Stefnt á að breytingarákvæði fari fyrir Alþingi í haust Ingvar Haraldsson skrifar 21. júlí 2015 07:00 Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, tekur við undirskriftum frá Bolla Héðinssyni hagfræðingi. VÍSIR/VALLI Nefnd um endurskoðun stjórnarskrárinnar stefnir að því að leggja fram frumvarp um breytingar á stjórnarskrá fyrir Alþingi næsta haust. Vonir standa til að frumvarpið verði afgreitt fyrir áramót svo hægt verði að kjósa um breytingarákvæðin samhliða forsetakosningum á næsta ári. Páll Þórhallsson, formaður nefndarinnar, segir að breytingarákvæðin snúi að sameign þjóðarinnar á náttúruauðlindum, þjóðaratkvæðagreiðslu og með hvaða skilyrðum megi framselja ríkisvald og umhverfisvernd. Nefndin er skipuð fulltrúum allra flokka sem eiga sæti á Alþingi. Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og einn nefndarmanna, segir nefndarmenn ekki fyllilega sammála um öll efnisatriði. „Það eru uppi álitamál um orðalag og útfærslu varðandi öll þessi fjögur atriði en ég myndi segja að það bil ætti að vera brúanlegt,“ segir Birgir. Samkvæmt bráðabirgðaákvæðum sem samþykkt voru undir lok kjörtímabilsins árið 2013 er hægt að breyta stjórnarskrá út apríl 2017 með samþykki 60 prósenta greiddra atkvæða á Alþingi og í þjóðaratkvæðagreiðslu. Nefndin muni starfa áfram að frekari breytingum á stjórnarskránni þegar vinnu við forgangsatriðin lýkur. Bolli Héðinsson, hagfræðingur og einn þeirra sem stóðu að undirskriftasöfnuninni Þjóðareign, segir að vilji þjóðarinnar sé skýr. „Það liggur fyrir fullbúið frumvarp frá stjórnlagaráði. Það er búið að greiða atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslu um öll meginatriði sem þar voru til umfjöllunar,“ segir Bolli. Aðstandendur Þjóðareignar afhentu Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, 53.571 undirskrift í gær. Með undirskriftasöfnuninni var skorað á forsetann að vísa öllum lögum til þjóðaratkvæðagreiðslu sem ráðstafa myndu fiskveiðiauðlindum lengur en til eins árs á meðan ekkert ákvæði um þjóðareign á auðlindum sé í stjórnarskrá. „Hann liggur fyrir, þjóðarviljinn í þessu máli, en þá er það bara ríkisstjórnarinnar eða þingmeirihlutans að ákveða hvort þeir vilji fara að þessum óskum þjóðarinnar,“ segir Bolli og segist vonast til að undirskriftarsöfnunin hvetji stjórnarskrárnefnd til dáða. Ólafur Ragnar sagði að hann vildi að ákvæði um auðlindir í þjóðareign yrði fest í stjórnarskránni og ítrekaði fyrri yfirlýsingar sínar frá því 2013 um að stjórnvöld yrðu að hlusta á þjóðina sem vilji réttlátar arðgreiðslur frá sjávarútvegi. Ólafur Ragnar Grímsson er eini forsetinn sem hefur gefið þjóðinni kost á að greiða atkvæði um lagafrumvörp frá Alþingi á grundvelli 26. greinar stjórnarskrárinnar. Það hefur hann gert þrisvar á ferli sínum. Í fyrsta skipti var um að ræða fjölmiðlalög. Í hin tvö skiptin var um að ræða lög vegna Icesave-reikninganna. Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Sjá meira
Nefnd um endurskoðun stjórnarskrárinnar stefnir að því að leggja fram frumvarp um breytingar á stjórnarskrá fyrir Alþingi næsta haust. Vonir standa til að frumvarpið verði afgreitt fyrir áramót svo hægt verði að kjósa um breytingarákvæðin samhliða forsetakosningum á næsta ári. Páll Þórhallsson, formaður nefndarinnar, segir að breytingarákvæðin snúi að sameign þjóðarinnar á náttúruauðlindum, þjóðaratkvæðagreiðslu og með hvaða skilyrðum megi framselja ríkisvald og umhverfisvernd. Nefndin er skipuð fulltrúum allra flokka sem eiga sæti á Alþingi. Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og einn nefndarmanna, segir nefndarmenn ekki fyllilega sammála um öll efnisatriði. „Það eru uppi álitamál um orðalag og útfærslu varðandi öll þessi fjögur atriði en ég myndi segja að það bil ætti að vera brúanlegt,“ segir Birgir. Samkvæmt bráðabirgðaákvæðum sem samþykkt voru undir lok kjörtímabilsins árið 2013 er hægt að breyta stjórnarskrá út apríl 2017 með samþykki 60 prósenta greiddra atkvæða á Alþingi og í þjóðaratkvæðagreiðslu. Nefndin muni starfa áfram að frekari breytingum á stjórnarskránni þegar vinnu við forgangsatriðin lýkur. Bolli Héðinsson, hagfræðingur og einn þeirra sem stóðu að undirskriftasöfnuninni Þjóðareign, segir að vilji þjóðarinnar sé skýr. „Það liggur fyrir fullbúið frumvarp frá stjórnlagaráði. Það er búið að greiða atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslu um öll meginatriði sem þar voru til umfjöllunar,“ segir Bolli. Aðstandendur Þjóðareignar afhentu Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, 53.571 undirskrift í gær. Með undirskriftasöfnuninni var skorað á forsetann að vísa öllum lögum til þjóðaratkvæðagreiðslu sem ráðstafa myndu fiskveiðiauðlindum lengur en til eins árs á meðan ekkert ákvæði um þjóðareign á auðlindum sé í stjórnarskrá. „Hann liggur fyrir, þjóðarviljinn í þessu máli, en þá er það bara ríkisstjórnarinnar eða þingmeirihlutans að ákveða hvort þeir vilji fara að þessum óskum þjóðarinnar,“ segir Bolli og segist vonast til að undirskriftarsöfnunin hvetji stjórnarskrárnefnd til dáða. Ólafur Ragnar sagði að hann vildi að ákvæði um auðlindir í þjóðareign yrði fest í stjórnarskránni og ítrekaði fyrri yfirlýsingar sínar frá því 2013 um að stjórnvöld yrðu að hlusta á þjóðina sem vilji réttlátar arðgreiðslur frá sjávarútvegi. Ólafur Ragnar Grímsson er eini forsetinn sem hefur gefið þjóðinni kost á að greiða atkvæði um lagafrumvörp frá Alþingi á grundvelli 26. greinar stjórnarskrárinnar. Það hefur hann gert þrisvar á ferli sínum. Í fyrsta skipti var um að ræða fjölmiðlalög. Í hin tvö skiptin var um að ræða lög vegna Icesave-reikninganna.
Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Sjá meira