Utan vallar: Conor McGregor er orðinn stærsta stjarnan í UFC í dag Henry Birgir Gunnarsson í Las Vegas skrifar 10. júlí 2015 06:00 Conor McGregor á blaðamannafundi UFC í gær. Vísir/Getty Írinn og Íslandsvinurinn Conor McGregor er aðalnúmerið á stærsta bardagakvöldi UFC frá upphafi á laugardag. Þetta kvöld er þegar búið að setja met yfir mestar tekjur í miðasölu og mun líklega setja met yfir flestar keyptar áskriftir að bardagakvöldi. Samt var upprunalegi bardagi McGregors og meistarans, Jose Aldo, blásinn af. Það breytti engu. Það segir okkur eitt. Fólk er að fara að horfa á þetta kvöld til þess að sjá Conor McGregor. Hann er ekki einu sinni orðinn heimsmeistari og var lítt þekktur fyrir ekki svo löngu síðan. Stjarna hans hefur risið ótrúlega hratt og hann er einfaldlega orðinn maðurinn sem er að setja UFC á nýjan stall. Hann mun færa sambandinu meiri pening en það hefur áður séð. Það veit hinn klóki forseti UFC, Dana White, enda hefur hann dekrað vel við McGregor síðustu mánuði. Hann er að fjárfesta í honum og sú fjárfesting er heldur betur að skila sér. White viðurkenndi fyrir mér í gær að McGregor væri líklega stærsta stjarna UFC frá upphafi. Það er ekkert skrítið að hann sé að fjárfesta í McGregor. Maðurinn er einfaldlega stórkostlegur á allan hátt. Skemmtikraftur af Guðs náð. Það sannaði hann enn eina ferðina á opinni æfingu í MGM Grand í vikunni. Meirihluti þeirra sem komust inn í salinn var á bandi Conors. Samt var aðeins helmingurinn Írar. Hinir komu frá ýmsum löndum en áttu það sameiginlegt að elska Conor. Hann er líka einstakur. Á meðan aðrar stjörnur kvöldsins sýndu lítil tilþrif og vildu helst komast út fór Conor allt aðra leið. Hann kom hlaupandi inn í salinn með sólgleraugu og gaf öllum fimmur. Hann bauð svo upp á klukkutíma æfingu á meðan aðrir voru í mesta lagi í tíu mínútur. Gerði þetta eins og maður. Skemmti fólki þess á milli, tók af sér myndir með blaðamönnum og naut lífsins. Hann er einstakur skemmtikraftur sem þrífst í sviðsljósinu. Svo er hann líka maður fólksins. Eftir að æfingunni lauk gekk hann út í sal og gaf öllum sem vildu mynd af sér. Hann fór ekki fyrr en allir voru sáttir. Það er einstakt. Conor rífur vissulega mikinn kjaft við andstæðinga og er með stóryrtar yfirlýsingar en hann kemur fram við aðdáendur sína af virðingu og auðmýkt. Sjaldséð hjá ofurstjörnum. Skal engan undra að hann sé orðinn svona vinsæll. Til að toppa allt er hann síðan auðvitað stórkostlegur bardagamaður. Það er magnað að fylgjast með honum í hringnum. Þess vegna er þetta bardagakvöld á laugardag svona mikil veisla. Við fáum okkar mann, Gunnar Nelson, á stóra sviðinu og punkturinn fyrir ofan i-ið er síðan titilbardagi með Conor. Það er fullkomlega galið ef einhverjum dettur í hug að missa af þessari veislu sem verður í beinni á Stöð 2 Sport annað kvöld.Vísir er í Las Vegas og fylgir Gunnari Nelson eftir alla vikuna. Ekki missa af neinu. Like-aðu okkur á Facebook, eltu okkur á Twitter og skyggnstu bakvið tjöldin á Snapchat (sport365). Tryggðu þér svo áskrift á 365.is. MMA Pistillinn Tengdar fréttir Conor vildi veðja við White um hvenær hann rotar Mendes Það verður ekki tekið af Íranum og Íslandsvininum Conor McGregor að hann er með sjálfstraustið í lagi. 8. júlí 2015 23:30 UFC búið að slá met í miðasölu Dana White, forseti UFC, staðfesti í dag að UFC 189, sem fer fram á laugardag, hafi þegar slegið met í miðasölu. 8. júlí 2015 22:45 Írarnir elska Conor og Gunnar | Myndband Vísir hitti hressan Íra á opinni æfingu hjá UFC í gær. 9. júlí 2015 13:00 Sjáðu Conor McGregor fara á kostum á æfingu í gær | Myndband Írinn Conor McGregor sýndi í gær af hverju hann er orðinn aðalmaðurinn í UFC-heiminum. 9. júlí 2015 11:00 Ótrúlegar vinsældir Conors í Vegas Ágangur fjölmiðla er mikill og fá færri viðtal en vilja. 9. júlí 2015 09:30 Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Sjá meira
Írinn og Íslandsvinurinn Conor McGregor er aðalnúmerið á stærsta bardagakvöldi UFC frá upphafi á laugardag. Þetta kvöld er þegar búið að setja met yfir mestar tekjur í miðasölu og mun líklega setja met yfir flestar keyptar áskriftir að bardagakvöldi. Samt var upprunalegi bardagi McGregors og meistarans, Jose Aldo, blásinn af. Það breytti engu. Það segir okkur eitt. Fólk er að fara að horfa á þetta kvöld til þess að sjá Conor McGregor. Hann er ekki einu sinni orðinn heimsmeistari og var lítt þekktur fyrir ekki svo löngu síðan. Stjarna hans hefur risið ótrúlega hratt og hann er einfaldlega orðinn maðurinn sem er að setja UFC á nýjan stall. Hann mun færa sambandinu meiri pening en það hefur áður séð. Það veit hinn klóki forseti UFC, Dana White, enda hefur hann dekrað vel við McGregor síðustu mánuði. Hann er að fjárfesta í honum og sú fjárfesting er heldur betur að skila sér. White viðurkenndi fyrir mér í gær að McGregor væri líklega stærsta stjarna UFC frá upphafi. Það er ekkert skrítið að hann sé að fjárfesta í McGregor. Maðurinn er einfaldlega stórkostlegur á allan hátt. Skemmtikraftur af Guðs náð. Það sannaði hann enn eina ferðina á opinni æfingu í MGM Grand í vikunni. Meirihluti þeirra sem komust inn í salinn var á bandi Conors. Samt var aðeins helmingurinn Írar. Hinir komu frá ýmsum löndum en áttu það sameiginlegt að elska Conor. Hann er líka einstakur. Á meðan aðrar stjörnur kvöldsins sýndu lítil tilþrif og vildu helst komast út fór Conor allt aðra leið. Hann kom hlaupandi inn í salinn með sólgleraugu og gaf öllum fimmur. Hann bauð svo upp á klukkutíma æfingu á meðan aðrir voru í mesta lagi í tíu mínútur. Gerði þetta eins og maður. Skemmti fólki þess á milli, tók af sér myndir með blaðamönnum og naut lífsins. Hann er einstakur skemmtikraftur sem þrífst í sviðsljósinu. Svo er hann líka maður fólksins. Eftir að æfingunni lauk gekk hann út í sal og gaf öllum sem vildu mynd af sér. Hann fór ekki fyrr en allir voru sáttir. Það er einstakt. Conor rífur vissulega mikinn kjaft við andstæðinga og er með stóryrtar yfirlýsingar en hann kemur fram við aðdáendur sína af virðingu og auðmýkt. Sjaldséð hjá ofurstjörnum. Skal engan undra að hann sé orðinn svona vinsæll. Til að toppa allt er hann síðan auðvitað stórkostlegur bardagamaður. Það er magnað að fylgjast með honum í hringnum. Þess vegna er þetta bardagakvöld á laugardag svona mikil veisla. Við fáum okkar mann, Gunnar Nelson, á stóra sviðinu og punkturinn fyrir ofan i-ið er síðan titilbardagi með Conor. Það er fullkomlega galið ef einhverjum dettur í hug að missa af þessari veislu sem verður í beinni á Stöð 2 Sport annað kvöld.Vísir er í Las Vegas og fylgir Gunnari Nelson eftir alla vikuna. Ekki missa af neinu. Like-aðu okkur á Facebook, eltu okkur á Twitter og skyggnstu bakvið tjöldin á Snapchat (sport365). Tryggðu þér svo áskrift á 365.is.
MMA Pistillinn Tengdar fréttir Conor vildi veðja við White um hvenær hann rotar Mendes Það verður ekki tekið af Íranum og Íslandsvininum Conor McGregor að hann er með sjálfstraustið í lagi. 8. júlí 2015 23:30 UFC búið að slá met í miðasölu Dana White, forseti UFC, staðfesti í dag að UFC 189, sem fer fram á laugardag, hafi þegar slegið met í miðasölu. 8. júlí 2015 22:45 Írarnir elska Conor og Gunnar | Myndband Vísir hitti hressan Íra á opinni æfingu hjá UFC í gær. 9. júlí 2015 13:00 Sjáðu Conor McGregor fara á kostum á æfingu í gær | Myndband Írinn Conor McGregor sýndi í gær af hverju hann er orðinn aðalmaðurinn í UFC-heiminum. 9. júlí 2015 11:00 Ótrúlegar vinsældir Conors í Vegas Ágangur fjölmiðla er mikill og fá færri viðtal en vilja. 9. júlí 2015 09:30 Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Sjá meira
Conor vildi veðja við White um hvenær hann rotar Mendes Það verður ekki tekið af Íranum og Íslandsvininum Conor McGregor að hann er með sjálfstraustið í lagi. 8. júlí 2015 23:30
UFC búið að slá met í miðasölu Dana White, forseti UFC, staðfesti í dag að UFC 189, sem fer fram á laugardag, hafi þegar slegið met í miðasölu. 8. júlí 2015 22:45
Írarnir elska Conor og Gunnar | Myndband Vísir hitti hressan Íra á opinni æfingu hjá UFC í gær. 9. júlí 2015 13:00
Sjáðu Conor McGregor fara á kostum á æfingu í gær | Myndband Írinn Conor McGregor sýndi í gær af hverju hann er orðinn aðalmaðurinn í UFC-heiminum. 9. júlí 2015 11:00
Ótrúlegar vinsældir Conors í Vegas Ágangur fjölmiðla er mikill og fá færri viðtal en vilja. 9. júlí 2015 09:30