Í líflínu banka vegna verkfalls dýralækna Sveinn Arnarsson skrifar 2. júní 2015 07:00 Gjaldþrot blasir við sláturhúsinu B. Jensen í Eyjafirði ef ekki næst að semja. Lítil sem engin innkoma er í verkfalli dýralækna hjá Matvælastofnun. Sláturhúsið B. Jensen í Hörgárbyggð í Eyjafirði er nú í líflínu hjá viðskiptabanka fyrirtækisins. Fyrirtækið er eina sláturhúsið á landinu sem er verktakahús í slátrun og hefur lítið sem ekkert verið slátrað nú síðustu sjö vikur í verkfalli dýralækna hjá Matvælastofnun. „Lausafé fyrirtækisins er uppurið og bankinn heldur í okkur lífinu eins og staðan er núna. Það er með þeirra góðvild að fyrirtækið er enn starfandi,“ segir Erik Jensen, framkvæmdastjóri B. Jensen. „Við höfum verið með 17 starfsmenn á launum allt verkfallið en höfum ekkert fengið inn í tekjur sem getur staðið undir þessum rekstri.“ Að mati Eriks er verið að stefna uppbyggingu sem hefur staðið yfir í fjölda áratuga í hættu vegna verkfalls dýralækna. Fyrirtækið geti ekki reitt sig á velvild bankastofnana lengi. Bankinn gæti stöðvað fyrirgreiðslu án fyrirvara og gjaldþrot yrði óumflýjanlegt. „Ég skil ekki að ríkið skuli ekki vera búið að semja við þetta fólk og á meðan er farið svona illa með fyrirtæki í greininni. Hjá okkur erum við að tala um tap sem samsvarar á fjórða tug milljóna og það mun taka langan tíma að reyna að vinna upp þennan halla sem kominn er á reksturinn,“ segir Erik.Jón Gíslason forstjóri MatvælastofnunarJón Gíslason, forstjóri Matvælastofnunar, segir verkfallið hafa mikil áhrif á þriðja aðila. „Þetta er mjög erfitt ástand þó að vísu sé verið að veita undanþágur í svína- og alifuglaslátrun. Verkfallið hefur staðið yfir það lengi að það skapar gríðarlega erfiðar aðstæður fyrir þriðja aðila. Við vonum að menn nái saman og að þetta fari að leysast sem allra fyrst,“ segir Jón. Á meðan þokast ekkert í samningaviðræðum. Síðasti fundur var haldinn á föstudaginn, 29. maí. Stóð sá fundur fram eftir degi en var að mestu leyti árangurslaus. Ekki hefur enn verið boðað til nýs fundar í deilu dýralækna. Sömu sögu má segja af verkfalli hjúkrunarfræðinga. Fundur var haldinn síðastliðinn föstudag en skilaði engum árangri. Hjúkrunarfræðingar höfnuðu samningstilboði ríkisins. Ekki hefur verið boðað til nýs fundar í þeirri deilu heldur. Verkfall 2016 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira
Sláturhúsið B. Jensen í Hörgárbyggð í Eyjafirði er nú í líflínu hjá viðskiptabanka fyrirtækisins. Fyrirtækið er eina sláturhúsið á landinu sem er verktakahús í slátrun og hefur lítið sem ekkert verið slátrað nú síðustu sjö vikur í verkfalli dýralækna hjá Matvælastofnun. „Lausafé fyrirtækisins er uppurið og bankinn heldur í okkur lífinu eins og staðan er núna. Það er með þeirra góðvild að fyrirtækið er enn starfandi,“ segir Erik Jensen, framkvæmdastjóri B. Jensen. „Við höfum verið með 17 starfsmenn á launum allt verkfallið en höfum ekkert fengið inn í tekjur sem getur staðið undir þessum rekstri.“ Að mati Eriks er verið að stefna uppbyggingu sem hefur staðið yfir í fjölda áratuga í hættu vegna verkfalls dýralækna. Fyrirtækið geti ekki reitt sig á velvild bankastofnana lengi. Bankinn gæti stöðvað fyrirgreiðslu án fyrirvara og gjaldþrot yrði óumflýjanlegt. „Ég skil ekki að ríkið skuli ekki vera búið að semja við þetta fólk og á meðan er farið svona illa með fyrirtæki í greininni. Hjá okkur erum við að tala um tap sem samsvarar á fjórða tug milljóna og það mun taka langan tíma að reyna að vinna upp þennan halla sem kominn er á reksturinn,“ segir Erik.Jón Gíslason forstjóri MatvælastofnunarJón Gíslason, forstjóri Matvælastofnunar, segir verkfallið hafa mikil áhrif á þriðja aðila. „Þetta er mjög erfitt ástand þó að vísu sé verið að veita undanþágur í svína- og alifuglaslátrun. Verkfallið hefur staðið yfir það lengi að það skapar gríðarlega erfiðar aðstæður fyrir þriðja aðila. Við vonum að menn nái saman og að þetta fari að leysast sem allra fyrst,“ segir Jón. Á meðan þokast ekkert í samningaviðræðum. Síðasti fundur var haldinn á föstudaginn, 29. maí. Stóð sá fundur fram eftir degi en var að mestu leyti árangurslaus. Ekki hefur enn verið boðað til nýs fundar í deilu dýralækna. Sömu sögu má segja af verkfalli hjúkrunarfræðinga. Fundur var haldinn síðastliðinn föstudag en skilaði engum árangri. Hjúkrunarfræðingar höfnuðu samningstilboði ríkisins. Ekki hefur verið boðað til nýs fundar í þeirri deilu heldur.
Verkfall 2016 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira