FH-ingar búnir að falla á stóru prófunum undanfarna tvo mánuði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. ágúst 2015 07:00 Vísir/Andri Marinó FH og Heimir Guðjónsson fá annað tækifæri á móti gamla læriföðurnum í kvöld þegar Ólafur Jóhannesson og hans menn í Val koma í heimsókn í Kaplakrikann. Þarna mætast liðin í 1. og 3. sæti Pepsi-deildarinnar – lið sem gætu haft sætaskipti vinni Valsmenn stóran sigur í leik kvöldsins. Valsmenn unnu sannfærandi 2-0 sigur í fyrri leik liðanna á Hlíðarenda, sem var fyrsta af mörgum stórum prófum sem FH-ingar hafa lent í vandræðum með í deild og bikar í sumar. FH-ingar hafa síðan spilað fjóra stórleiki í röð án þess að ná að fagna sigri og hafa þar af tapað tvisvar fyrir KR-ingum, í bæði deild og bikar. Það má sjá yfirlit yfir leikina hér fyrir neðan. Í báðum jafnteflisleikjum FH-liðsins, á móti Íslandsmeisturum Stjörnunnar og spútnikliði Breiðabliks lentu FH-ingar undir en náðu að tryggja sér jafntefli í seinni hálfleik. Jöfnunarmarkið gegn Blikum kom í uppbótartíma. Valsmenn hjálpa bæði sjálfum sér og KR-ingum með sigri í kvöld en sigur kæmi Hlíðarendaliðinu upp að hlið FH á sama tíma og KR-ingar gætu náð þriggja stiga forskoti með sigri á Fjölni í Grafarvogi. FH-ingar þurfa hins vegar að fara að sýna að þeir geti klárað stóru leikina ætli þeir að endurheimta Íslandsbikarinn í Kaplakrika. Ólíkt KR og Val, sem mætast í bikarúrslitaleiknum í ár, þá er Íslandsmótið eini möguleiki FH-liðsins á titli í ár. Það hefur lítið gengið á stóra sviðinu og nú er að sjá hvort það verður saga sumarsins eða hvort FH-ingar ætla loksins að sýna klærnar í stórleik. Það fer annars heil umferð fram í kvöld og eftir hana eiga liðin aðeins sjö leiki eftir af tímabilinu. Spennan er því farin að aukast verulega í baráttunni á toppi og botni Pepsi-deildarinnar. Leikur ÍBV og Fylkis hefst klukkan 18.00 en klukkan 19.15 fara síðan fram eftirtaldir leikir: Víkingur-ÍA, Breiðablik-Keflavík, Fjölnir-KR, Leiknir-Stjarnan og loks leikur FH og Vals sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Klukkan 22.00 gerir Hörður Magnússon síðan upp umferðina í Pepsi-mörkunum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Mjög skemmtilegt og sérstaklega á móti Íslandi“ Handbolti Segir áhorfendatölur á HM ýktar: „Leið eins og það væru svona fimm hundruð“ Handbolti Lætur ekki glepjast þrátt fyrir þrettán marka sigur: „Hafa ekki efni á þessu“ Handbolti „Óheppni ef þú gerir þetta einu sinni en síendurtekið er þetta bara lélegt“ Handbolti HM í dag: Bitur Króati og blaðamenn í brasi Handbolti Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Enski boltinn Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Fótbolti Skýrsla Vals: Píptest og svefnlyf Handbolti Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Handbolti Myndasyrpa úr stórsigri strákanna í fyrsta leik á HM Handbolti Fleiri fréttir Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Sjá meira
FH og Heimir Guðjónsson fá annað tækifæri á móti gamla læriföðurnum í kvöld þegar Ólafur Jóhannesson og hans menn í Val koma í heimsókn í Kaplakrikann. Þarna mætast liðin í 1. og 3. sæti Pepsi-deildarinnar – lið sem gætu haft sætaskipti vinni Valsmenn stóran sigur í leik kvöldsins. Valsmenn unnu sannfærandi 2-0 sigur í fyrri leik liðanna á Hlíðarenda, sem var fyrsta af mörgum stórum prófum sem FH-ingar hafa lent í vandræðum með í deild og bikar í sumar. FH-ingar hafa síðan spilað fjóra stórleiki í röð án þess að ná að fagna sigri og hafa þar af tapað tvisvar fyrir KR-ingum, í bæði deild og bikar. Það má sjá yfirlit yfir leikina hér fyrir neðan. Í báðum jafnteflisleikjum FH-liðsins, á móti Íslandsmeisturum Stjörnunnar og spútnikliði Breiðabliks lentu FH-ingar undir en náðu að tryggja sér jafntefli í seinni hálfleik. Jöfnunarmarkið gegn Blikum kom í uppbótartíma. Valsmenn hjálpa bæði sjálfum sér og KR-ingum með sigri í kvöld en sigur kæmi Hlíðarendaliðinu upp að hlið FH á sama tíma og KR-ingar gætu náð þriggja stiga forskoti með sigri á Fjölni í Grafarvogi. FH-ingar þurfa hins vegar að fara að sýna að þeir geti klárað stóru leikina ætli þeir að endurheimta Íslandsbikarinn í Kaplakrika. Ólíkt KR og Val, sem mætast í bikarúrslitaleiknum í ár, þá er Íslandsmótið eini möguleiki FH-liðsins á titli í ár. Það hefur lítið gengið á stóra sviðinu og nú er að sjá hvort það verður saga sumarsins eða hvort FH-ingar ætla loksins að sýna klærnar í stórleik. Það fer annars heil umferð fram í kvöld og eftir hana eiga liðin aðeins sjö leiki eftir af tímabilinu. Spennan er því farin að aukast verulega í baráttunni á toppi og botni Pepsi-deildarinnar. Leikur ÍBV og Fylkis hefst klukkan 18.00 en klukkan 19.15 fara síðan fram eftirtaldir leikir: Víkingur-ÍA, Breiðablik-Keflavík, Fjölnir-KR, Leiknir-Stjarnan og loks leikur FH og Vals sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Klukkan 22.00 gerir Hörður Magnússon síðan upp umferðina í Pepsi-mörkunum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Mjög skemmtilegt og sérstaklega á móti Íslandi“ Handbolti Segir áhorfendatölur á HM ýktar: „Leið eins og það væru svona fimm hundruð“ Handbolti Lætur ekki glepjast þrátt fyrir þrettán marka sigur: „Hafa ekki efni á þessu“ Handbolti „Óheppni ef þú gerir þetta einu sinni en síendurtekið er þetta bara lélegt“ Handbolti HM í dag: Bitur Króati og blaðamenn í brasi Handbolti Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Enski boltinn Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Fótbolti Skýrsla Vals: Píptest og svefnlyf Handbolti Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Handbolti Myndasyrpa úr stórsigri strákanna í fyrsta leik á HM Handbolti Fleiri fréttir Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Sjá meira