Förum úr kassanum og út á brúnina Magnús Guðmundsson skrifar 17. júní 2015 13:00 Víkingur Heiðar við flygilinn og Sayaka Shoji með 200 ára Stradivariusfiðluna sína sem var á sínum tíma í eigu Napóleons. Visir/GVA Víkingur Heiðar Ólafsson er upphafsmaður hátíðarinnar Reykjavík Midsummer Music og hann segir að þetta sé nú óneitanlega hans barn. „Ég var búinn að ganga með þessa hugmynd í maganum í mörg ár. Að stefna saman rjómanum af erlendum og íslenskum tónlistarmönnum svo þetta er sannkölluð rjómablanda sem hátíðin býður upp á. Við förum líka út fyrir þennan hefðbundna aðskilnað á milli klassískra tónlistarmanna og annarra þó svo hátíðin sé klassísk í grunninn og þannig skapast ferskir og spennandi hlutir.Íslensk geggjun Margir þeirra útlendinga sem eru að koma er fólk sem ég hef verið að vinna með og mér fannst tilvalið að nýta þessi sambönd til þess að gera eitthvað skemmtilegt. Það reyndist svo vera auðveldara en ég átti von á að fá útlendingana til þess að koma og taka þátt og það er ýmislegt sem spilar inn í það. Harpa hefur til að mynda mikið aðdráttarafl og svo langar hreinlega alla til þess að koma til Íslands um sumarsólstöður og spila tónlist. Þannig að það vilja allir koma sem mögulega geta og það er mjög gleðilegt. Svo er líka ákveðin áskorun fyrir mig standa í öllu þessu vafstri sem ég er venjulega alveg laus við. Ég er í því að sækja um styrki og vinna þetta á fullu og taka þetta svona á íslensku geggjuninni; að ætla sér of mikið en að láta þetta samt ganga.“Út á brún Víkingur Heiðar bendir á að Tónlistarhátíðin Reykjavík Midsummer Music sé um margt ólík mörgum þeirra hátíða sem flestir þekkja. „Við byrjuðum að æfa á mánudagsmorguninn og það var alveg frábær stemning. Mikil orka sem myndast þegar öllu þessu hæfileikafólki er teflt saman en við gefum okkur þrjá daga til æfinga og svo er rennt í sjóinn. Á hátíðinni verða tíu tónleikar í boði en það eru allir að vinna með sama leiðarstefið en tækla það á sinn hátt þannig að hátíðin er afskaplega fjölbreytt. Þetta snýst um að koma tónlistarmönnunum úr kassanum og út á brúnina. Ég vel því inn á hátíðina tónlistarmenn sem ég veit að eru til í þetta og ráða við verkefnið.“Á hátíðinni er stefnt saman hæfileikafólki víða að.Eftirhermur Leiðarstef hátíðarinnar í ár er Imitation og eftirhermur úr ýmsum áttum verða áberandi í efnisskrá, sem geymir fjölmörg óvænt stefnumót. „Listin hermir eftir lífinu og lífið hermir eftir listinni þangað til enginn veit lengur hvort er hvað, tónskáld og flytjendur herma miskunnarlaust hverjir eftir öðrum – en líka eftir fuglum, hvölum og jafnvel moskítóflugum svo eitthvað sé nefnt. Í efnisskránni, sem alls telur 10 tónleika, er stundum róið á framandi mið, og ekki hikað við að blanda saman tónlistarstefnum og stílum. Allt er þetta jú bara tónlist. Ágætis dæmi eru tónleikar sem verða að kvöldi 19. júní Myndir á annarri sýningu. En þar ætlum við Davíð Þór Jónsson, Skúli Sverrisson, Pétur Grétarsson og Kristinn H. Árnason að tefla fram glænýrri útgáfu á meistaraverki Mussorgskís, Myndum á sýningu. Útgáfan er innblásin af frægri endurgerð bresku framúrstefnu-rokksveitarinnar Emerson Lake & Palmer á Myndum á sýningu, en hún kom út á plötu 1971 og hafði mikil áhrif. Á sömu tónleikum hljóma svo verk eftir Stravinsky og Schnittke, sem báðir sóttu mikið í smiðju eldri meistara og unnu eitthvað alveg nýtt úr gömlum efniviði. Þá hljómar einnig verkið Cheap Imitation eftir John Cage – titillinn segir allt sem segja þarf.“Góðir gestir Víkingur Heiðar segir að það sé frábær innspýting að fá góða gesti víða að til þess að taka þátt í hátíðinni með snjöllum íslenskum tónlistarmönnum. „Við erum að fá til okkar frábæra gesti. Þar má til dæmis nefna japönsku fiðlustjörnuna Sayöku Shoji, sem heillaði hátíðargesti í fyrrasumar og snýr nú aftur með Stradivariusfiðlu sína. Fiðlan var smíðuð 1729, var eitt sinn í eigu Napóleons og heitir Récamier eftir konunni sem hann gaf hana. Einnig vil ég nefna sellóleikarann Jan-Erik Gustafsson og fiðluleikarann Önnu-Liisu Bezrodny, sem eru í fremstu röð einleikara í álfunni, armenska píanistann Marianna Shirinyan sem er búsett í Danmörku og þýska víóluleikarinn Pauline Sachse og fiðluvirtúósinn Eric Silberger. Íslensku listamennirnir eru ekki síðri; hin eina sanna Sigrún Eðvaldsdóttir, konsertmeistari Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Melkorka Ólafsdóttir flautuleikari og svo þeir félagar Davíð Þór Jónsson, Skúli Sverrisson, Pétur Grétarsson, Hávarður Tryggvason og Kristinn Árnason og svo fæ ég að vera með. Aðalmálið er að þetta eru ekki bara frábærir spilarar, heldur frumlegt og skemmtilegt listafólk sem er óhrætt við að taka áhættu.“ Menning Mest lesið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið KSI kýlir út í íslenska loftið Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Víkingur Heiðar Ólafsson er upphafsmaður hátíðarinnar Reykjavík Midsummer Music og hann segir að þetta sé nú óneitanlega hans barn. „Ég var búinn að ganga með þessa hugmynd í maganum í mörg ár. Að stefna saman rjómanum af erlendum og íslenskum tónlistarmönnum svo þetta er sannkölluð rjómablanda sem hátíðin býður upp á. Við förum líka út fyrir þennan hefðbundna aðskilnað á milli klassískra tónlistarmanna og annarra þó svo hátíðin sé klassísk í grunninn og þannig skapast ferskir og spennandi hlutir.Íslensk geggjun Margir þeirra útlendinga sem eru að koma er fólk sem ég hef verið að vinna með og mér fannst tilvalið að nýta þessi sambönd til þess að gera eitthvað skemmtilegt. Það reyndist svo vera auðveldara en ég átti von á að fá útlendingana til þess að koma og taka þátt og það er ýmislegt sem spilar inn í það. Harpa hefur til að mynda mikið aðdráttarafl og svo langar hreinlega alla til þess að koma til Íslands um sumarsólstöður og spila tónlist. Þannig að það vilja allir koma sem mögulega geta og það er mjög gleðilegt. Svo er líka ákveðin áskorun fyrir mig standa í öllu þessu vafstri sem ég er venjulega alveg laus við. Ég er í því að sækja um styrki og vinna þetta á fullu og taka þetta svona á íslensku geggjuninni; að ætla sér of mikið en að láta þetta samt ganga.“Út á brún Víkingur Heiðar bendir á að Tónlistarhátíðin Reykjavík Midsummer Music sé um margt ólík mörgum þeirra hátíða sem flestir þekkja. „Við byrjuðum að æfa á mánudagsmorguninn og það var alveg frábær stemning. Mikil orka sem myndast þegar öllu þessu hæfileikafólki er teflt saman en við gefum okkur þrjá daga til æfinga og svo er rennt í sjóinn. Á hátíðinni verða tíu tónleikar í boði en það eru allir að vinna með sama leiðarstefið en tækla það á sinn hátt þannig að hátíðin er afskaplega fjölbreytt. Þetta snýst um að koma tónlistarmönnunum úr kassanum og út á brúnina. Ég vel því inn á hátíðina tónlistarmenn sem ég veit að eru til í þetta og ráða við verkefnið.“Á hátíðinni er stefnt saman hæfileikafólki víða að.Eftirhermur Leiðarstef hátíðarinnar í ár er Imitation og eftirhermur úr ýmsum áttum verða áberandi í efnisskrá, sem geymir fjölmörg óvænt stefnumót. „Listin hermir eftir lífinu og lífið hermir eftir listinni þangað til enginn veit lengur hvort er hvað, tónskáld og flytjendur herma miskunnarlaust hverjir eftir öðrum – en líka eftir fuglum, hvölum og jafnvel moskítóflugum svo eitthvað sé nefnt. Í efnisskránni, sem alls telur 10 tónleika, er stundum róið á framandi mið, og ekki hikað við að blanda saman tónlistarstefnum og stílum. Allt er þetta jú bara tónlist. Ágætis dæmi eru tónleikar sem verða að kvöldi 19. júní Myndir á annarri sýningu. En þar ætlum við Davíð Þór Jónsson, Skúli Sverrisson, Pétur Grétarsson og Kristinn H. Árnason að tefla fram glænýrri útgáfu á meistaraverki Mussorgskís, Myndum á sýningu. Útgáfan er innblásin af frægri endurgerð bresku framúrstefnu-rokksveitarinnar Emerson Lake & Palmer á Myndum á sýningu, en hún kom út á plötu 1971 og hafði mikil áhrif. Á sömu tónleikum hljóma svo verk eftir Stravinsky og Schnittke, sem báðir sóttu mikið í smiðju eldri meistara og unnu eitthvað alveg nýtt úr gömlum efniviði. Þá hljómar einnig verkið Cheap Imitation eftir John Cage – titillinn segir allt sem segja þarf.“Góðir gestir Víkingur Heiðar segir að það sé frábær innspýting að fá góða gesti víða að til þess að taka þátt í hátíðinni með snjöllum íslenskum tónlistarmönnum. „Við erum að fá til okkar frábæra gesti. Þar má til dæmis nefna japönsku fiðlustjörnuna Sayöku Shoji, sem heillaði hátíðargesti í fyrrasumar og snýr nú aftur með Stradivariusfiðlu sína. Fiðlan var smíðuð 1729, var eitt sinn í eigu Napóleons og heitir Récamier eftir konunni sem hann gaf hana. Einnig vil ég nefna sellóleikarann Jan-Erik Gustafsson og fiðluleikarann Önnu-Liisu Bezrodny, sem eru í fremstu röð einleikara í álfunni, armenska píanistann Marianna Shirinyan sem er búsett í Danmörku og þýska víóluleikarinn Pauline Sachse og fiðluvirtúósinn Eric Silberger. Íslensku listamennirnir eru ekki síðri; hin eina sanna Sigrún Eðvaldsdóttir, konsertmeistari Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Melkorka Ólafsdóttir flautuleikari og svo þeir félagar Davíð Þór Jónsson, Skúli Sverrisson, Pétur Grétarsson, Hávarður Tryggvason og Kristinn Árnason og svo fæ ég að vera með. Aðalmálið er að þetta eru ekki bara frábærir spilarar, heldur frumlegt og skemmtilegt listafólk sem er óhrætt við að taka áhættu.“
Menning Mest lesið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið KSI kýlir út í íslenska loftið Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira