Róstusamt í ræðustólnum Snærós Sindradóttir og Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifa 13. júní 2015 07:00 Sigmundur Stjórnarandstaðan segir ráðamenn loka augunum gagnvart vanda heilbrigðiskerfisins. vísir/valli Það kom mörgum stjórnarandstæðingum í opna skjöldu á þingfundi í gær að Sigurður Ingi Jóhannsson, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, mælti fyrir frumvarpinu en ekki Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. „Við höfum lengi kallað eftir því að fram færi samtal og umræða um þessi mál en við höfum greinilega talað við vitlausa menn,“ sagði Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar. „Við gerðum okkur ekki grein fyrir því að hæstvirtur ráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, færi með kjaramál. Því spyr ég nú, hví varð landbúnaðarráðherra ekki við kröfum okkar um að taka kjaramál til umræðu?“Katrín Júlíusdóttir Mikil ólga var á Alþingi í gær undir umræðum um lög á verkfall Bandalags háskólamanna og hjúkrunarfræðinga. Umræður um frumvarpið stóðu enn á Alþingi þegar Fréttablaðið fór í prentun en að öllum líkindum verður fjallað um málið í allsherjar- og menntamálanefnd í dag og málinu lokið í seinni umræðum í kjölfarið. Frumvarpið sem Sigurður Ingi lagði fram bannar allar vinnustöðvanir og aðgerðir til að knýja fram kjarabætur. Hafi deiluaðilar ekki skrifað undir kjarasamninga fyrir 1. júlí skal Hæstiréttur skipa þrjá menn í gerðardóm sem ákveður kaup og kjör félagsmanna þeirra stéttarfélaga sem um ræðir. Gerðardómur skal taka mið af kjörum þeirra stétta sem teljast sambærilegar í menntun, störfum, vinnutíma og ábyrgð. Auk þess skal gerðardómur gæta að stöðugleika efnahagsmála.Gunnar Bragi Sveinsson Hiti var í þingmönnum en meðal annars voru gerð hróp og köll að Gunnari Braga Sveinssyni utanríkisráðherra þegar hann sakaði stjórnarandstöðuna um kjarkleysi og hlaut Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, lófatak úr áhorfendastúkum þegar hann hvatti þingheim til að leita annarra lausna en að setja lög á verkfallið. Við upphaf þingfundar voru félagsmenn BHM og Félags hjúkrunarfræðinga mættir á Austurvöll til að mótmæla frumvarpi ríkisstjórnarinnar. Hljóðið var þungt í fólki. „Það er bara hörmuleg niðurstaða,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, um lagasetningu á verkföllin. „Versta mögulega niðurstaða. Við höfum samningsrétt samkvæmt stjórnarskrá og viljum semja um kaup okkar og kjör. Fólk er mjög reitt, það er vonsvikið og finnst það hafa verið niðurlægt í þessu langa ferli. Við höfum ekki fengið alvöru samningaviðræður. Ríkið gerði ekkert til að reyna að koma í veg fyrir verkföllin. Staðan er mjög alvarleg.“ Verkfall 2016 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Fleiri fréttir Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Sjá meira
Það kom mörgum stjórnarandstæðingum í opna skjöldu á þingfundi í gær að Sigurður Ingi Jóhannsson, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, mælti fyrir frumvarpinu en ekki Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. „Við höfum lengi kallað eftir því að fram færi samtal og umræða um þessi mál en við höfum greinilega talað við vitlausa menn,“ sagði Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar. „Við gerðum okkur ekki grein fyrir því að hæstvirtur ráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, færi með kjaramál. Því spyr ég nú, hví varð landbúnaðarráðherra ekki við kröfum okkar um að taka kjaramál til umræðu?“Katrín Júlíusdóttir Mikil ólga var á Alþingi í gær undir umræðum um lög á verkfall Bandalags háskólamanna og hjúkrunarfræðinga. Umræður um frumvarpið stóðu enn á Alþingi þegar Fréttablaðið fór í prentun en að öllum líkindum verður fjallað um málið í allsherjar- og menntamálanefnd í dag og málinu lokið í seinni umræðum í kjölfarið. Frumvarpið sem Sigurður Ingi lagði fram bannar allar vinnustöðvanir og aðgerðir til að knýja fram kjarabætur. Hafi deiluaðilar ekki skrifað undir kjarasamninga fyrir 1. júlí skal Hæstiréttur skipa þrjá menn í gerðardóm sem ákveður kaup og kjör félagsmanna þeirra stéttarfélaga sem um ræðir. Gerðardómur skal taka mið af kjörum þeirra stétta sem teljast sambærilegar í menntun, störfum, vinnutíma og ábyrgð. Auk þess skal gerðardómur gæta að stöðugleika efnahagsmála.Gunnar Bragi Sveinsson Hiti var í þingmönnum en meðal annars voru gerð hróp og köll að Gunnari Braga Sveinssyni utanríkisráðherra þegar hann sakaði stjórnarandstöðuna um kjarkleysi og hlaut Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, lófatak úr áhorfendastúkum þegar hann hvatti þingheim til að leita annarra lausna en að setja lög á verkfallið. Við upphaf þingfundar voru félagsmenn BHM og Félags hjúkrunarfræðinga mættir á Austurvöll til að mótmæla frumvarpi ríkisstjórnarinnar. Hljóðið var þungt í fólki. „Það er bara hörmuleg niðurstaða,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, um lagasetningu á verkföllin. „Versta mögulega niðurstaða. Við höfum samningsrétt samkvæmt stjórnarskrá og viljum semja um kaup okkar og kjör. Fólk er mjög reitt, það er vonsvikið og finnst það hafa verið niðurlægt í þessu langa ferli. Við höfum ekki fengið alvöru samningaviðræður. Ríkið gerði ekkert til að reyna að koma í veg fyrir verkföllin. Staðan er mjög alvarleg.“
Verkfall 2016 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Fleiri fréttir Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Sjá meira