Bannaður Bragi Magnús Guðmundsson skrifar 1. júní 2015 07:00 Fyrir ekki alls löngu skrifaði Bragi Ólafsson rithöfundur bókina Bögglapóststofan eftir pöntun fyrirtækisins Gamma sem dreifði bókarkorninu til 300 viðskipta- og vildarvina fyrirtækisins. Bragi hefur mátt sæta gagnrýni fyrir tiltækið á þeim forsendum að hann þiggi rithöfundalaun og að fyrir vikið eigi hann ekkert með að vera að skrifa bækur, þótt litlar séu, fyrir útvalda fjársterka aðila. Að hann hafi samfélagslegar skyldur við sinn launagreiðanda, skattgreiðendur, og eigi því að einbeita sér að því að skrifa aðeins fyrir þá. Bragi blæs á þessa gagnrýni í úttekt sem birtist í Reykjavík vikublað eftir Atla Þór Fanndal blaðamann á sambandi listamanna við fjársterka einstaklinga og fyrirtæki í samfélaginu hverju sinni. Auðvitað er hverjum þeim sem starfar að einhverju eða öllu leyti fyrir hið opinbera í sjálfsvald sett hvort viðkomandi tekur að sér aukavinnu eða ei. Mikilvægt er að hafa í huga að gerðar eru kröfur til rithöfunda sem og annarra listamanna um að þeir skili afköstum – skrifi bækur, máli myndir o.s.frv. Að rithöfunda- og listamannalaun séu greidd fyrir ekki neitt er meinlegur misskilningur í besta falli. Það sem er sýnu athyglisverðara er að Bragi virðist kappkosta að draga úr gildi bókarinnar. „Þetta er bara vara sem ég er að selja,“ segir Bragi við Atla Þór og bendir á þetta sé bara æfing fyrir annað og meira verk. Það er væntanlega dálítið svekkjandi fyrir kaupandann að listamanninum þyki þetta svona ómerkilegt en svo má velta því fyrir sér hvort skoðun Braga á bókarkorninu skipti í raun einhverju máli. Líkast til ekki. Listaverk hafa gildi í sjálfu sér og skáldsögur eru í eðli sínu listaverk. Góð, slæm eða eitthvað þar á milli. Moska Chistophs Büchel í Feneyjum er listaverk. Sumum finnst það gott en öðrum ekki en þeir sem hata það mest reyna að hafna því að hér sé í raun listaverk á ferð. Það er líkast til vegna þess að það er óþægur ljár í þúfu valdhafa.Krefur samfélagið um umræðu sem yfirvöld vilja síður að eigi sér stað. Ólíkt Braga Ólafassyni þá kýs Christoph Büchel að tjá sig ekki um gildi verksins eða verkið yfirhöfuð. Það rýrir hvorki né eykur á gildi þess. Verkið hefur verið bannfært og meinað almenningi. Bögglapóststofa Braga er líka meinuð almenningi. En á gjörólíkum forsendum. Gamma vill sitja að verkinu ásamt útvöldum vinum í krafti þess að þeir keyptu það eins og þeir kaupa texta af auglýsingastofu. En Gamma keypti verkið af skapara þess, og í sátt við hann fjármögnuðu þeir skrif bókarinnar. Það breytir öllu – óháð því hvað okkur kann að finnast um mátt peninga í nútíma menningarsamfélagi. Það er annað mál. En verk Christophs Büchel er aftur á móti fjármagnað fyrir almannafé og því er ætlað að rata til almennings með einum eða öðrum hætti. Bannfæring feneyskra yfirvalda er því aðför að íslensku tjáningarfrelsi. Slík þöggun er ólíðandi með öllu. Íslensk stjórnvöld hljóta að vilja andæfa slíkri þöggun. Að öðrum kosti að spyrja sig, hvað banna valdhafar næst? Ítalskar þýðingar á verkum Braga Ólafssonar? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Fyrir ekki alls löngu skrifaði Bragi Ólafsson rithöfundur bókina Bögglapóststofan eftir pöntun fyrirtækisins Gamma sem dreifði bókarkorninu til 300 viðskipta- og vildarvina fyrirtækisins. Bragi hefur mátt sæta gagnrýni fyrir tiltækið á þeim forsendum að hann þiggi rithöfundalaun og að fyrir vikið eigi hann ekkert með að vera að skrifa bækur, þótt litlar séu, fyrir útvalda fjársterka aðila. Að hann hafi samfélagslegar skyldur við sinn launagreiðanda, skattgreiðendur, og eigi því að einbeita sér að því að skrifa aðeins fyrir þá. Bragi blæs á þessa gagnrýni í úttekt sem birtist í Reykjavík vikublað eftir Atla Þór Fanndal blaðamann á sambandi listamanna við fjársterka einstaklinga og fyrirtæki í samfélaginu hverju sinni. Auðvitað er hverjum þeim sem starfar að einhverju eða öllu leyti fyrir hið opinbera í sjálfsvald sett hvort viðkomandi tekur að sér aukavinnu eða ei. Mikilvægt er að hafa í huga að gerðar eru kröfur til rithöfunda sem og annarra listamanna um að þeir skili afköstum – skrifi bækur, máli myndir o.s.frv. Að rithöfunda- og listamannalaun séu greidd fyrir ekki neitt er meinlegur misskilningur í besta falli. Það sem er sýnu athyglisverðara er að Bragi virðist kappkosta að draga úr gildi bókarinnar. „Þetta er bara vara sem ég er að selja,“ segir Bragi við Atla Þór og bendir á þetta sé bara æfing fyrir annað og meira verk. Það er væntanlega dálítið svekkjandi fyrir kaupandann að listamanninum þyki þetta svona ómerkilegt en svo má velta því fyrir sér hvort skoðun Braga á bókarkorninu skipti í raun einhverju máli. Líkast til ekki. Listaverk hafa gildi í sjálfu sér og skáldsögur eru í eðli sínu listaverk. Góð, slæm eða eitthvað þar á milli. Moska Chistophs Büchel í Feneyjum er listaverk. Sumum finnst það gott en öðrum ekki en þeir sem hata það mest reyna að hafna því að hér sé í raun listaverk á ferð. Það er líkast til vegna þess að það er óþægur ljár í þúfu valdhafa.Krefur samfélagið um umræðu sem yfirvöld vilja síður að eigi sér stað. Ólíkt Braga Ólafassyni þá kýs Christoph Büchel að tjá sig ekki um gildi verksins eða verkið yfirhöfuð. Það rýrir hvorki né eykur á gildi þess. Verkið hefur verið bannfært og meinað almenningi. Bögglapóststofa Braga er líka meinuð almenningi. En á gjörólíkum forsendum. Gamma vill sitja að verkinu ásamt útvöldum vinum í krafti þess að þeir keyptu það eins og þeir kaupa texta af auglýsingastofu. En Gamma keypti verkið af skapara þess, og í sátt við hann fjármögnuðu þeir skrif bókarinnar. Það breytir öllu – óháð því hvað okkur kann að finnast um mátt peninga í nútíma menningarsamfélagi. Það er annað mál. En verk Christophs Büchel er aftur á móti fjármagnað fyrir almannafé og því er ætlað að rata til almennings með einum eða öðrum hætti. Bannfæring feneyskra yfirvalda er því aðför að íslensku tjáningarfrelsi. Slík þöggun er ólíðandi með öllu. Íslensk stjórnvöld hljóta að vilja andæfa slíkri þöggun. Að öðrum kosti að spyrja sig, hvað banna valdhafar næst? Ítalskar þýðingar á verkum Braga Ólafssonar?
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun