Rafhlaða fyrir breytta tíma Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 17. maí 2015 10:00 Tesla Energy gefur fólki færi á að næla sér í ódýrari og umhverfisvænni orku. Auðkýfingurinn og frumkvöðullinn Elon Musk freistar þess að umbylta orkugeiranum. Uppfinningin er fullkomlega tilgangslaus á Íslandi en er þó ágæt áminning um það hversu heppin við erum. Tesla Energy annar ekki eftirspurn og reisir risaverksmiðju. Samband mitt við raforku er flókið. Eins og vanþakklátur elskhugi geri ég mér grein fyrir hversu nauðsynleg hún er. Hversu altæk áhrif hennar eru á líf mitt. En á sama tíma leiði ég sjaldan hugann að því hvað hún er raunverulega eða hverjar mínar skyldur og hlutverk eru í þessu dýrmæta sambandi. Vafalaust eru margir Íslendingar sem upplifa þetta enda er gnægð orkunnar hér slík að annað eins fyrirfinnst vart annars staðar í heiminum. Orkan verður sjálfsögð. Þetta var það sem ég hugsaði um þegar hugsjónamaðurinn Elon Musk, framkvæmdastjóri Tesla, svipti hulunni af nýrri deild fyrirtækisins, Tesla Energy, og um leið af Powerwall-rafhlöðunni. Tæknifyrirtæki standa reglulega fyrir kynningum sem þessari. Munurinn er sá að Musk var að selja okkur framtíðina, ekki nýjan snjallsíma. Í stuttu máli er Powerwall endurhlaðanleg litíumjóneindarafhlaða, ætluð heimilum, fyrirtækjum og stofnunum sem vilja ná tökum á orkunýtingu sinni og orkusparnaði. Rafhlaðan er 100 kg að þyngd, tveir metrar á hæð og lengd og 15 sentímetra þykk. Hún kemur með 10 ára ábyrgð og kostar minnst 400 þúsund krónur.Að jafna kostnaðinn Til að skilja mikilvægi Powerwall þarf maður að skilja orkumarkaðinn í Bandaríkjunum þar sem gríðarmiklar sveiflur eru á orkuverði. Orka er dýrari yfir daginn og ódýr að nóttu til. Veðurfar hefur áhrif og duttlungar orkufyrirtækja. Hérna er að finna snilld Powerwall. Með því að hlaða rafhlöðuna með ódýru rafmagni getur fólk öðlast sjálfstæði frá orkunetinu og jafnvel beintengt hana við endurnýjanlega orkugjafa (sól og vindur). Powerheldur 7 til 10 kílóvattstundum (kWh) af orku. Það samsvarar daglegri raforkunotkun meðalheimilis. Powerwall er auðvitað fullkomlega tilgangslaus hér á Íslandi. Að geyma íslenska raforku í slíku tæki væri eins og að geyma kartöflu í peningaskáp. Ef hver kílóvattstund kostar 17 krónur er meðalheimili að greiða 952 krónur á viku fyrir rafmagnið (8 kWh áætlað á dag). Það er ekki neitt. Aftur á móti er einstaklingur í Bandaríkjunum að greiða mun hærra verð fyrir orkuna sem jafnframt kemur að stórum hluta frá kolaorkuverum eða kjarnorku. Hvorugt orka framtíðarinnar. „Það jákvæða í þessu öllu er að þetta vekur athygli á ákveðnum áskorunum sem menn standa frammi fyrir í orkumálum almennt,“ segir Ketill Sigurjónsson, sérfræðingur í orkumálum. „Í dag er það almennt viðurkenndara að það verða veðurfarsbreytingar með notkun kolefniseldsneytis. Þetta er óþverra orkunotkun.“Markaður í mótun Powerwall kemur til sögunnar á tímum þegar eftirspurn eftir sólarsellum hefur aldrei verið meiri. Hún mun aðeins aukast. Jafnframt hefur framleiðslukostnaður hrunið á sama tíma og sellurnar verða betri. „Það er náttúrulega alveg einstakt við Ísland þetta lága orkuverð. Ég hef stundum sagt að það sé ógæfa hvað rafmagnið er ódýrt hér,“ segir Ketill. „Þegar rafmagnið er svona ódýrt þá erum við kannski ekki að velta svona hlutum fyrir okkur.“ Þar með er ekki sagt að hlutskipti Íslands í framtíðarsýn Elon Musk sé ómerkilegt. Ketill bendir á að tækni sem þessi undirstriki enn frekar sóknarfæri okkar. „Þetta eru sjónarmið sem menn eru að horfa til hér. Til dæmis með sæstrenginn. Að hægt sé að bæta orkunýtingu og ná þannig meiri orkusparnaði með því að Ísland verði þátttakandi í Evrópska orkumarkaðinum. Þannig væri hægt að fullnýta íslenska vatnsaflið og um leið ná meiri arðsemi út úr því.“Gríðarleg eftirspurn Powerwall-rafhlaðan er uppseld næstu árin. Tesla Energy annar ekki eftirspurn. Sölutekjur nema þegar rúmlega 100 milljörðum króna. Til þess að mæta eftirspurn hefur Musk gert einn stærsta ívilnunarsamning í sögu Bandaríkjanna og mun reisa stærstu hátækni-verksmiðju veraldar í Nevada. Árið 2020 mun verksmiðjan framleiða efnarafala fyrir Tesla Motors og rafhlöður fyrir Powerwall sem samanlagt samsvara 75 gígavöttum á ári. Musk hefur einsett sér að breyta heiminum. Geimför hans ferja nú birgðir til alþjóðlegu geimstöðvarinnar, annað fyrirtæki hans framleiðir öflugustu sólarsellur sem til eru og Tesla-rafbílarnir eru þeir bestu í heimi. Þegar Elon Musk talar, hlustar fólk. Hann færði sannfærandi rök fyrir Powerwall á kynningunni í Kaliforníu og miðað við viðbrögðin er framtíð Tesla Energy rafmögnuð. Illugi og Orka Energy Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Fleiri fréttir Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Sjá meira
Auðkýfingurinn og frumkvöðullinn Elon Musk freistar þess að umbylta orkugeiranum. Uppfinningin er fullkomlega tilgangslaus á Íslandi en er þó ágæt áminning um það hversu heppin við erum. Tesla Energy annar ekki eftirspurn og reisir risaverksmiðju. Samband mitt við raforku er flókið. Eins og vanþakklátur elskhugi geri ég mér grein fyrir hversu nauðsynleg hún er. Hversu altæk áhrif hennar eru á líf mitt. En á sama tíma leiði ég sjaldan hugann að því hvað hún er raunverulega eða hverjar mínar skyldur og hlutverk eru í þessu dýrmæta sambandi. Vafalaust eru margir Íslendingar sem upplifa þetta enda er gnægð orkunnar hér slík að annað eins fyrirfinnst vart annars staðar í heiminum. Orkan verður sjálfsögð. Þetta var það sem ég hugsaði um þegar hugsjónamaðurinn Elon Musk, framkvæmdastjóri Tesla, svipti hulunni af nýrri deild fyrirtækisins, Tesla Energy, og um leið af Powerwall-rafhlöðunni. Tæknifyrirtæki standa reglulega fyrir kynningum sem þessari. Munurinn er sá að Musk var að selja okkur framtíðina, ekki nýjan snjallsíma. Í stuttu máli er Powerwall endurhlaðanleg litíumjóneindarafhlaða, ætluð heimilum, fyrirtækjum og stofnunum sem vilja ná tökum á orkunýtingu sinni og orkusparnaði. Rafhlaðan er 100 kg að þyngd, tveir metrar á hæð og lengd og 15 sentímetra þykk. Hún kemur með 10 ára ábyrgð og kostar minnst 400 þúsund krónur.Að jafna kostnaðinn Til að skilja mikilvægi Powerwall þarf maður að skilja orkumarkaðinn í Bandaríkjunum þar sem gríðarmiklar sveiflur eru á orkuverði. Orka er dýrari yfir daginn og ódýr að nóttu til. Veðurfar hefur áhrif og duttlungar orkufyrirtækja. Hérna er að finna snilld Powerwall. Með því að hlaða rafhlöðuna með ódýru rafmagni getur fólk öðlast sjálfstæði frá orkunetinu og jafnvel beintengt hana við endurnýjanlega orkugjafa (sól og vindur). Powerheldur 7 til 10 kílóvattstundum (kWh) af orku. Það samsvarar daglegri raforkunotkun meðalheimilis. Powerwall er auðvitað fullkomlega tilgangslaus hér á Íslandi. Að geyma íslenska raforku í slíku tæki væri eins og að geyma kartöflu í peningaskáp. Ef hver kílóvattstund kostar 17 krónur er meðalheimili að greiða 952 krónur á viku fyrir rafmagnið (8 kWh áætlað á dag). Það er ekki neitt. Aftur á móti er einstaklingur í Bandaríkjunum að greiða mun hærra verð fyrir orkuna sem jafnframt kemur að stórum hluta frá kolaorkuverum eða kjarnorku. Hvorugt orka framtíðarinnar. „Það jákvæða í þessu öllu er að þetta vekur athygli á ákveðnum áskorunum sem menn standa frammi fyrir í orkumálum almennt,“ segir Ketill Sigurjónsson, sérfræðingur í orkumálum. „Í dag er það almennt viðurkenndara að það verða veðurfarsbreytingar með notkun kolefniseldsneytis. Þetta er óþverra orkunotkun.“Markaður í mótun Powerwall kemur til sögunnar á tímum þegar eftirspurn eftir sólarsellum hefur aldrei verið meiri. Hún mun aðeins aukast. Jafnframt hefur framleiðslukostnaður hrunið á sama tíma og sellurnar verða betri. „Það er náttúrulega alveg einstakt við Ísland þetta lága orkuverð. Ég hef stundum sagt að það sé ógæfa hvað rafmagnið er ódýrt hér,“ segir Ketill. „Þegar rafmagnið er svona ódýrt þá erum við kannski ekki að velta svona hlutum fyrir okkur.“ Þar með er ekki sagt að hlutskipti Íslands í framtíðarsýn Elon Musk sé ómerkilegt. Ketill bendir á að tækni sem þessi undirstriki enn frekar sóknarfæri okkar. „Þetta eru sjónarmið sem menn eru að horfa til hér. Til dæmis með sæstrenginn. Að hægt sé að bæta orkunýtingu og ná þannig meiri orkusparnaði með því að Ísland verði þátttakandi í Evrópska orkumarkaðinum. Þannig væri hægt að fullnýta íslenska vatnsaflið og um leið ná meiri arðsemi út úr því.“Gríðarleg eftirspurn Powerwall-rafhlaðan er uppseld næstu árin. Tesla Energy annar ekki eftirspurn. Sölutekjur nema þegar rúmlega 100 milljörðum króna. Til þess að mæta eftirspurn hefur Musk gert einn stærsta ívilnunarsamning í sögu Bandaríkjanna og mun reisa stærstu hátækni-verksmiðju veraldar í Nevada. Árið 2020 mun verksmiðjan framleiða efnarafala fyrir Tesla Motors og rafhlöður fyrir Powerwall sem samanlagt samsvara 75 gígavöttum á ári. Musk hefur einsett sér að breyta heiminum. Geimför hans ferja nú birgðir til alþjóðlegu geimstöðvarinnar, annað fyrirtæki hans framleiðir öflugustu sólarsellur sem til eru og Tesla-rafbílarnir eru þeir bestu í heimi. Þegar Elon Musk talar, hlustar fólk. Hann færði sannfærandi rök fyrir Powerwall á kynningunni í Kaliforníu og miðað við viðbrögðin er framtíð Tesla Energy rafmögnuð.
Illugi og Orka Energy Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Fleiri fréttir Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Sjá meira