Ætlar sér að leggja fram frumvörpin Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 18. maí 2015 07:00 Húsnæðismál í uppnámi. Frumvörpin gætu verið innlegg í kjaraviðræður. Fréttablaðið/Vilhelm Eygló Harðardóttir húsnæðismálaráðherra segir að frumvarp hennar um stofnstyrki til uppbyggingar félagslegs húsnæðis hafi ekki verið dregið til baka og hún muni freista þess að leggja það fram á yfirstandandi þingi. Kjarninn greindi frá því á föstudaginn að samkvæmt svörum frá fjármálaráðuneytinu hefði frumvarpið verið dregið til baka í lok apríl og von væri á nýju frumvarpi með breyttum áherslum. Velferðarráðuneytið birti í kjölfarið fréttatilkynningu ráðherra á föstudagskvöldið um að frumvarpið hefði ekki verið dregið til baka. Því er ljóst að velferðarráðuneytinu og fjármálaráðuneytinu ber ekki saman. Um er að ræða tvö frumvörp sem hafa verið í meðferð fjármálaráðuneytisins undanfarnar sjö vikur. Annars vegar frumvarp um breytt húsaleigubótakerfi og hins vegar frumvarp um stofnstyrki til uppbyggingar félagslegra íbúða. Eygló, segir að frumvarp um stofnstyrki til félagslegs húsnæðis verði ekki dregið til baka þrátt fyrir tilmæli fjármálaráðuneytisins þess efnis. „Málin hafa ekki verið lögð fyrir ríkisstjórn og eru alveg órædd þar,“ svaraði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra spurður hvort upp væri kominn ágreiningur í ríkisstjórninni um málin. Bjarni segir að ráðuneyti sitt geri ekki efnislegar athugasemdir við frumvarpið heldur sé um verklag að ræða.Sjá einnig: Bjarni gagnrýnir framgöngu Eyglóar „Ég sé að ráðherrann [Eygló] hefur rætt við aðila vinnumarkaðarins um frumvarpið og það tók breytingum eftir það samtal en það stöðvar alla vinnu við kostnaðarmat. Það eru bara verklagsreglur að afturkalla frumvörp sem taka breytingum,“ sagði Bjarni. Eygló segir að eftir samtal við aðila vinnumarkaðarins hafi vaknað upp spurningar um breytingar á frumvarpinu. „Ég hef sagt að aðgerðir til að styðja uppbyggingu á virkum leigumarkaði og fjölga þannig valkostum heimilanna gætu orðið til þess að greiða fyrir kjarasamningum. Þau mál hafa verið til skoðunar á samráðsvettvangi okkar og aðila vinnumarkaðarins um húsnæðismál. Ekki er hins vegar hægt að segja til um hvort breytingar verði gerðar á frumvarpinu en það mun skýrast á næstunni.“ Sex þingfundir eru á áætlun þingsins sem mun ljúka störfum 29. maí. Því er ljóst að Eygló hefur skamman tíma til að ná frumvörpum sínum í gegn um ríkisstjórn og þingið. „Húsnæðisfrumvörpin fjögur eru hluti af mínum forgangsmálum á þessu þingi og vona ég því að þau muni fá umfjöllun á þinginu fyrir þinglok þótt þingfundadögum fækki stöðugt,“ sagði hún. „Já, ég hef áhyggjur af þessu. Við vonuðumst til að síðasta ríkisstjórn myndi klára þetta en það gerðist ekki og núna hefur það algerlega sýnt sig að þetta virðist afar flókið í útfærslu,“ sagði Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, um töfina á húsnæðisfrumvörpum Eyglóar. „Við höfum beðið lengi eftir frumvörpum um þessi mál og þetta er ákveðinn áfangi en okkur finnst að það mætti stíga stærri skref,“ sagði hann. „Þetta er þarna í mati í fjármálaráðuneytinu en þetta þarf að fara að koma. Sveitarfélögin gera sitt í þessum málum og ríkið gerir sitt. Þetta er það sem ríkið þarf að gera.“ Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis, segir að frumvörp Eyglóar virðist ekki njóta stuðnings í ríkisstjórn. „Það sem er í gangi er augljóst að það er ekki stuðningur við stefnu félagsmálaráðherra sem birtist í þessum frumvörpum hennar,“ sagði hún. „Það er alvarlegt að þetta hefur dregist svona mikið, þetta hefði getað komið miklu fyrr fram,“ segir Sigríður, sem benti á að sambærileg stefna síðustu ríkisstjórnar hefði þegar legið fyrir í húsnæðismálum. „Stefna núverandi stjórnvalda er skýr á meðan þau geta veitt tekjuhæstu húsnæðiseigendum landsins rúman 51 milljarð í skuldaniðurfellingu en gera svo ekkert fyrir leigjendur.“ Alþingi Mest lesið Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Erlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni Innlent Þrjátíu ár liðin frá snjóflóðunum á Súðavík Innlent Fleiri fréttir Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Þrjátíu ár liðin frá snjóflóðunum á Súðavík Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Sjá meira
Eygló Harðardóttir húsnæðismálaráðherra segir að frumvarp hennar um stofnstyrki til uppbyggingar félagslegs húsnæðis hafi ekki verið dregið til baka og hún muni freista þess að leggja það fram á yfirstandandi þingi. Kjarninn greindi frá því á föstudaginn að samkvæmt svörum frá fjármálaráðuneytinu hefði frumvarpið verið dregið til baka í lok apríl og von væri á nýju frumvarpi með breyttum áherslum. Velferðarráðuneytið birti í kjölfarið fréttatilkynningu ráðherra á föstudagskvöldið um að frumvarpið hefði ekki verið dregið til baka. Því er ljóst að velferðarráðuneytinu og fjármálaráðuneytinu ber ekki saman. Um er að ræða tvö frumvörp sem hafa verið í meðferð fjármálaráðuneytisins undanfarnar sjö vikur. Annars vegar frumvarp um breytt húsaleigubótakerfi og hins vegar frumvarp um stofnstyrki til uppbyggingar félagslegra íbúða. Eygló, segir að frumvarp um stofnstyrki til félagslegs húsnæðis verði ekki dregið til baka þrátt fyrir tilmæli fjármálaráðuneytisins þess efnis. „Málin hafa ekki verið lögð fyrir ríkisstjórn og eru alveg órædd þar,“ svaraði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra spurður hvort upp væri kominn ágreiningur í ríkisstjórninni um málin. Bjarni segir að ráðuneyti sitt geri ekki efnislegar athugasemdir við frumvarpið heldur sé um verklag að ræða.Sjá einnig: Bjarni gagnrýnir framgöngu Eyglóar „Ég sé að ráðherrann [Eygló] hefur rætt við aðila vinnumarkaðarins um frumvarpið og það tók breytingum eftir það samtal en það stöðvar alla vinnu við kostnaðarmat. Það eru bara verklagsreglur að afturkalla frumvörp sem taka breytingum,“ sagði Bjarni. Eygló segir að eftir samtal við aðila vinnumarkaðarins hafi vaknað upp spurningar um breytingar á frumvarpinu. „Ég hef sagt að aðgerðir til að styðja uppbyggingu á virkum leigumarkaði og fjölga þannig valkostum heimilanna gætu orðið til þess að greiða fyrir kjarasamningum. Þau mál hafa verið til skoðunar á samráðsvettvangi okkar og aðila vinnumarkaðarins um húsnæðismál. Ekki er hins vegar hægt að segja til um hvort breytingar verði gerðar á frumvarpinu en það mun skýrast á næstunni.“ Sex þingfundir eru á áætlun þingsins sem mun ljúka störfum 29. maí. Því er ljóst að Eygló hefur skamman tíma til að ná frumvörpum sínum í gegn um ríkisstjórn og þingið. „Húsnæðisfrumvörpin fjögur eru hluti af mínum forgangsmálum á þessu þingi og vona ég því að þau muni fá umfjöllun á þinginu fyrir þinglok þótt þingfundadögum fækki stöðugt,“ sagði hún. „Já, ég hef áhyggjur af þessu. Við vonuðumst til að síðasta ríkisstjórn myndi klára þetta en það gerðist ekki og núna hefur það algerlega sýnt sig að þetta virðist afar flókið í útfærslu,“ sagði Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, um töfina á húsnæðisfrumvörpum Eyglóar. „Við höfum beðið lengi eftir frumvörpum um þessi mál og þetta er ákveðinn áfangi en okkur finnst að það mætti stíga stærri skref,“ sagði hann. „Þetta er þarna í mati í fjármálaráðuneytinu en þetta þarf að fara að koma. Sveitarfélögin gera sitt í þessum málum og ríkið gerir sitt. Þetta er það sem ríkið þarf að gera.“ Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis, segir að frumvörp Eyglóar virðist ekki njóta stuðnings í ríkisstjórn. „Það sem er í gangi er augljóst að það er ekki stuðningur við stefnu félagsmálaráðherra sem birtist í þessum frumvörpum hennar,“ sagði hún. „Það er alvarlegt að þetta hefur dregist svona mikið, þetta hefði getað komið miklu fyrr fram,“ segir Sigríður, sem benti á að sambærileg stefna síðustu ríkisstjórnar hefði þegar legið fyrir í húsnæðismálum. „Stefna núverandi stjórnvalda er skýr á meðan þau geta veitt tekjuhæstu húsnæðiseigendum landsins rúman 51 milljarð í skuldaniðurfellingu en gera svo ekkert fyrir leigjendur.“
Alþingi Mest lesið Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Erlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni Innlent Þrjátíu ár liðin frá snjóflóðunum á Súðavík Innlent Fleiri fréttir Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Þrjátíu ár liðin frá snjóflóðunum á Súðavík Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Sjá meira