Kögurjakkar og stígvél á Glastonbury Gunnhildur Jónsdóttir skrifar 30. júní 2015 10:00 Breska fyrirsætan Suki Waterhouse spókaði sig um í kögurjakka. Myndir/Getty Það fer ekki á milli mála að Glastonbury-tónlistarhátíðin er sú stærsta sem haldin er í Evrópu ár hvert. Hátíðin er haldin í Vestur-Englandi og þar flykkjast að stærstu tónlistarmenn heimsins til þess að koma fram og þekktustu stjörnur Bretlands mæta til þess að skemmta sér.Ofurfyrirsætan og þáttarstjórnandinn Alexa Chung er þekkt fyrir einstakan stíl.Glastonbury hefur lengi verið þekkt fyrir frumlega götutísku sem leggur oft línurnar fyrir komandi tískustrauma. Hér ber helst að nefna Hunter-gúmmístígvélin sem hafa verið gerð ódauðleg á hátíðinni af stjörnum á borð við Kate Moss og Alexa Chung. Þetta er hátíðin þar sem óhætt er að taka áhættu í klæðaburði enda komast allir upp með það, en í grunninn eru margir að vinna með það sem hefur verið lengi í tísku í tísku eins og til dæmis blómahárbönd, gallastuttbuxur og kögurvesti og kjóla. Það voru líka margir sem fóru nýjar leiðir og prófuðu alveg nýja hluti. Helst ber að nefna níðþrönga samfestinga, mynstraðar skyrtur og silkikjóla. Flestir voru í Hunter-stígvélunum eða Dr. Martens hermannaskóm. Speglasólgleraugu og mittistöskur voru eins og rauður þráður í gegnum hátíðina ásamt derhúfum. Fatahönnuðurinn Stella McCartney lét sig ekki vanta á Glastonbury.Tíska er þó ekki það eina sem hátíðin snýst um en tónlistarmenn slást um að fá að spila á hátíðinni. Skipuleggjendur Glastonbury hafa sætt mikilli gagnrýni þetta árið vegna þess að þeir fengu rapparann Kanye West til þess að vera með aðaltónleikana. Aðdáendur hátíðarinnar voru afar ósáttir þar sem Glastonbury hefur alltaf verið rokkhátíð. Kanye náði heldur betur að þagga niður í gagnrýnendum sínum og hélt eina flottustu tónleika sem sögur fara af. Söngkonan Adele sást í fyrsta skipti svo mánuðum skiptir opinberlega.Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem tónlistamaður úr annarri tónlistastefnu er aðalnúmerið á Glastonbury en Beyoncé hlaut þann heiður árið 2011 og var þá fyrsta konan sem náði þeim árangri í 20 ár. Foo Fighters áttu að vera eitt af aðalnúmerunum þetta árið ásamt Kanye, en söngvari sveitarinnar, Dave Grohl, fótbrotnaði fyrir stuttu og náði því ekki að koma fram. Florence and the Machines komu í þeirra stað.FKA kom fram á hátíðinni viku eftir að hún kom fram hér á Íslandi.Pharrell Williams, The Who, Alt-J, FKA Twigs, Lionel Richie og ótal margir aðrir komu einnig fram á hátíðinni. Talið er að um 150.000 gestir hafi verið á svæðinu en tónleikunum er dreift á mörg svið svo hægt sé að hafa betri stjórn á mannfjöldanum. Athygli vakti að Dalai Lama mætti á svæðið og ávarpaði gesti frá aðalsviðinu ásamt söngkonunni Patti Smith. Tilefnið var 80 ára afmæli hans í næstu viku. Saman kynntu Dalai Lama og Patti herrann Lionel Richie upp á svið.Kanye West og Kim Kardashian mættu í þyrlu frá London. Kanye hélt svakalega tónleika á laugardagskvöldið. Tengdar fréttir Undirskriftalisti gegn Kanye West Karlgeyið á ekki sjö dagana sæla og nú hafa Glastonbury gestir hafnað komu hans. 19. mars 2015 00:01 Limp Bizkit langar á Glastonbury Fred Durst og félagar í Limp Bizkit yrðu þakklátir ef þeim yrði boðið að spila á hátíðinni. Þá er ný plata væntanleg frá sveitinni. 10. júlí 2014 19:30 Götutískan á Glastonbury Stjörnurnar létu sig ekki vanta á tónlistarhátíðina. 2. júlí 2014 11:30 Geta vel hugsað sér að spila á Glastonbury hátíðinni Meðlimir AC/DC hafa lýst yfir áhuga á að koma fram á Glastonbury næsta sumar 2. desember 2014 14:17 Kanye West söng Bohemian Rhapsody á Glastonbury Svar hans við gagnrýnendum sem vildu rokksveit í stað rappara sem aðalnúmer hátíðarinnar. 28. júní 2015 23:24 Dalai Lama hitar upp fyrir Lionel Richie á Glastonbury Svo virðist sem Dalai Lama, leiðtogi búddista í Tíbet og æðsti kennimaður í Gelug-reglunnar, muni hita upp fyrir bandarísku stórstjörnuna Lionel Richie á Glastonbury-hátíðinni á næsta ári. 6. janúar 2015 13:21 Geggjuð Glastonbury-hátíð Nú liggur fyrir hvaða listamenn koma fram á Glastonbury-tónlistarhátíðinni en hátíðin er ein sú allra stærsta í heiminum. 2. júní 2015 15:00 Hressa upp á Glastonbury-hátíðina Lars Ulrich, trommuleikari Metallica tjáði sig um gagnrýnisraddir gagnvart því að Metallica verði aðalnúmerið á Glastonbury. 25. júní 2014 15:30 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Það fer ekki á milli mála að Glastonbury-tónlistarhátíðin er sú stærsta sem haldin er í Evrópu ár hvert. Hátíðin er haldin í Vestur-Englandi og þar flykkjast að stærstu tónlistarmenn heimsins til þess að koma fram og þekktustu stjörnur Bretlands mæta til þess að skemmta sér.Ofurfyrirsætan og þáttarstjórnandinn Alexa Chung er þekkt fyrir einstakan stíl.Glastonbury hefur lengi verið þekkt fyrir frumlega götutísku sem leggur oft línurnar fyrir komandi tískustrauma. Hér ber helst að nefna Hunter-gúmmístígvélin sem hafa verið gerð ódauðleg á hátíðinni af stjörnum á borð við Kate Moss og Alexa Chung. Þetta er hátíðin þar sem óhætt er að taka áhættu í klæðaburði enda komast allir upp með það, en í grunninn eru margir að vinna með það sem hefur verið lengi í tísku í tísku eins og til dæmis blómahárbönd, gallastuttbuxur og kögurvesti og kjóla. Það voru líka margir sem fóru nýjar leiðir og prófuðu alveg nýja hluti. Helst ber að nefna níðþrönga samfestinga, mynstraðar skyrtur og silkikjóla. Flestir voru í Hunter-stígvélunum eða Dr. Martens hermannaskóm. Speglasólgleraugu og mittistöskur voru eins og rauður þráður í gegnum hátíðina ásamt derhúfum. Fatahönnuðurinn Stella McCartney lét sig ekki vanta á Glastonbury.Tíska er þó ekki það eina sem hátíðin snýst um en tónlistarmenn slást um að fá að spila á hátíðinni. Skipuleggjendur Glastonbury hafa sætt mikilli gagnrýni þetta árið vegna þess að þeir fengu rapparann Kanye West til þess að vera með aðaltónleikana. Aðdáendur hátíðarinnar voru afar ósáttir þar sem Glastonbury hefur alltaf verið rokkhátíð. Kanye náði heldur betur að þagga niður í gagnrýnendum sínum og hélt eina flottustu tónleika sem sögur fara af. Söngkonan Adele sást í fyrsta skipti svo mánuðum skiptir opinberlega.Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem tónlistamaður úr annarri tónlistastefnu er aðalnúmerið á Glastonbury en Beyoncé hlaut þann heiður árið 2011 og var þá fyrsta konan sem náði þeim árangri í 20 ár. Foo Fighters áttu að vera eitt af aðalnúmerunum þetta árið ásamt Kanye, en söngvari sveitarinnar, Dave Grohl, fótbrotnaði fyrir stuttu og náði því ekki að koma fram. Florence and the Machines komu í þeirra stað.FKA kom fram á hátíðinni viku eftir að hún kom fram hér á Íslandi.Pharrell Williams, The Who, Alt-J, FKA Twigs, Lionel Richie og ótal margir aðrir komu einnig fram á hátíðinni. Talið er að um 150.000 gestir hafi verið á svæðinu en tónleikunum er dreift á mörg svið svo hægt sé að hafa betri stjórn á mannfjöldanum. Athygli vakti að Dalai Lama mætti á svæðið og ávarpaði gesti frá aðalsviðinu ásamt söngkonunni Patti Smith. Tilefnið var 80 ára afmæli hans í næstu viku. Saman kynntu Dalai Lama og Patti herrann Lionel Richie upp á svið.Kanye West og Kim Kardashian mættu í þyrlu frá London. Kanye hélt svakalega tónleika á laugardagskvöldið.
Tengdar fréttir Undirskriftalisti gegn Kanye West Karlgeyið á ekki sjö dagana sæla og nú hafa Glastonbury gestir hafnað komu hans. 19. mars 2015 00:01 Limp Bizkit langar á Glastonbury Fred Durst og félagar í Limp Bizkit yrðu þakklátir ef þeim yrði boðið að spila á hátíðinni. Þá er ný plata væntanleg frá sveitinni. 10. júlí 2014 19:30 Götutískan á Glastonbury Stjörnurnar létu sig ekki vanta á tónlistarhátíðina. 2. júlí 2014 11:30 Geta vel hugsað sér að spila á Glastonbury hátíðinni Meðlimir AC/DC hafa lýst yfir áhuga á að koma fram á Glastonbury næsta sumar 2. desember 2014 14:17 Kanye West söng Bohemian Rhapsody á Glastonbury Svar hans við gagnrýnendum sem vildu rokksveit í stað rappara sem aðalnúmer hátíðarinnar. 28. júní 2015 23:24 Dalai Lama hitar upp fyrir Lionel Richie á Glastonbury Svo virðist sem Dalai Lama, leiðtogi búddista í Tíbet og æðsti kennimaður í Gelug-reglunnar, muni hita upp fyrir bandarísku stórstjörnuna Lionel Richie á Glastonbury-hátíðinni á næsta ári. 6. janúar 2015 13:21 Geggjuð Glastonbury-hátíð Nú liggur fyrir hvaða listamenn koma fram á Glastonbury-tónlistarhátíðinni en hátíðin er ein sú allra stærsta í heiminum. 2. júní 2015 15:00 Hressa upp á Glastonbury-hátíðina Lars Ulrich, trommuleikari Metallica tjáði sig um gagnrýnisraddir gagnvart því að Metallica verði aðalnúmerið á Glastonbury. 25. júní 2014 15:30 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Undirskriftalisti gegn Kanye West Karlgeyið á ekki sjö dagana sæla og nú hafa Glastonbury gestir hafnað komu hans. 19. mars 2015 00:01
Limp Bizkit langar á Glastonbury Fred Durst og félagar í Limp Bizkit yrðu þakklátir ef þeim yrði boðið að spila á hátíðinni. Þá er ný plata væntanleg frá sveitinni. 10. júlí 2014 19:30
Geta vel hugsað sér að spila á Glastonbury hátíðinni Meðlimir AC/DC hafa lýst yfir áhuga á að koma fram á Glastonbury næsta sumar 2. desember 2014 14:17
Kanye West söng Bohemian Rhapsody á Glastonbury Svar hans við gagnrýnendum sem vildu rokksveit í stað rappara sem aðalnúmer hátíðarinnar. 28. júní 2015 23:24
Dalai Lama hitar upp fyrir Lionel Richie á Glastonbury Svo virðist sem Dalai Lama, leiðtogi búddista í Tíbet og æðsti kennimaður í Gelug-reglunnar, muni hita upp fyrir bandarísku stórstjörnuna Lionel Richie á Glastonbury-hátíðinni á næsta ári. 6. janúar 2015 13:21
Geggjuð Glastonbury-hátíð Nú liggur fyrir hvaða listamenn koma fram á Glastonbury-tónlistarhátíðinni en hátíðin er ein sú allra stærsta í heiminum. 2. júní 2015 15:00
Hressa upp á Glastonbury-hátíðina Lars Ulrich, trommuleikari Metallica tjáði sig um gagnrýnisraddir gagnvart því að Metallica verði aðalnúmerið á Glastonbury. 25. júní 2014 15:30