Skrifar leikverk um fyrsta fólkið á Mars Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 7. júlí 2015 10:00 "Verkið er stúdía um hvernig við sviðsetjum raunveruleikann og tækin sem við notum til þess. Hvert getur flóttinn undan manni sjálfum rekið mann?“ segir Jónas Reynir. Vísir/Andri Marinó Við deyjum á Mars nefnist leikrit sem Jónas Reynir Gunnarsson er með í smíðum. Hann sendi drög að því í samkeppni Sviðslistadeildar LHÍ og þar var það valið úr 14 verkum til að verða frumsýnt af útskriftarnemendum vorið 2016. Leikritið fjallar um fólk í raunveruleikaþætti sem gerist um borð í geimskipi. Markmið þess er að öðlast frægð fyrir að vera fyrsta fólkið á Mars. Jónas Reynir er staddur í Stúdentakjallara HÍ með tölvuna sína þegar í hann næst. Hann er að skrifa og segir leikritunina verða aðalviðfangsefni næstu sex mánaða hjá honum, þökk sé styrk sem hann hafi fengið til verksins. Hann var búinn að forma verkið áður en hann sendi það í samkeppnina. „Ég vann hugmyndina eins langt og ég gat innan frestsins sem ég hafði, þannig að hún var komin vel á leið,“ lýsir hann. En hvar fékk hann hugmyndina og hvernig byrjaði hann? „Það var tekið fram að verkið ætti að vera fyrir níu leikara og ég byrjaði á að hugsa um þann hóp, þó að ég þekki hann ekki persónulega enn þá. Ramminn að hugmyndinni kom fljótlega eftir það og síðan var stutt í framhaldið. Ég sá fyrir mér metnaðarfullt ungt fólk sem vill í örvæntingu verða eitthvað. Kannski af því að ég var sjálfur að útskrifast úr Háskóla Íslands. Þannig kom kjarninn í þetta leikrit nokkuð fljótt.“ Jónas var sem sagt að útskrifast með M.A.-gráðu í ritlist frá Háskóla Íslands. Hann er hógvær þegar hann er spurður út í afrek sín í ritlistinni og kveðst ekki hafa gefið neitt út. En þegar að er gáð hefur hann skrifað handrit, smá- og myndasögur og ritstýrt tímaritinu Ókeipiss með Hugleiki Dagssyni. Auk þess hefur hann sinnt pistlaskrifum, grafískri hönnun og kvikmyndagerð. Svo er hann ekki alveg ókunnugur leikritaforminu heldur því hann samdi leikrit fyrir Menntaskólann á Egilsstöðum meðan hann var þar við nám. Pilturinn er sem sagt að austan, nánar tiltekið úr Fellabænum. „Verk Jónasar tekur á samtímanum á áhugaverðan hátt og er mjög í takt við tíðarandann. Við erum spennt fyrir útkomunni, það sem komið er lofar góðu,“ segir Steinunn Knútsdóttir deildarforseti, en hún átti sæti í dómnefndinni. Menning Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Við deyjum á Mars nefnist leikrit sem Jónas Reynir Gunnarsson er með í smíðum. Hann sendi drög að því í samkeppni Sviðslistadeildar LHÍ og þar var það valið úr 14 verkum til að verða frumsýnt af útskriftarnemendum vorið 2016. Leikritið fjallar um fólk í raunveruleikaþætti sem gerist um borð í geimskipi. Markmið þess er að öðlast frægð fyrir að vera fyrsta fólkið á Mars. Jónas Reynir er staddur í Stúdentakjallara HÍ með tölvuna sína þegar í hann næst. Hann er að skrifa og segir leikritunina verða aðalviðfangsefni næstu sex mánaða hjá honum, þökk sé styrk sem hann hafi fengið til verksins. Hann var búinn að forma verkið áður en hann sendi það í samkeppnina. „Ég vann hugmyndina eins langt og ég gat innan frestsins sem ég hafði, þannig að hún var komin vel á leið,“ lýsir hann. En hvar fékk hann hugmyndina og hvernig byrjaði hann? „Það var tekið fram að verkið ætti að vera fyrir níu leikara og ég byrjaði á að hugsa um þann hóp, þó að ég þekki hann ekki persónulega enn þá. Ramminn að hugmyndinni kom fljótlega eftir það og síðan var stutt í framhaldið. Ég sá fyrir mér metnaðarfullt ungt fólk sem vill í örvæntingu verða eitthvað. Kannski af því að ég var sjálfur að útskrifast úr Háskóla Íslands. Þannig kom kjarninn í þetta leikrit nokkuð fljótt.“ Jónas var sem sagt að útskrifast með M.A.-gráðu í ritlist frá Háskóla Íslands. Hann er hógvær þegar hann er spurður út í afrek sín í ritlistinni og kveðst ekki hafa gefið neitt út. En þegar að er gáð hefur hann skrifað handrit, smá- og myndasögur og ritstýrt tímaritinu Ókeipiss með Hugleiki Dagssyni. Auk þess hefur hann sinnt pistlaskrifum, grafískri hönnun og kvikmyndagerð. Svo er hann ekki alveg ókunnugur leikritaforminu heldur því hann samdi leikrit fyrir Menntaskólann á Egilsstöðum meðan hann var þar við nám. Pilturinn er sem sagt að austan, nánar tiltekið úr Fellabænum. „Verk Jónasar tekur á samtímanum á áhugaverðan hátt og er mjög í takt við tíðarandann. Við erum spennt fyrir útkomunni, það sem komið er lofar góðu,“ segir Steinunn Knútsdóttir deildarforseti, en hún átti sæti í dómnefndinni.
Menning Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira