Hundrað veikum ekki veitt undanþága Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 8. maí 2015 07:00 Gunnar Bjarni Ragnarsson, yfirlæknir lyflækninga krabbameina á Landspítala, segir ástandið slæmt og meðferð krabbameinssjúkra hafi raskast með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. „Hættan á því að einhver hafi skaðast, muni skaðast eða jafnvel deyja er raunveruleg,“ segir Gunnar Bjarni Ragnarsson, yfirlæknir lyflækninga krabbameina á Landspítala Háskólasjúkrahúsi. Verkfall geislafræðinga, lífeindafræðinga og náttúrufræðinga hefur staðið yfir í mánuð. Áhrifin eru hvað mest á krabbameinsdeild. „Staðan er bara hrikaleg. Þjónustan hefur verið skorin niður fyrir ásættanleg mörk, þess eru dæmi að það hafi orðið rof í krabbameinslyfjameðferð. Það eru þó nokkrir sjúklingar þar sem ekki er hægt að byrja krabbameinslyfjameðferð vegna þess að nauðsynlegar rannsóknir vantar og biðlistar hafa lengst eftir geislameðferð,“ segir Gunnar. Að sögn Gunnars bíða enn sex sjúklingar eftir því að hefja meðferð sem hefur verið frestað í fimm vikur eða frá upphafi verkfalls. „Þá eru tuttugu beiðnir sem bíða afgreiðslu síðan verkfallið hófst og ekki hefur verið hægt að verða við enn þá,“ segir Gunnar. Þá nefnir Gunnar legudeildina þar sem veikustu krabbameinssjúklingarnir liggja og segist óttast alvarleg atvik þar vegna verkfallsins. „Bráðveikir einstaklingar liggja á legudeildinni. Þar er mikil röskun á meðferð, rannsóknir taka lengri tíma sem getur seinkað nauðsynlegri meðferð og útskrift. Á þessari deild reiðum við okkur mjög bæði á blóðrannsóknir og myndgreiningar,“ segir Gunnar. Eftirlit liggur að miklu leyti niðri. Gunnar segir seinkun á greiningu geta haft afdrifaríkar afleiðingar á áframhaldandi meðferð. „Við reynum hvað við getum að forgangsraða þannig að nauðsynlegar rannsóknir eru gerðar tímanlega til að sjúklingar skaðist ekki. En það fer mikill tími í forgangsröðun og annað sem tengist verkfallinu sem raskar líka allri starfseminni, tími sem ætti frekar að fara í það að sinna sjúklingum.“ Rúmlega þrjú þúsund manns bíða eftir myndgreiningu. Undanþágunefnd hefur veitt tvö hundruð sjúklingum undanþágur í verkfallinu. Læknar senda beiðni um undanþágu sem þeir telja nauðsynlega. Hundrað sjúklingum hefur verið hafnað „Þeim undanþágum sem er hafnað, þær getum við ekki veitt. Það er algengt að það sé verið að sækja um undanþágur ótilgreint,“ segir Katrín Sigurðardóttir, formaður Félags geislafræðinga. „Okkur finnst að þessar áhyggjur af stöðunni sem upp er komin hljóti að liggja hjá ráðamönnum,“ segir Katrín. Katrín bendir á að verkfallið sé löglegt úrræði til að fá kjarabætur. „Það eru mjög reglulega veittar undanþágur. Afleiðingar af verkfallinu eru ekki á okkar ábyrgð. Við viljum koma að samningaborðinu en það er enginn vilji af hálfu ríkisins.“ Verkfall 2016 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Fleiri fréttir Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Sjá meira
„Hættan á því að einhver hafi skaðast, muni skaðast eða jafnvel deyja er raunveruleg,“ segir Gunnar Bjarni Ragnarsson, yfirlæknir lyflækninga krabbameina á Landspítala Háskólasjúkrahúsi. Verkfall geislafræðinga, lífeindafræðinga og náttúrufræðinga hefur staðið yfir í mánuð. Áhrifin eru hvað mest á krabbameinsdeild. „Staðan er bara hrikaleg. Þjónustan hefur verið skorin niður fyrir ásættanleg mörk, þess eru dæmi að það hafi orðið rof í krabbameinslyfjameðferð. Það eru þó nokkrir sjúklingar þar sem ekki er hægt að byrja krabbameinslyfjameðferð vegna þess að nauðsynlegar rannsóknir vantar og biðlistar hafa lengst eftir geislameðferð,“ segir Gunnar. Að sögn Gunnars bíða enn sex sjúklingar eftir því að hefja meðferð sem hefur verið frestað í fimm vikur eða frá upphafi verkfalls. „Þá eru tuttugu beiðnir sem bíða afgreiðslu síðan verkfallið hófst og ekki hefur verið hægt að verða við enn þá,“ segir Gunnar. Þá nefnir Gunnar legudeildina þar sem veikustu krabbameinssjúklingarnir liggja og segist óttast alvarleg atvik þar vegna verkfallsins. „Bráðveikir einstaklingar liggja á legudeildinni. Þar er mikil röskun á meðferð, rannsóknir taka lengri tíma sem getur seinkað nauðsynlegri meðferð og útskrift. Á þessari deild reiðum við okkur mjög bæði á blóðrannsóknir og myndgreiningar,“ segir Gunnar. Eftirlit liggur að miklu leyti niðri. Gunnar segir seinkun á greiningu geta haft afdrifaríkar afleiðingar á áframhaldandi meðferð. „Við reynum hvað við getum að forgangsraða þannig að nauðsynlegar rannsóknir eru gerðar tímanlega til að sjúklingar skaðist ekki. En það fer mikill tími í forgangsröðun og annað sem tengist verkfallinu sem raskar líka allri starfseminni, tími sem ætti frekar að fara í það að sinna sjúklingum.“ Rúmlega þrjú þúsund manns bíða eftir myndgreiningu. Undanþágunefnd hefur veitt tvö hundruð sjúklingum undanþágur í verkfallinu. Læknar senda beiðni um undanþágu sem þeir telja nauðsynlega. Hundrað sjúklingum hefur verið hafnað „Þeim undanþágum sem er hafnað, þær getum við ekki veitt. Það er algengt að það sé verið að sækja um undanþágur ótilgreint,“ segir Katrín Sigurðardóttir, formaður Félags geislafræðinga. „Okkur finnst að þessar áhyggjur af stöðunni sem upp er komin hljóti að liggja hjá ráðamönnum,“ segir Katrín. Katrín bendir á að verkfallið sé löglegt úrræði til að fá kjarabætur. „Það eru mjög reglulega veittar undanþágur. Afleiðingar af verkfallinu eru ekki á okkar ábyrgð. Við viljum koma að samningaborðinu en það er enginn vilji af hálfu ríkisins.“
Verkfall 2016 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Fleiri fréttir Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Sjá meira