Birgir Leifur: Tækifæri sem ég verð að nýta Kristinn Páll Teitsson skrifar 21. júlí 2015 07:00 Birgir Leifur Hafþórsson er ríkjandi Íslandsmeistari en mun ekki fá tækifæri til að verja titilinn á Akranesi um helgina. vísir/daníel „Maður er bara í stuttu fríi, aðeins að slaka á fyrir næstu verkefni,“ sagði Birgir Leifur Hafþórsson, kylfingur úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar, þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til hans í gær. Birgir Leifur lenti í 5.-9. sæti í Áskorendamótaröðinni á Kanaríeyjum um helgina og vann sér með því inn þátttökurétt í næsta mót Áskorendamótaraðarinnar um næstu helgi í Frakklandi. „Maður er aðeins að fagna þessu með fjölskyldunni, það er besta leiðin til þess að fagna að mínu mati. Heilt yfir er ég mjög ánægður með spilamennskuna um helgina, gerði lítið af mistökum. Svo skemmdi ekki að fjölskyldan var mætt til að horfa á og strákurinn minn var á pokanum sem gerði þetta enn skemmtilegra.“ Birgir lék frábært golf á mótinu, nældi í alls nítján fugla og tapaði höggum á aðeins tveimur holum en í bæði skiptin var um að ræða tvöfalda skolla. „Ég byrjaði klaufalega, þrípúttaði á fyrstu en ég var ekkert að stressa mig á þessu. Ég vissi að ég gæti spilað þennan völl vel og hélt mig bara við leikskipulagið sem skilaði sér í að það voru 38 holur í hinn tvöfalda skollann á hringnum,“ sagði Birgir, sem átti góðu gengi að fagna á par 5 holum vallarins þar sem hann fékk níu fugla í tólf tilraunum. „Þessi völlur er þannig hannaður að maður á góða möguleika á par 5 holunum en þær geta refsað manni ef maður er ekki varkár.“Þakklátur fyrir stuðninginn Birgir Leifur var þakklátur fyrir þann stuðning sem hann fékk um helgina en hann segir andlega þáttinn vera oft vanmetinn. „Ég verð að vera þakklátur fyrir fólkið sem er í kringum mig, þau gera það að verkum að ég er farinn að þekkja minn eigin leik mun betur. Það er að færast meiri stöðugleiki í þetta, ég er farinn að vinna meira í réttum hlutum í stað þess að eyða of miklum tíma í aðra hluti sem voru óþarfi.“ „Fólkið sem er á bak við tjöldin hefur reynst mér dýrmætt og ég er því afar þakklátur, það munu koma einhverjar lægðir í framtíðinni en ég stefni að því að halda áfram. Mér finnst eins og ég viti hvert ég er að stefna og hvað ég þarf að gera til að ná þangað, maður hefur oft reynt að finna leiðir en þetta er allt að skýrast.“Engin titilvörn í ár Birgir Leifur staðfesti að hann komi ekki til með að verja Íslandsmeistaratitil sinn um helgina en hann tekur þátt í Áskorendamótaröðinni í Frakklandi á sama tíma. „Öll mín markmið eru að festa mig í sessi hérna úti og ég verð að nýta tækifærið núna þrátt fyrir að mér finnist það gríðarlega leiðinlegt að missa af mótinu á mínum gamla heimavelli. Það hefði verið mjög gaman að taka þátt en með þessum árangri vinn ég mér inn þátttökurétt í stærri mótum og ég verð bara að fylgja því. Maður er að eltast við þessa mótaröð og maður fær ekki mörg tækifæri, það gerir það að verkum að maður verður að reyna að nýta það sem maður fær,“ sagði Birgir Leifur sem hefur borið sigur úr býtum á mótinu undanfarin tvö ár. „Það hefði verið frábært að taka þátt uppi á Skaga hjá fólkinu mínu og reyna að sigra þriðja skiptið í röð en maður verður að horfa á stóru myndina. Þetta er erfið ákvörðun en ég verð að nýta þetta tækifæri þó það sé ekkert öruggt í þessu,“ sagði Birgir sem kvaðst spenntur fyrir mótinu. „Ungu strákarnir eru eflaust graðir í að vinna og vilja taka titilinn núna. Ég vona bara að veðrið verði gott og spilamennskan góð,“ sagði Birgir. Golf Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
„Maður er bara í stuttu fríi, aðeins að slaka á fyrir næstu verkefni,“ sagði Birgir Leifur Hafþórsson, kylfingur úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar, þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til hans í gær. Birgir Leifur lenti í 5.-9. sæti í Áskorendamótaröðinni á Kanaríeyjum um helgina og vann sér með því inn þátttökurétt í næsta mót Áskorendamótaraðarinnar um næstu helgi í Frakklandi. „Maður er aðeins að fagna þessu með fjölskyldunni, það er besta leiðin til þess að fagna að mínu mati. Heilt yfir er ég mjög ánægður með spilamennskuna um helgina, gerði lítið af mistökum. Svo skemmdi ekki að fjölskyldan var mætt til að horfa á og strákurinn minn var á pokanum sem gerði þetta enn skemmtilegra.“ Birgir lék frábært golf á mótinu, nældi í alls nítján fugla og tapaði höggum á aðeins tveimur holum en í bæði skiptin var um að ræða tvöfalda skolla. „Ég byrjaði klaufalega, þrípúttaði á fyrstu en ég var ekkert að stressa mig á þessu. Ég vissi að ég gæti spilað þennan völl vel og hélt mig bara við leikskipulagið sem skilaði sér í að það voru 38 holur í hinn tvöfalda skollann á hringnum,“ sagði Birgir, sem átti góðu gengi að fagna á par 5 holum vallarins þar sem hann fékk níu fugla í tólf tilraunum. „Þessi völlur er þannig hannaður að maður á góða möguleika á par 5 holunum en þær geta refsað manni ef maður er ekki varkár.“Þakklátur fyrir stuðninginn Birgir Leifur var þakklátur fyrir þann stuðning sem hann fékk um helgina en hann segir andlega þáttinn vera oft vanmetinn. „Ég verð að vera þakklátur fyrir fólkið sem er í kringum mig, þau gera það að verkum að ég er farinn að þekkja minn eigin leik mun betur. Það er að færast meiri stöðugleiki í þetta, ég er farinn að vinna meira í réttum hlutum í stað þess að eyða of miklum tíma í aðra hluti sem voru óþarfi.“ „Fólkið sem er á bak við tjöldin hefur reynst mér dýrmætt og ég er því afar þakklátur, það munu koma einhverjar lægðir í framtíðinni en ég stefni að því að halda áfram. Mér finnst eins og ég viti hvert ég er að stefna og hvað ég þarf að gera til að ná þangað, maður hefur oft reynt að finna leiðir en þetta er allt að skýrast.“Engin titilvörn í ár Birgir Leifur staðfesti að hann komi ekki til með að verja Íslandsmeistaratitil sinn um helgina en hann tekur þátt í Áskorendamótaröðinni í Frakklandi á sama tíma. „Öll mín markmið eru að festa mig í sessi hérna úti og ég verð að nýta tækifærið núna þrátt fyrir að mér finnist það gríðarlega leiðinlegt að missa af mótinu á mínum gamla heimavelli. Það hefði verið mjög gaman að taka þátt en með þessum árangri vinn ég mér inn þátttökurétt í stærri mótum og ég verð bara að fylgja því. Maður er að eltast við þessa mótaröð og maður fær ekki mörg tækifæri, það gerir það að verkum að maður verður að reyna að nýta það sem maður fær,“ sagði Birgir Leifur sem hefur borið sigur úr býtum á mótinu undanfarin tvö ár. „Það hefði verið frábært að taka þátt uppi á Skaga hjá fólkinu mínu og reyna að sigra þriðja skiptið í röð en maður verður að horfa á stóru myndina. Þetta er erfið ákvörðun en ég verð að nýta þetta tækifæri þó það sé ekkert öruggt í þessu,“ sagði Birgir sem kvaðst spenntur fyrir mótinu. „Ungu strákarnir eru eflaust graðir í að vinna og vilja taka titilinn núna. Ég vona bara að veðrið verði gott og spilamennskan góð,“ sagði Birgir.
Golf Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira