Tvær hliðar á einstakri listakonu Magnús Guðmundsson skrifar 19. júní 2015 12:00 Hrafnhildur Schram sýningarstjóri á Tvær sterkar. Visir/GVA Júlíana Sveinsdóttir myndlistarkona fæddist að Sveinsstöðum í Vestmannaeyjum 31. júlí árið 1889 og lést í Kaupmannahöfn 17. apríl 1966. Júlíana var að sönnu mikill frumkvöðull í listsköpun íslenskra kvenna. Það er því einkar viðeigandi að í dag, á kvennadegi á 100 ára kosningaréttarafmæli íslenskra kvenna, séu opnaðar á Kjarvalsstöðum tvær sýningar á verkum Júlíönu og tveggja annarra listakvenna.Tvær sterkar Á sýningunni Tvær sterkar gefur að líta málaralist Júlíönu og færeysku listakonunnar Ruth Smith, en hún var einnig á meðal frumkvöðla í málaralist norrænna kvenna. Sýningarstjóri er Hrafnhildur Schram og hún segist fyrst hafa áttað sig á því hvað þessar tvær listakonur áttu margt sameiginlegt þegar hún var á ferð um Færeyjar fyrir um tveimur árum.Eyjakonur „Báðar koma þessar konur frá litlum og afskekktum eyjum í Norður-Atlantshafi, Júlíana frá Vestmannaeyjum en Ruth frá Suðurey, sem er ein afskekktasta byggð Færeyja. Báðar fara þær til Kaupmannahafnar og fljúga þar rakleitt inn í Listaakademíuna, þó svo Júlíana hafi verið nokkuð fyrr á ferðinni. En sterkastur er eflaust strengurinn þegar horft er til þess hvað þær mála og hvernig. Það er því gríðarlega skemmtilegt verkefni að setja þær upp saman og gefa fólki kost á að skoða þær saman. Júlíana var alla tíð síðan búsett í Danmörku. Hún var einfari alla tíð en hún fór alltaf mikið heim á sumrin og með heim á ég við til Vestmannaeyja og þar málaði hún gríðarlega mikið. En hún málaði vissulega líka víðar um landið eins og til að mynda á Þingvöllum og á Snæfellsnesi. Ruth dvaldi í nokkur ár í Kaupmannahöfn þar sem hún kynntist eiginmanni sinum, dönskum arkitekt, og saman eignuðust þau tvö börn, en þau fluttu seinna meir heim til Suðureyjar og þar lést Ruth aðeins fjörutíu og fimm ára gömul. Ruth stundaði alla tíð sjósund en eftir eina slíka ferð skilaði hún sér ekki aftur og fannst að endingu látin. Það er dapurlegt að hugsa til þess hversu miklu stærra og meira höfundarverk hennar hefði getað orðið hefði hún haft til þess meiri tíma. Það er þó engu að síður mjög glæsilegt.“Litir og mótív Hrafnhildur segir að eitt af því sem hafi einkennt bæði Júlíönu og Ruth sem listmálara hafi verið einstakt næmi fyrir litum. „Þær voru ekki mikið fyrir að mála í sól þessar konur. Þegar Júlíana fór til að mynda á Snæfellsnesið til þess að mála þá fannst henni allt verða flatt í sólinni. Hún vildi frekar ský og jafnvel þoku og eins var þetta með Ruth. Þannig voru þær báðar dálítið háðar duttlungum náttúrunnar. Það er líka merkilegt að skoða hversu svipuð mótív þær eru að takast á við á sínum ferli. Báðar mála þær landslag og þá eru þær einmitt oft að takast á við það sem stendur þeim nærri. Samstillingar eða kyrralífsmyndir eru einnig stór hluti af höfundarverki þeirra að ógleymdum portrettmyndunum. Það má segja að sjálfsmyndir séu svo alveg sérkafli á meðal portrettmyndanna, en þær mála báðar afskaplega óvægin portrett. Júlíana leitaðist til að mynda við að mála fólk þannig að sérkenni þess og persónuleiki væru ríkulegur hluti af myndinni. Það má eiginlega segja að hún hafi málað myndir um fólk fremur en myndir af fólki.“Sigríður Guðjónsdóttir aðstoðarsýningarstjóri og Ingibjörg Jónsdóttir sýningarstjóri Lóðrétt/Lárétt. Visir/GVALóðrétt/Lárétt Júlíana Sveinsdóttir átti sér aðra hlið sem listakona. Hlið sem minna hefur farið fyrir hér heima en er listunnendum í Danmörku vel kunn, en það er vefnaðarlistakonan Júlíana. Samhliða opnun sýningarinnar á málaralist Júlíönu og Ruthar er einnig opnuð að Kjarvalstöðum sýningin Lóðrétt/Lárétt en þar eru sýnd veflistaverk Júlíönu og þýsku listakonunnar Anni Albers (1899–1994) sem var einn áhrifamesti veflistamaður liðinnar aldar.Ofin tilviljun Sýningarstjóri Lóðrétt/Lárétt er Ingibjörg Jónsdóttir og hún segir að lengi vel hafi verið lítill áhugi á veflistakonunni Júlíönu Sveinsdóttur. „En Júlíana er hins vegar talin með helstu frumkvöðlum vefnaðarlistar í Danmörku. Það var reyndar fyrir tilviljun að hún byrjaði að vefa. Hún varð að sjá fyrir sér með kennslu og fannst það svona frekar leiðinlegt og leitaði að einhverju öðru til þess að sjá sér farborða. Fékk lánaðan vefstól og fór að framleiða nytjavefnað sem hún seldi og gat þannig losnað við kennsluna. En svo fer hún að gera sér grein fyrir að þetta er afar listrænn miðill sem hún er með í höndunum svo hún fer og lærir vefnað. Fer aftur á akademíuna um 1920 og er þar með hléum í nokkur ár. Ör þróun Á þessum árum varð mikil þróun í vefnaði í Evrópu vegna þess að það hafði verið mikið unnið þannig að fyrirmyndir (málverk eða teikningar) voru yfirfærðar í vefnað. En þar komum við að því að við erum líka að sýna verk eftir Anni Albers sem er ein af Bauhaus-vefurunum svokölluðu sem eru á meðal helstu áhrifavalda í þessari þróun. Á þessum tíma er abstraktlistin að koma og innan Bauhaus voru framsæknir málarar að þróa abstrakt málverkið. Þetta hafði mikil áhrif inn í vefinn. Í fyrsta skipti fóru listamenn að skapa vefnaðarverk út frá lögmálum vefnaðarins og þar kemur titill sýningarinnar Lóðrétt/Lárétt, sem er uppistaðan í ívafi. Vel menntaðir myndlistarmenn fara að vinna í vefnaði og fara að skilja möguleikana og við það breytast verkin og miðillinn eignast sína eigin sjálfstæðu rödd.Frumkvöðlar Ingibjörg nefnir að ein helsta ástæðan fyrir því að á sýningunni séu sýnd saman verk eftir Júlíönu og Anni sé að þær hafi verið samtímakonur sem báðar tóku þátt í þessari þróun. „Það er gaman að benda á hvaðan þessi áhrif koma upprunalega og það sést þarna ákveðin þróun bæði á heimsvísu og í Skandinavíu, tveir sterkir frumkvöðlar. Þær eru báðar menntaðar myndlistarkonur og vinna líka í öðrum miðlum. Anni vann líka mikið með teikningar og prent, hún ætlaði að verða málari en þegar hún sest í Bauhaus-skólann var fyrirkomulagið þannig að allir þurftu að velja sér verkstæði. Eins og t.d. Josef Albers, eiginmaður Anni, hann vann til að mynda lengi vel einkum í gler en varð svo síðar frægur málari. Anni og Josef þurftu svo seinna að flýja Þýskaland nasismans og settust að í Bandaríkjunum. En málið er að þær Júlíana og Anni völdu vefinn. Sáu möguleikana og nýttu þá á skapandi hátt og svo er ákveðinn þráður á milli verka þeirra að því leyti að þær vinna abstrakt. Júlíana vann aðeins abstrakt í vefnum en aldrei í málverki en áhrifin komu fremur fram í litum og áferð. Í prentmyndum Anni sér maður líka ákveðin áhrif – myndir sem eru eins og marglaga vefur og mynstur. Þannig geta málverkið og vefurinn gefið hvort öðru svo mikið.“ Menning Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Júlíana Sveinsdóttir myndlistarkona fæddist að Sveinsstöðum í Vestmannaeyjum 31. júlí árið 1889 og lést í Kaupmannahöfn 17. apríl 1966. Júlíana var að sönnu mikill frumkvöðull í listsköpun íslenskra kvenna. Það er því einkar viðeigandi að í dag, á kvennadegi á 100 ára kosningaréttarafmæli íslenskra kvenna, séu opnaðar á Kjarvalsstöðum tvær sýningar á verkum Júlíönu og tveggja annarra listakvenna.Tvær sterkar Á sýningunni Tvær sterkar gefur að líta málaralist Júlíönu og færeysku listakonunnar Ruth Smith, en hún var einnig á meðal frumkvöðla í málaralist norrænna kvenna. Sýningarstjóri er Hrafnhildur Schram og hún segist fyrst hafa áttað sig á því hvað þessar tvær listakonur áttu margt sameiginlegt þegar hún var á ferð um Færeyjar fyrir um tveimur árum.Eyjakonur „Báðar koma þessar konur frá litlum og afskekktum eyjum í Norður-Atlantshafi, Júlíana frá Vestmannaeyjum en Ruth frá Suðurey, sem er ein afskekktasta byggð Færeyja. Báðar fara þær til Kaupmannahafnar og fljúga þar rakleitt inn í Listaakademíuna, þó svo Júlíana hafi verið nokkuð fyrr á ferðinni. En sterkastur er eflaust strengurinn þegar horft er til þess hvað þær mála og hvernig. Það er því gríðarlega skemmtilegt verkefni að setja þær upp saman og gefa fólki kost á að skoða þær saman. Júlíana var alla tíð síðan búsett í Danmörku. Hún var einfari alla tíð en hún fór alltaf mikið heim á sumrin og með heim á ég við til Vestmannaeyja og þar málaði hún gríðarlega mikið. En hún málaði vissulega líka víðar um landið eins og til að mynda á Þingvöllum og á Snæfellsnesi. Ruth dvaldi í nokkur ár í Kaupmannahöfn þar sem hún kynntist eiginmanni sinum, dönskum arkitekt, og saman eignuðust þau tvö börn, en þau fluttu seinna meir heim til Suðureyjar og þar lést Ruth aðeins fjörutíu og fimm ára gömul. Ruth stundaði alla tíð sjósund en eftir eina slíka ferð skilaði hún sér ekki aftur og fannst að endingu látin. Það er dapurlegt að hugsa til þess hversu miklu stærra og meira höfundarverk hennar hefði getað orðið hefði hún haft til þess meiri tíma. Það er þó engu að síður mjög glæsilegt.“Litir og mótív Hrafnhildur segir að eitt af því sem hafi einkennt bæði Júlíönu og Ruth sem listmálara hafi verið einstakt næmi fyrir litum. „Þær voru ekki mikið fyrir að mála í sól þessar konur. Þegar Júlíana fór til að mynda á Snæfellsnesið til þess að mála þá fannst henni allt verða flatt í sólinni. Hún vildi frekar ský og jafnvel þoku og eins var þetta með Ruth. Þannig voru þær báðar dálítið háðar duttlungum náttúrunnar. Það er líka merkilegt að skoða hversu svipuð mótív þær eru að takast á við á sínum ferli. Báðar mála þær landslag og þá eru þær einmitt oft að takast á við það sem stendur þeim nærri. Samstillingar eða kyrralífsmyndir eru einnig stór hluti af höfundarverki þeirra að ógleymdum portrettmyndunum. Það má segja að sjálfsmyndir séu svo alveg sérkafli á meðal portrettmyndanna, en þær mála báðar afskaplega óvægin portrett. Júlíana leitaðist til að mynda við að mála fólk þannig að sérkenni þess og persónuleiki væru ríkulegur hluti af myndinni. Það má eiginlega segja að hún hafi málað myndir um fólk fremur en myndir af fólki.“Sigríður Guðjónsdóttir aðstoðarsýningarstjóri og Ingibjörg Jónsdóttir sýningarstjóri Lóðrétt/Lárétt. Visir/GVALóðrétt/Lárétt Júlíana Sveinsdóttir átti sér aðra hlið sem listakona. Hlið sem minna hefur farið fyrir hér heima en er listunnendum í Danmörku vel kunn, en það er vefnaðarlistakonan Júlíana. Samhliða opnun sýningarinnar á málaralist Júlíönu og Ruthar er einnig opnuð að Kjarvalstöðum sýningin Lóðrétt/Lárétt en þar eru sýnd veflistaverk Júlíönu og þýsku listakonunnar Anni Albers (1899–1994) sem var einn áhrifamesti veflistamaður liðinnar aldar.Ofin tilviljun Sýningarstjóri Lóðrétt/Lárétt er Ingibjörg Jónsdóttir og hún segir að lengi vel hafi verið lítill áhugi á veflistakonunni Júlíönu Sveinsdóttur. „En Júlíana er hins vegar talin með helstu frumkvöðlum vefnaðarlistar í Danmörku. Það var reyndar fyrir tilviljun að hún byrjaði að vefa. Hún varð að sjá fyrir sér með kennslu og fannst það svona frekar leiðinlegt og leitaði að einhverju öðru til þess að sjá sér farborða. Fékk lánaðan vefstól og fór að framleiða nytjavefnað sem hún seldi og gat þannig losnað við kennsluna. En svo fer hún að gera sér grein fyrir að þetta er afar listrænn miðill sem hún er með í höndunum svo hún fer og lærir vefnað. Fer aftur á akademíuna um 1920 og er þar með hléum í nokkur ár. Ör þróun Á þessum árum varð mikil þróun í vefnaði í Evrópu vegna þess að það hafði verið mikið unnið þannig að fyrirmyndir (málverk eða teikningar) voru yfirfærðar í vefnað. En þar komum við að því að við erum líka að sýna verk eftir Anni Albers sem er ein af Bauhaus-vefurunum svokölluðu sem eru á meðal helstu áhrifavalda í þessari þróun. Á þessum tíma er abstraktlistin að koma og innan Bauhaus voru framsæknir málarar að þróa abstrakt málverkið. Þetta hafði mikil áhrif inn í vefinn. Í fyrsta skipti fóru listamenn að skapa vefnaðarverk út frá lögmálum vefnaðarins og þar kemur titill sýningarinnar Lóðrétt/Lárétt, sem er uppistaðan í ívafi. Vel menntaðir myndlistarmenn fara að vinna í vefnaði og fara að skilja möguleikana og við það breytast verkin og miðillinn eignast sína eigin sjálfstæðu rödd.Frumkvöðlar Ingibjörg nefnir að ein helsta ástæðan fyrir því að á sýningunni séu sýnd saman verk eftir Júlíönu og Anni sé að þær hafi verið samtímakonur sem báðar tóku þátt í þessari þróun. „Það er gaman að benda á hvaðan þessi áhrif koma upprunalega og það sést þarna ákveðin þróun bæði á heimsvísu og í Skandinavíu, tveir sterkir frumkvöðlar. Þær eru báðar menntaðar myndlistarkonur og vinna líka í öðrum miðlum. Anni vann líka mikið með teikningar og prent, hún ætlaði að verða málari en þegar hún sest í Bauhaus-skólann var fyrirkomulagið þannig að allir þurftu að velja sér verkstæði. Eins og t.d. Josef Albers, eiginmaður Anni, hann vann til að mynda lengi vel einkum í gler en varð svo síðar frægur málari. Anni og Josef þurftu svo seinna að flýja Þýskaland nasismans og settust að í Bandaríkjunum. En málið er að þær Júlíana og Anni völdu vefinn. Sáu möguleikana og nýttu þá á skapandi hátt og svo er ákveðinn þráður á milli verka þeirra að því leyti að þær vinna abstrakt. Júlíana vann aðeins abstrakt í vefnum en aldrei í málverki en áhrifin komu fremur fram í litum og áferð. Í prentmyndum Anni sér maður líka ákveðin áhrif – myndir sem eru eins og marglaga vefur og mynstur. Þannig geta málverkið og vefurinn gefið hvort öðru svo mikið.“
Menning Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira