Til hamingju með daginn! Sóley Tómasdóttir skrifar 19. júní 2015 07:00 Í dag hafa konur haft kosningarétt á Íslandi í 100 ár. Kvenfrelsisbaráttan er enn eldri. Hún hefur skilað okkur mikilvægum lýðræðislegum réttindum og samfélagi þar sem konur og karlar hafa sama rétt og sömu skyldur. Að minnsta kosti að forminu til.Jafnrétti á heimsmælikvarða Hvergi mælist meira jafnrétti en á Íslandi. Það er vissulega fagnaðarefni, þó enn sé langt í land. Á Íslandi er kynbundinn launamunur, það hallar á konur í stjórnmálum, í fjölmiðlum og í atvinnulífi og kynbundið ofbeldi er daglegt brauð. Þessu verður að breyta.Áhrif kvenna Kvennabaráttan hefur verið háð frá örófi alda með ólíkum aðferðum og vegna ólíkra mála. Kosningarétturinn var stórt og þýðingarmikið skref, en konur hafa í gegnum tíðina haft margslungin áhrif á samfélagið og samfélagsgerðina. Heilbrigðiskerfið væri ekki eins og það er í dag án vaskrar framgöngu kvenna sem á sínum tíma beittu sér fyrir byggingu spítala. Fæðingarorlof væri ekki eins og það er í dag. Fóstureyðingalöggjöfin væri varla til, ekki frekar en leikskólar svo einhver dæmi séu nefnd. Með auknum áhrifum kvenna hafa áherslur samfélagsins breyst – okkur öllum til góða.Samtíminn Enn er margt ógert og það getur reynt á þolinmæðina. Í dag er þó fullt tilefni til bjartsýni. Ungir og kraftmiklir femínistar stíga fram um þessar mundir og breyta og bylta á áhrifaríkan hátt. Í vetur hafa þær hafnað skilgreiningum klámvæðingarinnar á líkömum kvenna, þær hafa afhjúpað og mótmælt hversdagslegu misrétti og þær hafa talað upphátt og opinskátt um reynslu sína af kynbundnu ofbeldi. Þessi barátta er eðlilegt framhald af baráttu formæðra okkar fyrir kosningaréttinum og baráttu rauðsokkanna, kvennaframboðs og kvennalista undir lok síðustu aldar.Reykjavíkurborg Reykjavíkurborg mun fagna árunum 100 með 100 viðburðum. Markmiðið er að fagna þeim árangri sem náðst hefur með fjölbreyttum hætti, en hvetja á sama tíma til frekari framfara. Þannig leggjum við okkar af mörkum til að gera fjölbreytileika kvenna og verka þeirra sýnilegri í samfélaginu.Afmælisdagurinn Í dag verður afmælinu fagnað með fjölbreyttum hætti í miðborginni. Framlag Reykjavíkurborgar verður í anda þess sem hér hefur verið rakið, til heiðurs formæðrum okkar en með áherslu á frekari framfarir. Samkvæmt hefð verður blómsveigur frá Reykvíkingum lagður á leiði Bríetar Bjarnhéðinsdóttur og í eftirmiðdaginn verður opnuð vegleg sýning á Kjarvalsstöðum í tilefni dagsins. Dagskráin í Ráðhúsinu verður þó alfarið í höndum ungra femínista sem hafa hannað og skipulagt dagskrána í anda málefna líðandi stundar. Þannig heiðrum við formæður okkar og lýðræðis- og frelsishetjur framtíðar á sama tíma. Til hamingju með daginn. Áfram stelpur! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sóley Tómasdóttir Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Í dag hafa konur haft kosningarétt á Íslandi í 100 ár. Kvenfrelsisbaráttan er enn eldri. Hún hefur skilað okkur mikilvægum lýðræðislegum réttindum og samfélagi þar sem konur og karlar hafa sama rétt og sömu skyldur. Að minnsta kosti að forminu til.Jafnrétti á heimsmælikvarða Hvergi mælist meira jafnrétti en á Íslandi. Það er vissulega fagnaðarefni, þó enn sé langt í land. Á Íslandi er kynbundinn launamunur, það hallar á konur í stjórnmálum, í fjölmiðlum og í atvinnulífi og kynbundið ofbeldi er daglegt brauð. Þessu verður að breyta.Áhrif kvenna Kvennabaráttan hefur verið háð frá örófi alda með ólíkum aðferðum og vegna ólíkra mála. Kosningarétturinn var stórt og þýðingarmikið skref, en konur hafa í gegnum tíðina haft margslungin áhrif á samfélagið og samfélagsgerðina. Heilbrigðiskerfið væri ekki eins og það er í dag án vaskrar framgöngu kvenna sem á sínum tíma beittu sér fyrir byggingu spítala. Fæðingarorlof væri ekki eins og það er í dag. Fóstureyðingalöggjöfin væri varla til, ekki frekar en leikskólar svo einhver dæmi séu nefnd. Með auknum áhrifum kvenna hafa áherslur samfélagsins breyst – okkur öllum til góða.Samtíminn Enn er margt ógert og það getur reynt á þolinmæðina. Í dag er þó fullt tilefni til bjartsýni. Ungir og kraftmiklir femínistar stíga fram um þessar mundir og breyta og bylta á áhrifaríkan hátt. Í vetur hafa þær hafnað skilgreiningum klámvæðingarinnar á líkömum kvenna, þær hafa afhjúpað og mótmælt hversdagslegu misrétti og þær hafa talað upphátt og opinskátt um reynslu sína af kynbundnu ofbeldi. Þessi barátta er eðlilegt framhald af baráttu formæðra okkar fyrir kosningaréttinum og baráttu rauðsokkanna, kvennaframboðs og kvennalista undir lok síðustu aldar.Reykjavíkurborg Reykjavíkurborg mun fagna árunum 100 með 100 viðburðum. Markmiðið er að fagna þeim árangri sem náðst hefur með fjölbreyttum hætti, en hvetja á sama tíma til frekari framfara. Þannig leggjum við okkar af mörkum til að gera fjölbreytileika kvenna og verka þeirra sýnilegri í samfélaginu.Afmælisdagurinn Í dag verður afmælinu fagnað með fjölbreyttum hætti í miðborginni. Framlag Reykjavíkurborgar verður í anda þess sem hér hefur verið rakið, til heiðurs formæðrum okkar en með áherslu á frekari framfarir. Samkvæmt hefð verður blómsveigur frá Reykvíkingum lagður á leiði Bríetar Bjarnhéðinsdóttur og í eftirmiðdaginn verður opnuð vegleg sýning á Kjarvalsstöðum í tilefni dagsins. Dagskráin í Ráðhúsinu verður þó alfarið í höndum ungra femínista sem hafa hannað og skipulagt dagskrána í anda málefna líðandi stundar. Þannig heiðrum við formæður okkar og lýðræðis- og frelsishetjur framtíðar á sama tíma. Til hamingju með daginn. Áfram stelpur!
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar