Íslenski boltinn

Setja Blikarnir met í kvöld?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Markahæstur. Guðjón Pétur Lýðsson í Breiðabliki.
Markahæstur. Guðjón Pétur Lýðsson í Breiðabliki. Fréttablaðið/Pjetur
Blikar geta í kvöld orðið fyrsta liðið í efstu deild í nútímafótbolta sem gerir jafntefli í fyrstu fjórum leikjum sínum á Íslandsmóti.

Breiðablik varð á sunnudaginn aðeins níunda félagið frá 1977 sem gerir jafntefli í fyrstu þremur leikjum sínum á tímabili. Öll hin átta liðin sluppu út úr jafnteflisprísundinni í fjórða leik. Blikar hafa gert jafntefli við Fylki (1-1), KR (2-2) og Keflavík (1-1) í fyrstu leikjum sínum en í þeim öllum hefur Guðjón Pétur Lýðsson skorað jöfnunarmarkið.

Breiðabliksliðið setti met á síðasta tímabili þegar liðið varð fyrsta liðið í sögu efstu deildar til að gera tólf jafntefli. - óój

Lið með þrjú jafntefli í fyrstu þremur frá 1977-2015:

Víkingur 1977 - Fjórði leikur: 1-0 sigur á Fram

Fram 1981 - Fjórði leikur: 0-1 tap fyrir Þór

Breiðablik 1981 - Fjórði leikur: 3-1 sigur á KR

KA 1982 - Fjórði leikur: 2-1 sigur á Fram

KR 1984 - Fjórði leikur: 3-2 sigur á Fram

Leiftur 1988 - Fjórði leikur: 1-2 tap fyrir Víkingi

Valur 1998 - Fjórði leikur: 1-0 tap fyrir Keflavík

Þróttur 1998 - Fjórði leikur: 1-0 sigur á Grindavík

Breiðablik 2015 - Fjórði leikur: Á móti Val í kvöld




Fleiri fréttir

Sjá meira


×