Signý: Sonurinn nýi lukkugripurinn minn Kristinn Páll Teitsson skrifar 27. júlí 2015 07:00 Signý Arnórsdóttir og Þórður Rafn Gissurarson urðu bæði Íslandsmeistarar í höggleik í fyrsta sinn á ferlinum um helgina en mótið fór fram á Garðavelli á Akranesi. mynd/gsí Það voru ný nöfn rituð á Íslandsmeistarabikarana í golfi í gær þegar Þórður Rafn Gissurarson úr Golfklúbbi Reykjavíkur og Signý Arnórsdóttir úr Golfklúbbnum Keili stóðu uppi sem sigurvegarar á Íslandsmótinu í höggleik. Þórður Rafn hafði mikla yfirburði og vann að lokum með fimm högga forystu á Axel Bóasson, sem fyrr í sumar varð Íslandsmeistari í holukeppni. Bæði höfðu þau blandað sér í baráttuna um titilinn undanfarin ár án árangurs og skein því í gegn sælutilfinning á andlitum þeirra þegar titillinn var í höfn. Þórður Rafn setti nýtt mótsmet á Íslandsmótinu en hann var með öruggt forskot allan lokahringinn á meðan Signý náði forskotinu á ný á sautjándu holu með góðu fuglapútti. Heimakonan Valdís Þóra Jónsdóttir varð að sætta sig við annað sætið á Garðavelli. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, meistari síðasta árs, varð þriðja.Mynd/GSÍMótsmetið fallið eftir 51 ár Þórður Rafn var skiljanlega sáttur eftir mótið en ásamt því að setja nýtt mótsmet jafnaði hann vallarmetið deginum áður af hvítum teigum. Fyrra mótsmetið áttu þeir Magnús Guðmundsson frá 1964 og Birgir Leifur Hafþórsson árin 2013 og 2014 og féll því 51 árs gamalt met. „Það var verið að hvísla því að mér undir lokin en ég vissi ekki að þetta væri svona gamalt. Met eru sett til þess að vera slegin og ég hlakka til að þetta verði slegið, hvort sem það verður einhver annar kylfingur eða ég,“ sagði Þórður sem var stoltur af því að taka metið af fyrirmynd sinni úr golfinu. „Þegar ég var krakki og maður sá hann fékk maður einfaldlega stjörnur í augun en að vera kominn á sama stað og hann og keppa við hann sem jafningi er frábært og núna er ég á þessum bikar með honum.“Mynd/GSÍÖðruvísi undirbúningur Signý varð í fyrsta sinn Íslandsmeistari í höggleik en hún viðurkenndi að þetta hefði hana dreymt um í mörg ár. „Þetta er ótrúlega góð tilfinning og eiginlega ólýsanleg. Það var frábært að klára þetta hérna og geta fagnað með fjölskyldu minni við síðustu flötina,“ sagði Signý sem var ánægð með spilamennskuna heilt yfir. „Það er ekki hægt að vera annað en ánægð með spilamennskuna. Ég get auðvitað fundið eitt og eitt högg sem voru léleg en á sama tíma var ég heppin með nokkur högg. Ég reyndi bara að vera róleg og yfirveguð í dag og leika minn leik því það gera allir kylfingar mistök. “ Signý viðurkenndi að undirbúningurinn fyrir mótið hefði verið öðruvísi en oft áður en hún eignaðist lítinn strák í upphafi ársins. „Þetta hefur auðvitað verið allt annað en vanalega. Ég æfði eiginlega ekkert af viti í vetur þegar ég var ófrísk. Eftir að hann fæddist í febrúar hef ég reynt að komast eins mikið og ég get en það er auðvitað takmarkað hvað maður getur hlaupið mikið frá,“ sagði Signý sem var ánægð með áhrif sonarins. „Hann er alveg klárlega lukkugripurinn minn,“ sagði Signý með bros á vör. Golf Tengdar fréttir Þórður Rafn: Frábært að hafa loksins landað þessu Þórður var að vonum í skýjunum eftir að hafa borið sigur úr býtum á Íslandsmótinu í höggleik upp á Akranesi en hann viðurkenndi að hafa lengi dreymt um þessa stund. 26. júlí 2015 18:57 Þórður Rafn jafnaði vallarmetið | Signý leiðir í kvennaflokknum Þórður Rafn jafnaði vallarmetið af hvítum teigum er hann lék á sex höggum undir pari á Íslandsmótinu í höggleik upp á Skaga í dag. Þá nýtti Signý sér mistök annarra kylfinga og náði góðu forskoti í kvennaflokkinum. 25. júlí 2015 00:01 Signý Íslandsmeistari í höggleik í fyrsta sinn Signý Arnórsdóttir úr Golfklúbbnum Keili varð Íslandsmeistari í höggleik í dag en hún lék hringinn á þremur höggum undir pari,. 26. júlí 2015 16:55 Þórður Íslandsmeistari í höggleik í karlaflokki í fyrsta sinn Atvinnukylfingurinn Þórður Rafn Gissurarson varð í dag Íslandsmeistari í höggleik í fyrsta sinn er hann lauk leik á 12 höggum undir pari á Garðavelli. 26. júlí 2015 17:30 Signý: Tilfinningin er ólýsanleg Signý hafði ekki hugmynd um að síðasta púttið hennar á mótinu hefði verið fyrir sigrinum 26. júlí 2015 18:34 Fyrrum Íslandsmeistari fór holu í höggi á Íslandsmótinu í höggleik Heiðar Davíð Bragason náði draumahögginu á áttundu holu á Íslandsmótinu í höggleik í dag. 26. júlí 2015 13:31 Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Í beinni: Littler - MVG | Undrabarnið reynir aftur Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Leik lokið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Það voru ný nöfn rituð á Íslandsmeistarabikarana í golfi í gær þegar Þórður Rafn Gissurarson úr Golfklúbbi Reykjavíkur og Signý Arnórsdóttir úr Golfklúbbnum Keili stóðu uppi sem sigurvegarar á Íslandsmótinu í höggleik. Þórður Rafn hafði mikla yfirburði og vann að lokum með fimm högga forystu á Axel Bóasson, sem fyrr í sumar varð Íslandsmeistari í holukeppni. Bæði höfðu þau blandað sér í baráttuna um titilinn undanfarin ár án árangurs og skein því í gegn sælutilfinning á andlitum þeirra þegar titillinn var í höfn. Þórður Rafn setti nýtt mótsmet á Íslandsmótinu en hann var með öruggt forskot allan lokahringinn á meðan Signý náði forskotinu á ný á sautjándu holu með góðu fuglapútti. Heimakonan Valdís Þóra Jónsdóttir varð að sætta sig við annað sætið á Garðavelli. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, meistari síðasta árs, varð þriðja.Mynd/GSÍMótsmetið fallið eftir 51 ár Þórður Rafn var skiljanlega sáttur eftir mótið en ásamt því að setja nýtt mótsmet jafnaði hann vallarmetið deginum áður af hvítum teigum. Fyrra mótsmetið áttu þeir Magnús Guðmundsson frá 1964 og Birgir Leifur Hafþórsson árin 2013 og 2014 og féll því 51 árs gamalt met. „Það var verið að hvísla því að mér undir lokin en ég vissi ekki að þetta væri svona gamalt. Met eru sett til þess að vera slegin og ég hlakka til að þetta verði slegið, hvort sem það verður einhver annar kylfingur eða ég,“ sagði Þórður sem var stoltur af því að taka metið af fyrirmynd sinni úr golfinu. „Þegar ég var krakki og maður sá hann fékk maður einfaldlega stjörnur í augun en að vera kominn á sama stað og hann og keppa við hann sem jafningi er frábært og núna er ég á þessum bikar með honum.“Mynd/GSÍÖðruvísi undirbúningur Signý varð í fyrsta sinn Íslandsmeistari í höggleik en hún viðurkenndi að þetta hefði hana dreymt um í mörg ár. „Þetta er ótrúlega góð tilfinning og eiginlega ólýsanleg. Það var frábært að klára þetta hérna og geta fagnað með fjölskyldu minni við síðustu flötina,“ sagði Signý sem var ánægð með spilamennskuna heilt yfir. „Það er ekki hægt að vera annað en ánægð með spilamennskuna. Ég get auðvitað fundið eitt og eitt högg sem voru léleg en á sama tíma var ég heppin með nokkur högg. Ég reyndi bara að vera róleg og yfirveguð í dag og leika minn leik því það gera allir kylfingar mistök. “ Signý viðurkenndi að undirbúningurinn fyrir mótið hefði verið öðruvísi en oft áður en hún eignaðist lítinn strák í upphafi ársins. „Þetta hefur auðvitað verið allt annað en vanalega. Ég æfði eiginlega ekkert af viti í vetur þegar ég var ófrísk. Eftir að hann fæddist í febrúar hef ég reynt að komast eins mikið og ég get en það er auðvitað takmarkað hvað maður getur hlaupið mikið frá,“ sagði Signý sem var ánægð með áhrif sonarins. „Hann er alveg klárlega lukkugripurinn minn,“ sagði Signý með bros á vör.
Golf Tengdar fréttir Þórður Rafn: Frábært að hafa loksins landað þessu Þórður var að vonum í skýjunum eftir að hafa borið sigur úr býtum á Íslandsmótinu í höggleik upp á Akranesi en hann viðurkenndi að hafa lengi dreymt um þessa stund. 26. júlí 2015 18:57 Þórður Rafn jafnaði vallarmetið | Signý leiðir í kvennaflokknum Þórður Rafn jafnaði vallarmetið af hvítum teigum er hann lék á sex höggum undir pari á Íslandsmótinu í höggleik upp á Skaga í dag. Þá nýtti Signý sér mistök annarra kylfinga og náði góðu forskoti í kvennaflokkinum. 25. júlí 2015 00:01 Signý Íslandsmeistari í höggleik í fyrsta sinn Signý Arnórsdóttir úr Golfklúbbnum Keili varð Íslandsmeistari í höggleik í dag en hún lék hringinn á þremur höggum undir pari,. 26. júlí 2015 16:55 Þórður Íslandsmeistari í höggleik í karlaflokki í fyrsta sinn Atvinnukylfingurinn Þórður Rafn Gissurarson varð í dag Íslandsmeistari í höggleik í fyrsta sinn er hann lauk leik á 12 höggum undir pari á Garðavelli. 26. júlí 2015 17:30 Signý: Tilfinningin er ólýsanleg Signý hafði ekki hugmynd um að síðasta púttið hennar á mótinu hefði verið fyrir sigrinum 26. júlí 2015 18:34 Fyrrum Íslandsmeistari fór holu í höggi á Íslandsmótinu í höggleik Heiðar Davíð Bragason náði draumahögginu á áttundu holu á Íslandsmótinu í höggleik í dag. 26. júlí 2015 13:31 Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Í beinni: Littler - MVG | Undrabarnið reynir aftur Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Leik lokið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Þórður Rafn: Frábært að hafa loksins landað þessu Þórður var að vonum í skýjunum eftir að hafa borið sigur úr býtum á Íslandsmótinu í höggleik upp á Akranesi en hann viðurkenndi að hafa lengi dreymt um þessa stund. 26. júlí 2015 18:57
Þórður Rafn jafnaði vallarmetið | Signý leiðir í kvennaflokknum Þórður Rafn jafnaði vallarmetið af hvítum teigum er hann lék á sex höggum undir pari á Íslandsmótinu í höggleik upp á Skaga í dag. Þá nýtti Signý sér mistök annarra kylfinga og náði góðu forskoti í kvennaflokkinum. 25. júlí 2015 00:01
Signý Íslandsmeistari í höggleik í fyrsta sinn Signý Arnórsdóttir úr Golfklúbbnum Keili varð Íslandsmeistari í höggleik í dag en hún lék hringinn á þremur höggum undir pari,. 26. júlí 2015 16:55
Þórður Íslandsmeistari í höggleik í karlaflokki í fyrsta sinn Atvinnukylfingurinn Þórður Rafn Gissurarson varð í dag Íslandsmeistari í höggleik í fyrsta sinn er hann lauk leik á 12 höggum undir pari á Garðavelli. 26. júlí 2015 17:30
Signý: Tilfinningin er ólýsanleg Signý hafði ekki hugmynd um að síðasta púttið hennar á mótinu hefði verið fyrir sigrinum 26. júlí 2015 18:34
Fyrrum Íslandsmeistari fór holu í höggi á Íslandsmótinu í höggleik Heiðar Davíð Bragason náði draumahögginu á áttundu holu á Íslandsmótinu í höggleik í dag. 26. júlí 2015 13:31