðarlega sterkt gegn Þýskalandi á útivelli í troðfullri höll að komast aftur inn í leikinn og eiga möguleikann að vinna leikinn. Það eru smáatriði sem gera það að verkum að við töpum leiknum í stað þess að vinna eða gera jafntefli.“ Aron var ekki ánægður með dómgæsluna undir lok leiksins en dómaratvíeykið tók furðulegar ákvarðanir á lokamínútum leiksins. „Tvær mínúturnar sem við fáum á okkur undir lokin voru dýrar og þær gerðu eiginlega út um leikinn fyrir okkur. Í sókninni áður en Guðmundur er rekinn útaf eru tvö brot sem eru jafn slæm ef ekki verri sem ekki var flautað á,“ sagði Aron sem sagði að íslenska liðið þyrfti þó að vera skynsamara á lokasprettinum. „Öll þessi litlu atriði skipta máli, Vignir fær klaufalegar tvær mínútur og við þurfum að hafa þetta á hreinu þegar flautað verður til leiks í Póllandi. Þá þarf einbeitingin að vera á því að gera ekki þessi klaufamistök.“Ásgeir Örn reynir hér að brjóta sér leið í gegnum þýsku vörnina.Vísir/gettyAron var ánægður með viðbrögð liðsins í seinni hálfleik en íslenska liðið komst yfir skömmu fyrir leikslok eftir að hafa verið fjórum mörkum undir um miðbik hálfleiksins. „Viðbrögð strákanna voru frábær, við náðum upp sterkri vörn og við vorum beittir sóknarlega. Við erum að vinna í áherslubreytingum og það virkaði vel í dag,“ sagði Aron sem minnti á að varnarleikurinn hefði ekki verið nægilega góður þegar hann var spurður út í markvörsluna í leiknum. „Þetta er alltaf samspil, varnarleikurinn og markvarslan. Við vorum að gefa þeim góð færi í fyrri hálfleik en Bjöggi kom sterkur inn í lokin.“ Aron var að vonum sáttur með spilamennsku Alexanders Peterssonar en hann hrósaði einnig Bjarka Má Gunnarssyni. „Það er mikilvægt að Lexi finni taktinn með liðinu aftur og hann gerði það í dag. Við þurfum að finna þetta jafnvægi að nota hann rétt,“ sagði Aron og bætti við: „Bjarki Már tók skref fram á við í dag. Hann spilaði bara 20 mínútur gegn Portúgal en hann lék allan fyrri hálfleikinn í dag. Hann er í lagi í bakinu eftir það sem er jákvætt og það er frábært að hann hafi tekið svona stórt skref fram á við.“ Aron átti von á að því að gera töluvert af breytingum fyrir morgundaginn. „Við spilum auðvitað til sigurs á morgun en það er ljóst að einhverjir leikmenn sem spiluðu lítið í dag munu spila mikið á morgun. Við þurfum að spila liðið saman fyrir EM og við erum að reyna að finna réttu blönduna.“
EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Þýskaland - Ísland 26-25 | Svekkjandi tap eftir sveiflukennda frammistöðu Þýskaland vann nauman 26-25 sigur á Íslandi í æfingarleik í handbolta í dag en eftir kaflaskipta spilamennsku var íslenska liðið nálægt því að stela sigrinum undir lok leiksins. 9. janúar 2016 15:45 Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Körfubolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Sjá meira
Umfjöllun: Þýskaland - Ísland 26-25 | Svekkjandi tap eftir sveiflukennda frammistöðu Þýskaland vann nauman 26-25 sigur á Íslandi í æfingarleik í handbolta í dag en eftir kaflaskipta spilamennsku var íslenska liðið nálægt því að stela sigrinum undir lok leiksins. 9. janúar 2016 15:45