Stór hluti atvinnulífs lamaður úti á landi Óli Kristján Ármannsson skrifar 7. maí 2015 07:00 Björgólfur Jóhannsson er, auk þess að vera forstjóri Icelandair Group, formaður Samtaka atvinnulífsins. Icelandair gekk um áramót frá tveggja ára kjarasamningi við flugmenn sína. Fréttablaðið/GVA Misræmi er í kröfu sem Björgólfur Jóhannsson, formaður Samtaka atvinnulífsins (SA), setti fram á ársfundi samtakanna um að verkalýðshreyfingin sýni ábyrgð og samningum sem hann gerði sjálfur við flugmenn sína sem forstjóri Icelandair Group. Þetta segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, sem í gær birti á vef samtakanna samningana sem Icelandair gerði við flugmenn sína. „Við stöndum frammi fyrir kröfum um 30 til 50 prósenta launahækkanir á sama tíma og efnahagslegt svigrúm er fyrir einn tíunda af kröfunum,“ sagði Björgólfur á fundinum. „Það fylgjast allir með og sérstök launahækkun eins hóps leiðir óhjákvæmilega til aukinna krafna annarra.“ Vilhjálmur segir rétt að halda til haga að samningurinn við flugmenn Icelandair sé gerður á undan læknasamningunum.Vilhjálmur Birgisson„Hverjir voru það sem ruddu brautina þarna?“ spyr Vilhjálmur. Í þessu ljósi sé undarlegt að Björgólfur hafi leyft sér að „hundskamma“ verkalýðshreyfinguna á ársfundi SA fyrir að sýna ekki ábyrgð. „Vitandi hvaða samning hann var búinn að gera við hluta af sínum starfsmönnum þar sem hækkanir voru allt að 310 þúsund krónum.“ Vilhjálmur segist hins vegar ekki gagnrýna flugmenn og flugstjóra fyrir að landa góðum samningi. „Ég er bara að benda á hræsnina, sem ríður ekki við einteyming hjá Samtökum atvinnulífsins,“ segir hann. Næsti fundur í kjaradeilu Starfsgreinasambandsins er á morgun, en í dag er seinni hluti tveggja daga verkfalls sem lamar ýmsa starfsemi utan höfuðborgarsvæðisins. En af því að áhrifin eru úti á landi telur Vilhjálmur ef til vill að síður sé brugðist við í borginni við samningaborðið. „Menn virðast hafa af því mestar áhyggjur að ekki fáist hamborgarar í Reykjavík meðan stór hluti atvinnulífsins er lamaður úti á landsbyggðinni,“ segir Vilhjálmur og bendir á að víða sé engin fiskvinnsla í gangi, ferðaþjónusta liggi niðri og á Akranesi verði leikskólar lokaðir á morgun vegna þess að þeir hafi þá ekki verið þrifnir tvo daga í röð. „En menn vakna kannski þegar höfuðborgarsvæðið hikstar.“ Verkfall 2016 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira
Misræmi er í kröfu sem Björgólfur Jóhannsson, formaður Samtaka atvinnulífsins (SA), setti fram á ársfundi samtakanna um að verkalýðshreyfingin sýni ábyrgð og samningum sem hann gerði sjálfur við flugmenn sína sem forstjóri Icelandair Group. Þetta segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, sem í gær birti á vef samtakanna samningana sem Icelandair gerði við flugmenn sína. „Við stöndum frammi fyrir kröfum um 30 til 50 prósenta launahækkanir á sama tíma og efnahagslegt svigrúm er fyrir einn tíunda af kröfunum,“ sagði Björgólfur á fundinum. „Það fylgjast allir með og sérstök launahækkun eins hóps leiðir óhjákvæmilega til aukinna krafna annarra.“ Vilhjálmur segir rétt að halda til haga að samningurinn við flugmenn Icelandair sé gerður á undan læknasamningunum.Vilhjálmur Birgisson„Hverjir voru það sem ruddu brautina þarna?“ spyr Vilhjálmur. Í þessu ljósi sé undarlegt að Björgólfur hafi leyft sér að „hundskamma“ verkalýðshreyfinguna á ársfundi SA fyrir að sýna ekki ábyrgð. „Vitandi hvaða samning hann var búinn að gera við hluta af sínum starfsmönnum þar sem hækkanir voru allt að 310 þúsund krónum.“ Vilhjálmur segist hins vegar ekki gagnrýna flugmenn og flugstjóra fyrir að landa góðum samningi. „Ég er bara að benda á hræsnina, sem ríður ekki við einteyming hjá Samtökum atvinnulífsins,“ segir hann. Næsti fundur í kjaradeilu Starfsgreinasambandsins er á morgun, en í dag er seinni hluti tveggja daga verkfalls sem lamar ýmsa starfsemi utan höfuðborgarsvæðisins. En af því að áhrifin eru úti á landi telur Vilhjálmur ef til vill að síður sé brugðist við í borginni við samningaborðið. „Menn virðast hafa af því mestar áhyggjur að ekki fáist hamborgarar í Reykjavík meðan stór hluti atvinnulífsins er lamaður úti á landsbyggðinni,“ segir Vilhjálmur og bendir á að víða sé engin fiskvinnsla í gangi, ferðaþjónusta liggi niðri og á Akranesi verði leikskólar lokaðir á morgun vegna þess að þeir hafi þá ekki verið þrifnir tvo daga í röð. „En menn vakna kannski þegar höfuðborgarsvæðið hikstar.“
Verkfall 2016 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira