Menning

Fékk lykla að Lista-safni Reykjavíkur

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Þau voru kammpakát Hafþór og Ólöf þegar lyklarnir skiptu um hendur.
Þau voru kammpakát Hafþór og Ólöf þegar lyklarnir skiptu um hendur.
Nýr safnstjóri tók við lyklunum að safngeymslum Listasafns Reykjavíkur í gær. Ólöf K. Sigurðardóttir tók þá formlega við sem safnstjóri þess víðfeðma safns af Hafþóri Yngvasyni sem gegnt hefur stöðunni síðustu tíu ár.



Ólöf hefur verið forstöðumaður Hafnarborgar, menningar- og listamiðstöðvar Hafnarfjarðar frá árinu 2008. Þar var hún listrænn stjórnandi og bar ábyrgð á sýningadagskrá og annarri faglegri starfsemi, ásamt fjármálum, rekstri og stjórnsýslu



Ólöf er samt ekki ókunnug Listasafni Reykjavíkur því hún var um árabil deildarstjóri fræðsludeildar þess og sat í sýningarnefnd auk þess að vera sýningarstjóri á annan tug sýninga



Listasafn Reykjavíkur er á þremur stöðum í borginni, Hafnarhúsi við Tryggvagötu, Kjarvalsstöðum á Klambratúni og Ásmundarsafni við Sigtún.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.