Innlent

Þolmörkum náð vegna tekjutaps

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Hörður Harðarson
Hörður Harðarson
Svínabú eru sum hver komin að þolmörkum vegna tekjutaps sem þau verða fyrir í verkfalli dýralækna.

Guðný Tómasdóttir, bóndi á Ormsstöðum í Grímsnesi þar sem hún býr með fjölskyldu sinni, segir orðið dagaspursmál hvað reksturinn þoli. Standa þurfi undir rekstrargjöldum, en tekjurnar séu engar.

Hörður Harðarson, formaður Félags svínabænda, segir ljóst að staðan sé orðin mjög slæm hjá svínabændum.

„En það kann að vera eitthvað mismunandi eftir því hvernig uppbyggingin er í kringum viðkomandi bú.“

Bú með fjölþætta starfsemi hafi kannski meiri sveigjanleika í tekjuöflun og útgjaldadreifingu. „En þeir sem eru eingöngu í frumframleiðslu hafa mjög takmarkaða möguleika,“ segir hann.

Hörður áréttar að neyðarástand sé að skapast hjá svínabændum, þótt allir geri sitt til að þrauka.

„Afleiðingarnar geta líka varað lengi og verið lengi að koma fram. Þó að menn nái að draga andann í einhvern smátíma getur verið að súrefnið verði allt búið eftir einhvern X tíma.“


Tengdar fréttir

Verkfallsaðgerðir í gangi

Í dag hefur hluti félagsmanna BHM verið 38 daga í ótímabundnuverkfalli. 36 daga þeir sem næstlengst hafa verið og nokkrir hópar, dýralæknar þar á meðal, í 25 daga.

Segir ekki langt eftir í líftauginni

Gjöld sem svínabú þurfa að standa undir, svo sem vegna fóðurs, hverfa ekki þótt tekjurnar hafi horfið í verkfalli dýralækna. Bú eru komin að þolmörkum. Veltutölur eru háar og reksturinn hefur víða verið í járnum. Töpuð sala verður ekki unnin upp.

200 tonn föst í tolli

Mikið magn innfluttra matvæla kemst ekki í gegnum tollafgreiðslu vegna verkfalls dýralækna hjá Matvælastofnun. Kjúklingur, nautakjöt og ferskt svínakjöt nánast uppurið á landinu. Innflytjendur eru áhyggjufullir vegna stöðunnar í kjaradeilunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×