Íslenski boltinn

Sögulega slakt hjá Stjörnunni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Halldór Orri Björnsson hefur skorað 2 af 4 deildarmörkum Stjörnunnar í Garðabæ í sumar.
Halldór Orri Björnsson hefur skorað 2 af 4 deildarmörkum Stjörnunnar í Garðabæ í sumar. Vísir/Andri Marinó
Stjörnumenn hafa endurskrifað sögu slakra titilvarna í úrvalsdeild karla með því að vinna ekki heimaleik í fyrri umferð Pepsi-deildar karla í sumar.

Stjarnan er fyrsta Íslandsmeistaraliðið sem fagnar ekki sigri í fyrstu fimm heimaleikjum sínum í titilvörninni síðan að þriggja stiga reglan var tekin upp 1984. Stjörnuliðið tók metið af tveimur liðum, Víkingsliðinu 1992 og Framliðinu 1987, en þau unnu bæði einn af fyrstu fimm heimaleikjum sínum.

Stjörnumenn gerðu enn verr en það og náðu aðeins í samtals 2 stig af 15 mögulegum í þessum fimm leikjum sínum á Samsung-vellinum og slógu um leið met Víkinga frá 1992 sem náðu aðeins í samtals 4 stig í fyrstu fimm heimaleikjum sínum.

Stjörnumenn fá enn eitt tækifæri til að vinna fyrsta heimaleik sumarsins í Pepsi-deildinni í dag þegar Skagamenn koma í heimsókn í Garðabæinn. ?

Hér til hliðar má sjá nýju listana yfir verstu byrjun Íslandsmeistara á heimavelli undanfarna rúmu þrjá áratugi.

Fæstir sigrar í fyrstu fimm heimaleikjum í titilvörn:

Stjarnan 2015-0

Víkingur 1992 -1

Fram,1987 - 1

ÍA 2002 - 2

KR 2001 - 2

KR 2000 - 2

KA 1990 - 2

Fæst stig í fyrstu fimm heimaleikjum í titilvörn:

Stjarnan 2015 - 2

Víkingur,1992 -4

Fram 1987 -5

ÍA 2002 -7

KR 2000 -7

KA 1990 -7

KR, 2001 -8

KR 2014 -9

FH 2010 - 9




Fleiri fréttir

Sjá meira


×