Menning

Ljóðaflóð í Listasafni Sigurjóns

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Eva Þyri og Erla Dóra flytja eingöngu íslenskt efni í kvöld.
Eva Þyri og Erla Dóra flytja eingöngu íslenskt efni í kvöld. Mynd/Arna Rún Rúnarsdóttir
„Lögin eru öll úr smiðju Jórunnar Viðar, ýmist eftir hana eða íslensk þjóðlög í hennar útsetningum,“ segir Erla Dóra Vogler mezzosópransöngkona um sumartónleikana í kvöld í Listasafni Sigurjóns á Laugarnestanga klukkan 20.30.

Hún syngur og Eva Þyri Hilmarsdóttir leikur á píanó.

Þær nefna dagskrána Ljóðaflóð og þar eru þekkt íslensk þjóðlög eins og Upp'í háa hamrinum og Krumminn í hlíðinni, líka Únglíngurinn í skóginum og Sætröllskvæði.

Erla Dóra hefur víða komið við í söng og leik frá því hún lauk námi í Vín og hið sama gildir um Evu Þyri sem útskrifaðist með hæstu einkunn frá Royal Academy of Music í London.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.