Höldum baráttunni áfram Árni Páll Árnason skrifar 19. júní 2015 07:00 Við fögnum í dag aldarafmæli kosningaréttar kvenna. Bríet Bjarnhéðinsdóttir þakkaði fyrir réttum 100 árum þingmönnunum sem komu að því að breyta stjórnarskránni. Þeir voru auðvitað allir karlar. Það minnir okkur á að það er ekki síður hlutverk karla en kvenna að koma jafnrétti á. Að karlar sameinist gegn ofbeldi gegn konum. Að karlar hætti að mismuna konum á vinnustöðum. Að karlar axli jafnan hlut af heimilishaldi á við konur. Að karlar starfi við hlið kvenna í baráttunni fyrir auknu frelsi og auknum völdum kvenna. Í dag verðum við vitni að nýrri bylgju femínisma. Hún birtist í brjóstabyltingu, til að brjótast út úr staðalmyndum kynjanna og hrelliklámi. Hún birtist í hreinskilinni umræðu um kynbundið ofbeldi, sem hefur náð nýjum hæðum á Beauty tips upp á síðkastið. Það gleður að sjá nýjar kynslóðir berjast, en það er sorgleg áminning um hversu hægar framfarirnar eru þegar enn ein kynslóð ungra kvenna telur sig knúna til að berjast fyrir sjálfsögðum réttindum. Það er líka áminning um að barátta fyrir réttindum er stöðug, því annars blasir við kyrrstaða eða afturför. Dæmi um það er stytting fæðingarorlofsins og baráttan við kynbundinn launamun. Amma mín var lausaleiksbarn einstæðrar móður, fæddrar í blóðskömm í vistarbandi. Saga hennar og langömmu minnar minnir á að Ísland er ekki bara kynskipt land heldur líka stéttskipt. Betur menntaðar og betur stæðar konur leiddu baráttuna fyrir kosningaréttinum og fátækir karlar fengu kosningarétt um leið og konur. Á bænaskjölum þúsunda kvenna um kosningarétt er nöfn vinnukvenna og niðursetninga hvergi að finna. Það er því engin tilviljun að stjórnmálahreyfing jafnaðarmanna fagnar 100 ára afmæli á næsta ári. Hún varð til sem svar við kosningarétti fjöldans. Tilgangur hennar hefur frá upphafi verið að veita þeim afl sem áttu hvorki rödd né völd. Við fylgjum nú femínískri hugmyndafræði og við erum stolt af framlagi Kvennalistans til hreyfingar okkar. Á komandi öld verður barátta jafnaðarmanna áfram barátta fyrir fjöldann gegn forréttindum fárra, fyrir jafnrétti og jöfnum tækifærum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Við fögnum í dag aldarafmæli kosningaréttar kvenna. Bríet Bjarnhéðinsdóttir þakkaði fyrir réttum 100 árum þingmönnunum sem komu að því að breyta stjórnarskránni. Þeir voru auðvitað allir karlar. Það minnir okkur á að það er ekki síður hlutverk karla en kvenna að koma jafnrétti á. Að karlar sameinist gegn ofbeldi gegn konum. Að karlar hætti að mismuna konum á vinnustöðum. Að karlar axli jafnan hlut af heimilishaldi á við konur. Að karlar starfi við hlið kvenna í baráttunni fyrir auknu frelsi og auknum völdum kvenna. Í dag verðum við vitni að nýrri bylgju femínisma. Hún birtist í brjóstabyltingu, til að brjótast út úr staðalmyndum kynjanna og hrelliklámi. Hún birtist í hreinskilinni umræðu um kynbundið ofbeldi, sem hefur náð nýjum hæðum á Beauty tips upp á síðkastið. Það gleður að sjá nýjar kynslóðir berjast, en það er sorgleg áminning um hversu hægar framfarirnar eru þegar enn ein kynslóð ungra kvenna telur sig knúna til að berjast fyrir sjálfsögðum réttindum. Það er líka áminning um að barátta fyrir réttindum er stöðug, því annars blasir við kyrrstaða eða afturför. Dæmi um það er stytting fæðingarorlofsins og baráttan við kynbundinn launamun. Amma mín var lausaleiksbarn einstæðrar móður, fæddrar í blóðskömm í vistarbandi. Saga hennar og langömmu minnar minnir á að Ísland er ekki bara kynskipt land heldur líka stéttskipt. Betur menntaðar og betur stæðar konur leiddu baráttuna fyrir kosningaréttinum og fátækir karlar fengu kosningarétt um leið og konur. Á bænaskjölum þúsunda kvenna um kosningarétt er nöfn vinnukvenna og niðursetninga hvergi að finna. Það er því engin tilviljun að stjórnmálahreyfing jafnaðarmanna fagnar 100 ára afmæli á næsta ári. Hún varð til sem svar við kosningarétti fjöldans. Tilgangur hennar hefur frá upphafi verið að veita þeim afl sem áttu hvorki rödd né völd. Við fylgjum nú femínískri hugmyndafræði og við erum stolt af framlagi Kvennalistans til hreyfingar okkar. Á komandi öld verður barátta jafnaðarmanna áfram barátta fyrir fjöldann gegn forréttindum fárra, fyrir jafnrétti og jöfnum tækifærum.
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar