Beint frá vinnustofu Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 14. júlí 2015 10:30 Brynjar og Veronika stefna á að vinna áfram hugmyndir og hluti á vinnustofunni og með þeim er grafíski hönnuðurinn Frosti Gnarr. Vísir/Ernir Vöruhönnuðurinn Brynjar Sigurðarson, ásamt innanhússarkitektinum og hönnuðinum Veroniku Sedlmair og grafíska hönnuðinum Frosta Gnarr, hefur opnað tímabundna vinnustofu og sýningarrými í húsnæði Crymogeu í júlímánuði sem ber nafnið Góðir vinir / Good Friends en nafnið er dregið af því hversu góðir vinir Brynjar, Veronika og Frosti eru. Brynjar og Veronika eru búsett í Berlín þar sem þau eru með stúdíó og á dögunum hlaut Brynjar svissnesku hönnunarverðlaunin Swiss Design Awards í flokki vöru- og hlutahönnunar fyrstur Íslendinga. „Við höfum verið að byggja upp stúdíó í Berlín og í kringum verðlaunin og nokkrar sýningar sem við tókum þátt í var stúdíóið að breytast í nokkurs konar skrifstofustarf og mér finnst það voðalega óspennandi,“ segir Brynjar. Hann segir þau Veroniku oft hafa hugleitt að koma til Íslands og bralla eitthvað skemmtilegt og stefnir þríeykið á að vinna áfram hugmyndir og hluti auk þess að skapa eitthvað spánnýtt. „Okkur langaði að skoða það hvort við gætum ekki verið að framleiða sjálf einhverja hluti og selt þá beint frá vinnustofunni. Þetta eru mestmegnis hlutir sem eru ekki framleiddir í einhverju upplagi heldur bara gerðir óþvingað af okkur sjálfum,“ segir Brynjar glaður í bragði og bætir við: „Við höfum verið að gera ullarteppi sem við handprjónum og okkur langaði svo mikið að gera eitthvað úr íslenskri ull. Svo erum við eitthvað að leira og langar að gera tilraunir með að gera gler úr íslenskum sandi.“ Góðir vinir / Good Friends er opið öllum og verður eitthvað af mununum til sölu auk þess sem hægt verður að spjalla við hönnuðina, tylla sér niður og fá sér kaffibolla og segir Brynjar hugmyndina að einhverju leyti líkjast hugmyndafræðinni um beint frá býli nema hér sé um að ræða beint frá vinnustofu. Það er nóg um að vera hjá Brynjari og Veroniku því í sumarlok fara þau í listamannaíbúð í París þar sem þau munu vinna að leikritatengdu verkefni. „Við munum vinna með leikurum og skapa einhvers konar heim af hlutum sem hægt verður að skapa leikrit út frá. Það er svona hliðaráhugi meðfram vöruhönnuninni að gera vídeóverk og jafnvel eitthvað leikritatengt.“ Góðir vinir / Good Friends, sem staðsett er á Barónsstíg 27, verður opið frá ellefu til fimm virka daga í júlí. Skoða má Instagram-síðu vinnustofunnar hér. Menning Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Vöruhönnuðurinn Brynjar Sigurðarson, ásamt innanhússarkitektinum og hönnuðinum Veroniku Sedlmair og grafíska hönnuðinum Frosta Gnarr, hefur opnað tímabundna vinnustofu og sýningarrými í húsnæði Crymogeu í júlímánuði sem ber nafnið Góðir vinir / Good Friends en nafnið er dregið af því hversu góðir vinir Brynjar, Veronika og Frosti eru. Brynjar og Veronika eru búsett í Berlín þar sem þau eru með stúdíó og á dögunum hlaut Brynjar svissnesku hönnunarverðlaunin Swiss Design Awards í flokki vöru- og hlutahönnunar fyrstur Íslendinga. „Við höfum verið að byggja upp stúdíó í Berlín og í kringum verðlaunin og nokkrar sýningar sem við tókum þátt í var stúdíóið að breytast í nokkurs konar skrifstofustarf og mér finnst það voðalega óspennandi,“ segir Brynjar. Hann segir þau Veroniku oft hafa hugleitt að koma til Íslands og bralla eitthvað skemmtilegt og stefnir þríeykið á að vinna áfram hugmyndir og hluti auk þess að skapa eitthvað spánnýtt. „Okkur langaði að skoða það hvort við gætum ekki verið að framleiða sjálf einhverja hluti og selt þá beint frá vinnustofunni. Þetta eru mestmegnis hlutir sem eru ekki framleiddir í einhverju upplagi heldur bara gerðir óþvingað af okkur sjálfum,“ segir Brynjar glaður í bragði og bætir við: „Við höfum verið að gera ullarteppi sem við handprjónum og okkur langaði svo mikið að gera eitthvað úr íslenskri ull. Svo erum við eitthvað að leira og langar að gera tilraunir með að gera gler úr íslenskum sandi.“ Góðir vinir / Good Friends er opið öllum og verður eitthvað af mununum til sölu auk þess sem hægt verður að spjalla við hönnuðina, tylla sér niður og fá sér kaffibolla og segir Brynjar hugmyndina að einhverju leyti líkjast hugmyndafræðinni um beint frá býli nema hér sé um að ræða beint frá vinnustofu. Það er nóg um að vera hjá Brynjari og Veroniku því í sumarlok fara þau í listamannaíbúð í París þar sem þau munu vinna að leikritatengdu verkefni. „Við munum vinna með leikurum og skapa einhvers konar heim af hlutum sem hægt verður að skapa leikrit út frá. Það er svona hliðaráhugi meðfram vöruhönnuninni að gera vídeóverk og jafnvel eitthvað leikritatengt.“ Góðir vinir / Good Friends, sem staðsett er á Barónsstíg 27, verður opið frá ellefu til fimm virka daga í júlí. Skoða má Instagram-síðu vinnustofunnar hér.
Menning Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira