Afgerandi samþykki í kjöri um samninga við SA og FA Óli Kristján Ármannsson skrifar 23. júní 2015 08:00 Eftir undirritun. Sigurður Bessason, formaður Eflingar og talsmaður Flóabandalagsins, og Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastóri SA, eftir undirritun samninga hjá Ríkissáttasemjara 29. maí síðastliðinn. vísir/vilhelm Yfirgnæfandi meirihluti félagsmanna VR, LÍV, Starfsgreinasambandsins og Flóabandalagsins hafa samþykkt kjarasamning félaganna við Samtök atvinnulífsins (SA) og Félag atvinnurekenda (FA) sem skrifað var undir í lok maí. Kosningunni um samningana, sem hófst í annari viku júnímánaðar, lauk í gær og lá niðurstaða fyrir samdægurs hjá félögunum. Samningarnir gilda til loka árs 2018 og ná til tæplega 70 þúsund manns á vinnumarkaði. Hjá aðildarfélögunum fimmtán hjá Starfsgreinasambandinu voru samningarnir samþykktir með rétt tæplega 80 prósenta meirihluta, frá 71,67 prósentum hjá Bárunni stéttarfélagi til 89.81 prósents meirihluta hjá Verkalýðsfélagi Suðurlands. Kjörsókn var að jafnaði 25,07 prósent, minnst hjá Bárunni 14,22 prósent og mest hjá Verkalýðs- og sjómannafélagi Bolungarvíkur 43,82 prósent.Björn SnæbjörnssonBjörn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins, er ánægður með niðurstöðun, í heild, sem og hjá Einingu-Iðju sem hann veitir forystu. „Hjá okkur sögðu 73,51 prósent já, sem er mjög afgerandi,“ segir hann. Kosningaþátttaka hafi verið rétt rúm 24 prósent sem sé örlítið lakara en í síðustu samningum. „Við erum því mjög ánægð með niðurstöðuna. Þeir sem tóku þátt eru alla vega ánægðir,“ segir hann. Hjá öðrum gantast hann svo með að líta megi á þögnina sem samþykki. Hjá VR sögðu 73,9 prósent já við samningi samtakanna við SA og 72,4 prósent við samningnum við Félag atvinnurekenda. Þáttaka var 23,8 og 26,16 prósent. Fram kemur í tilkynningu VR að þáttakan í kosningunni hafi ekki verið meiri undanfarinn áratug. Mest hafi hún verið 15,5 prósent árið 2011 og innan við 10 prósent árið 2004.Ólafía B. Rafnsdóttir t.h.Þá lýsir Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, ánægju með afgerandi meirihluta þeirra sem samþykktu samninginn. Í tilkynningu VR segir hún síðan sé ábyrgð atvinnurekenda ekki síður en launamanna að tryggja að samningarnir skili þeim ávinningi sem að hafi verið stefnt og stuðli að stöðugleika. „Atvinnurekendur verða að tryggja að launahækkunum sé ekki velt út í verðlagið og að þær skili sér til launafólks. Þeir sem enn eiga eftir að semja eiga að semja á sömu nótum og hér hefur nú verið samþykkt, að öðrum kosti verða okkar samningar lausir snemma árs 2016,“ segir hún. Félög Flóabandalagsins, sem eru Efling, Hlíf og Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis, samþykktu einnig samninginn við SA með 78,9 prósentum greiddra atkvæða. Af 17.085 á kjörskrá greiddu 2.883 atkvæði, eða 19,9 prósent. Sigurður Bessason, formaður Eflingar og talsmaður Flóabandalagsins segir á vef félagsins að ekki verði efast um að samningurinn njóti stuðnings í samfélaginu þegar félagsmenn stærstu samningsaðila á almenna vinnumarkaðnum hafi samþykkt hann með miklum meirihluta. Verkfall 2016 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Sjá meira
Yfirgnæfandi meirihluti félagsmanna VR, LÍV, Starfsgreinasambandsins og Flóabandalagsins hafa samþykkt kjarasamning félaganna við Samtök atvinnulífsins (SA) og Félag atvinnurekenda (FA) sem skrifað var undir í lok maí. Kosningunni um samningana, sem hófst í annari viku júnímánaðar, lauk í gær og lá niðurstaða fyrir samdægurs hjá félögunum. Samningarnir gilda til loka árs 2018 og ná til tæplega 70 þúsund manns á vinnumarkaði. Hjá aðildarfélögunum fimmtán hjá Starfsgreinasambandinu voru samningarnir samþykktir með rétt tæplega 80 prósenta meirihluta, frá 71,67 prósentum hjá Bárunni stéttarfélagi til 89.81 prósents meirihluta hjá Verkalýðsfélagi Suðurlands. Kjörsókn var að jafnaði 25,07 prósent, minnst hjá Bárunni 14,22 prósent og mest hjá Verkalýðs- og sjómannafélagi Bolungarvíkur 43,82 prósent.Björn SnæbjörnssonBjörn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins, er ánægður með niðurstöðun, í heild, sem og hjá Einingu-Iðju sem hann veitir forystu. „Hjá okkur sögðu 73,51 prósent já, sem er mjög afgerandi,“ segir hann. Kosningaþátttaka hafi verið rétt rúm 24 prósent sem sé örlítið lakara en í síðustu samningum. „Við erum því mjög ánægð með niðurstöðuna. Þeir sem tóku þátt eru alla vega ánægðir,“ segir hann. Hjá öðrum gantast hann svo með að líta megi á þögnina sem samþykki. Hjá VR sögðu 73,9 prósent já við samningi samtakanna við SA og 72,4 prósent við samningnum við Félag atvinnurekenda. Þáttaka var 23,8 og 26,16 prósent. Fram kemur í tilkynningu VR að þáttakan í kosningunni hafi ekki verið meiri undanfarinn áratug. Mest hafi hún verið 15,5 prósent árið 2011 og innan við 10 prósent árið 2004.Ólafía B. Rafnsdóttir t.h.Þá lýsir Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, ánægju með afgerandi meirihluta þeirra sem samþykktu samninginn. Í tilkynningu VR segir hún síðan sé ábyrgð atvinnurekenda ekki síður en launamanna að tryggja að samningarnir skili þeim ávinningi sem að hafi verið stefnt og stuðli að stöðugleika. „Atvinnurekendur verða að tryggja að launahækkunum sé ekki velt út í verðlagið og að þær skili sér til launafólks. Þeir sem enn eiga eftir að semja eiga að semja á sömu nótum og hér hefur nú verið samþykkt, að öðrum kosti verða okkar samningar lausir snemma árs 2016,“ segir hún. Félög Flóabandalagsins, sem eru Efling, Hlíf og Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis, samþykktu einnig samninginn við SA með 78,9 prósentum greiddra atkvæða. Af 17.085 á kjörskrá greiddu 2.883 atkvæði, eða 19,9 prósent. Sigurður Bessason, formaður Eflingar og talsmaður Flóabandalagsins segir á vef félagsins að ekki verði efast um að samningurinn njóti stuðnings í samfélaginu þegar félagsmenn stærstu samningsaðila á almenna vinnumarkaðnum hafi samþykkt hann með miklum meirihluta.
Verkfall 2016 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Sjá meira