Málar hápólitískan kolkrabba á húsvegg Guðrún Ansnes skrifar 18. júní 2015 10:00 Edda er mikil listakona og mun setjast á skólabekk í haust þar sem hún ætlar að leggja grafíska hönnun fyrir sig. Vísir/Stefán „Ég bjó Kolmar til fyrir löngu síðan, en þetta er einhvers konar barnabókafígúra sem mig langar að setja í bók seinna meir, við pabbi erum að skoða þetta allt,“ segir Edda Karólína Ævarsdóttir listakona sem stendur fyrir þessari nýju viðbót við miðborgina. Pabbi Eddu er Ævar Örn Jósepsson rithöfundur, sem fram til þessa hefur aðallega skrifað glæpasögur fyrir fullorðna, svo sem Blóðberg og Svartir englar. Kolkrabbinn er enn í vinnslu og kemur til með að verða fjögurra metra hár þegar verkinu verður lokið og sölsar því undir sig mikið pláss á Lokastíg 18. „Hér voru framkvæmdir í gangi svo stillansarnir voru hér. Íbúi hússins, Dagur Gunnarsson , spurðu hvort ég vildi ekki bara skreyta vegginn eftir að hafa séð málverk eftir mig af kolkrabbanum, svo ég sló auðvitað til, en Múr og Mál settu upp stillansa fyrir mig, og Kópal sá um auka málningu,“ útskýrir Edda. Kolkrabbinn höfðar þó ekki aðeins til ungu kynslóðarinnar, því hann er einnig rammpólitískur. „Kolmar endurspeglar líka þetta kolkrabbaríki sem við búum í, þar sem fáar ættir taka yfir allt og teygja anga sína býsna langt.“ Hún tekur þó skýrt fram að það sé auðvitað í höndum hvers og eins að túlka Kolmar og fólk megi velta tilvist hans fyrir sér á alla mögulega vegu, þetta sé einungis hennar hugmyndir um kolkrabbann Kolmar. Edda nýtir hverja stund eftir vinnudaginn því hún starfar í textílvöruversluninni Vouge en stefnir á nám við Listaháskólann í haust. „Ég fer eftir vinnu á kvöldin þegar ekki rignir,“ segir hún og viðurkennir fúslega að verkið hafi vaxið henni töluvert í augum eftir að hún tók upp pensilinn. „Ég fékk eiginlega sjokk þegar ég byrjaði að grunna þetta og velti alvarlega fyrir mér út í hvað ég væri búin að koma mér. En þetta er ógeðslega gaman og ekki verra þegar það er komin svona góð mynd á þetta allt saman.“ Edda segir ferðamenn gríðarlega áhugasama um Kolmar, en hún segist afar ánægð með hvert myndin stefnir. „Mér finnst þetta rosalega flott þó ég segi sjálf frá,“ segir listakonan hæstánægð að lokum. Menning Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
„Ég bjó Kolmar til fyrir löngu síðan, en þetta er einhvers konar barnabókafígúra sem mig langar að setja í bók seinna meir, við pabbi erum að skoða þetta allt,“ segir Edda Karólína Ævarsdóttir listakona sem stendur fyrir þessari nýju viðbót við miðborgina. Pabbi Eddu er Ævar Örn Jósepsson rithöfundur, sem fram til þessa hefur aðallega skrifað glæpasögur fyrir fullorðna, svo sem Blóðberg og Svartir englar. Kolkrabbinn er enn í vinnslu og kemur til með að verða fjögurra metra hár þegar verkinu verður lokið og sölsar því undir sig mikið pláss á Lokastíg 18. „Hér voru framkvæmdir í gangi svo stillansarnir voru hér. Íbúi hússins, Dagur Gunnarsson , spurðu hvort ég vildi ekki bara skreyta vegginn eftir að hafa séð málverk eftir mig af kolkrabbanum, svo ég sló auðvitað til, en Múr og Mál settu upp stillansa fyrir mig, og Kópal sá um auka málningu,“ útskýrir Edda. Kolkrabbinn höfðar þó ekki aðeins til ungu kynslóðarinnar, því hann er einnig rammpólitískur. „Kolmar endurspeglar líka þetta kolkrabbaríki sem við búum í, þar sem fáar ættir taka yfir allt og teygja anga sína býsna langt.“ Hún tekur þó skýrt fram að það sé auðvitað í höndum hvers og eins að túlka Kolmar og fólk megi velta tilvist hans fyrir sér á alla mögulega vegu, þetta sé einungis hennar hugmyndir um kolkrabbann Kolmar. Edda nýtir hverja stund eftir vinnudaginn því hún starfar í textílvöruversluninni Vouge en stefnir á nám við Listaháskólann í haust. „Ég fer eftir vinnu á kvöldin þegar ekki rignir,“ segir hún og viðurkennir fúslega að verkið hafi vaxið henni töluvert í augum eftir að hún tók upp pensilinn. „Ég fékk eiginlega sjokk þegar ég byrjaði að grunna þetta og velti alvarlega fyrir mér út í hvað ég væri búin að koma mér. En þetta er ógeðslega gaman og ekki verra þegar það er komin svona góð mynd á þetta allt saman.“ Edda segir ferðamenn gríðarlega áhugasama um Kolmar, en hún segist afar ánægð með hvert myndin stefnir. „Mér finnst þetta rosalega flott þó ég segi sjálf frá,“ segir listakonan hæstánægð að lokum.
Menning Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira