Frelsi til tjáningar á Feneyjatvíæringnum Njörður Sigurjónsson og Guðni Tómasson skrifar 30. maí 2015 07:00 Feneyjatvíæringurinn á Ítalíu er um margt sérstakur viðburður í menningarsamskiptum þjóða heims, með yfir 100 ára sögu. Þar er þjóðríkjum boðið að senda fulltrúa sína til þess að sýna það helsta sem er að gerast í myndlist á hverjum tíma. Það þýðir ekki að listamaðurinn þurfi að hafa vegabréf frá því landi sem hann er fulltrúi fyrir en áhugaverð þróun hefur einmitt átt sér stað á síðustu áratugum þar sem þjóðir hafa einmitt valið listamenn frá öðrum stöðum og svæðum og grafið þannig undan hugmyndinni um ætlað þjóðerni listarinnar. Nú bregður svo við að framlagi Íslands til 56. Feneyjatvíæringsins, sem er innsetning listamannsins Christophs Büchel í kyrfilega „afhelguðu“ húsi í Cannaregio-hverfinu í Feneyjum, hefur verið lokað. Ástæða lokunarinnar virðist vera hrein og bein ritskoðun en verkið rímar illa við kreddur stjórnmálamanna og skriffinna í Feneyjum. Listaverkið, sem er moska, hefur vakið mikla jákvæða athygli í erlendum fjölmiðlum, og hafa einhverjir þekktustu listgagnrýnendur heims hlaðið það lofi. Verkið vekur upp spurningar um samskipti menningarheima og hver er velkominn hvar. Athyglin sem það hefur vakið, og öfgafull viðbrögð borgaryfirvalda í Feneyjum, undirstrika mikilvægi verksins – að það sé sýnt og um það sé talað. Þessi meinlausa innsetning er nefnilega listaverk í öllum venjulegum skilningi þess orðs og eins hefðbundið og þau gerast í samtímanum. Láti í sér heyra Í ljósi atburða er einkar mikilvægt að mennta- og menningarmálaráðuneytið láti í sér heyra og vinni að því að framlag Íslands til Feneyjatvíæringsins 2015 verði opið almenningi. Íslensk stjórnvöld verða að standa með rétti listamannsins til þess að tjá sig. Hvar eru einnig samtök myndlistarmanna og fjölmiðlamanna sem stundum standa svo einarðlega með málfrelsinu? Má ekki spyrja gagnrýnna spurninga um það hvernig ólíkir menningarheimar takast á í samtímanum og benda á það hvernig hægt er að auka skilning og samhygð milli manna? Látum það ekki spyrjast út að við látum slíkt óréttlæti og forneskjulegt afturhald yfir okkur ganga. Verjum tjáningarfrelsi listamanna og Moskuna í Feneyjum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Feneyjatvíæringurinn Mest lesið Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Sjá meira
Feneyjatvíæringurinn á Ítalíu er um margt sérstakur viðburður í menningarsamskiptum þjóða heims, með yfir 100 ára sögu. Þar er þjóðríkjum boðið að senda fulltrúa sína til þess að sýna það helsta sem er að gerast í myndlist á hverjum tíma. Það þýðir ekki að listamaðurinn þurfi að hafa vegabréf frá því landi sem hann er fulltrúi fyrir en áhugaverð þróun hefur einmitt átt sér stað á síðustu áratugum þar sem þjóðir hafa einmitt valið listamenn frá öðrum stöðum og svæðum og grafið þannig undan hugmyndinni um ætlað þjóðerni listarinnar. Nú bregður svo við að framlagi Íslands til 56. Feneyjatvíæringsins, sem er innsetning listamannsins Christophs Büchel í kyrfilega „afhelguðu“ húsi í Cannaregio-hverfinu í Feneyjum, hefur verið lokað. Ástæða lokunarinnar virðist vera hrein og bein ritskoðun en verkið rímar illa við kreddur stjórnmálamanna og skriffinna í Feneyjum. Listaverkið, sem er moska, hefur vakið mikla jákvæða athygli í erlendum fjölmiðlum, og hafa einhverjir þekktustu listgagnrýnendur heims hlaðið það lofi. Verkið vekur upp spurningar um samskipti menningarheima og hver er velkominn hvar. Athyglin sem það hefur vakið, og öfgafull viðbrögð borgaryfirvalda í Feneyjum, undirstrika mikilvægi verksins – að það sé sýnt og um það sé talað. Þessi meinlausa innsetning er nefnilega listaverk í öllum venjulegum skilningi þess orðs og eins hefðbundið og þau gerast í samtímanum. Láti í sér heyra Í ljósi atburða er einkar mikilvægt að mennta- og menningarmálaráðuneytið láti í sér heyra og vinni að því að framlag Íslands til Feneyjatvíæringsins 2015 verði opið almenningi. Íslensk stjórnvöld verða að standa með rétti listamannsins til þess að tjá sig. Hvar eru einnig samtök myndlistarmanna og fjölmiðlamanna sem stundum standa svo einarðlega með málfrelsinu? Má ekki spyrja gagnrýnna spurninga um það hvernig ólíkir menningarheimar takast á í samtímanum og benda á það hvernig hægt er að auka skilning og samhygð milli manna? Látum það ekki spyrjast út að við látum slíkt óréttlæti og forneskjulegt afturhald yfir okkur ganga. Verjum tjáningarfrelsi listamanna og Moskuna í Feneyjum.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar