Landsbankinn sem samfélagsbanki Helga Þórðardóttir skrifar 29. júlí 2015 07:00 Landsbankinn ætlar að reisa sér nýjar höfuðstöðvar hjá Hörpunni. Kostnaðurinn er mikill og ekki að ósekju óttast menn framúrkeyrslu. Það virðist sem bankaráð Landsbankans sé einrátt í þessu máli samkvæmt lögum. Þar með getur fámennur hópur ákveðið að byggja rándýra byggingu fyrir fyrirtæki sem er í eigu almennings að mestu leyti. Ef þessi hópur gerir mistök munu þau lenda á herðum skattgreiðenda. Ef ég skil lögin rétt þá kemur Bankasýslan í veg fyrir aðkomu kjörinna fulltrúa eða almennings á hluthafafundi. Bankastarfsemi virðist vera heilög og ósnertanleg og í raun hafin yfir lög og reglur. Bankar stjórna mun meiru en þjóðkjörnir fulltrúar okkar. Það sást vel þegar þeir fóru á hausinn haustið 2008. Kostnaður mistakanna var lagður á skattgreiðendur, nýir bankar stofnaðir fyrir almannafé og síðan nánast daginn eftir fara þeir að dæla út hagnaði og bónusgreiðslum til æðstu stjórnenda. Þrátt fyrir þessa dýru endurfæðingu á kostnað skattgreiðenda eltast þeir við almenning með nauðungaruppboðum og leggja líf fólks í rúst. Það verður að taka bankastarfsemi til algerrar endurskoðunar. Við verðum að nýta bankastarfsemi almenningi til heilla en ekki öfugt. Það er ekkert sem réttlætir það að bankar mergsjúgi almenning vegna sérstöðu sinnar í þjóðfélaginu. Hvers vegna eru ekki vextir eða annar kostnaður minnkaður í stað þess að byggja monthús niðri við höfn eða hvers vegna eru peningarnir ekki nýttir í byggingu nýs Landspítala? Ef þjóðin væri spurð væri svarið gefið. Það er orðið tímabært að við stofnum samfélagsbanka eins og Dögun stjórnmálasamtök hafa ítrekað bent á. Hið opinbera ætti hann og mestallur hagnaður færi til þjóðarinnar. Samfélagsbanki er ekki fjárfestingabanki eins og Landsbankinn er í dag heldur bara viðskiptabanki fyrir almenna viðskiptavini. Lög myndu takmarka áhættusækni og setja bankanum siðferðilegar skyldur gagnvart ríki og þjóð. Bankinn gæti boðið lægri vexti og betri kjör. Ef bankanum gengi vel væri hægt að nýta hagnaðinn til að lækka skatta eða til velferðarmála. Við ættum bankann fyrir okkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Þórðardóttir Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Landsbankinn ætlar að reisa sér nýjar höfuðstöðvar hjá Hörpunni. Kostnaðurinn er mikill og ekki að ósekju óttast menn framúrkeyrslu. Það virðist sem bankaráð Landsbankans sé einrátt í þessu máli samkvæmt lögum. Þar með getur fámennur hópur ákveðið að byggja rándýra byggingu fyrir fyrirtæki sem er í eigu almennings að mestu leyti. Ef þessi hópur gerir mistök munu þau lenda á herðum skattgreiðenda. Ef ég skil lögin rétt þá kemur Bankasýslan í veg fyrir aðkomu kjörinna fulltrúa eða almennings á hluthafafundi. Bankastarfsemi virðist vera heilög og ósnertanleg og í raun hafin yfir lög og reglur. Bankar stjórna mun meiru en þjóðkjörnir fulltrúar okkar. Það sást vel þegar þeir fóru á hausinn haustið 2008. Kostnaður mistakanna var lagður á skattgreiðendur, nýir bankar stofnaðir fyrir almannafé og síðan nánast daginn eftir fara þeir að dæla út hagnaði og bónusgreiðslum til æðstu stjórnenda. Þrátt fyrir þessa dýru endurfæðingu á kostnað skattgreiðenda eltast þeir við almenning með nauðungaruppboðum og leggja líf fólks í rúst. Það verður að taka bankastarfsemi til algerrar endurskoðunar. Við verðum að nýta bankastarfsemi almenningi til heilla en ekki öfugt. Það er ekkert sem réttlætir það að bankar mergsjúgi almenning vegna sérstöðu sinnar í þjóðfélaginu. Hvers vegna eru ekki vextir eða annar kostnaður minnkaður í stað þess að byggja monthús niðri við höfn eða hvers vegna eru peningarnir ekki nýttir í byggingu nýs Landspítala? Ef þjóðin væri spurð væri svarið gefið. Það er orðið tímabært að við stofnum samfélagsbanka eins og Dögun stjórnmálasamtök hafa ítrekað bent á. Hið opinbera ætti hann og mestallur hagnaður færi til þjóðarinnar. Samfélagsbanki er ekki fjárfestingabanki eins og Landsbankinn er í dag heldur bara viðskiptabanki fyrir almenna viðskiptavini. Lög myndu takmarka áhættusækni og setja bankanum siðferðilegar skyldur gagnvart ríki og þjóð. Bankinn gæti boðið lægri vexti og betri kjör. Ef bankanum gengi vel væri hægt að nýta hagnaðinn til að lækka skatta eða til velferðarmála. Við ættum bankann fyrir okkur.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun