Meðgönguljóð frumflytja nýja smásögu á Vísi Magnús Guðmundsson skrifar 7. maí 2015 10:15 Birkir Blær, Álfur Birkir Bjarnason, Valgerður Þóroddsdóttir, Fríða Ísberg og Kristján Guðjónsson eru á meðal ungu skáldanna sem starfa innan vébanda Meðgönguljóða og frumflytja smásögu á Vísi í dag. Vísir/Ernir Meðgönguljóð er jaðarbókaútgáfa ungra ljóðskálda sem var stofnuð árið 2011. Síðan þá hafa Meðgönguljóð vaxið nokkuð jafnt og þétt og fengið mjög svo jákvæðar viðtökur í bókmenntaheiminum. Meðgönguljóð leggja mikla áherslu á að kynna til leiks ung og efnileg skáld sem og að auka aðgengi að ljóðinu í dagsins önn. Birkir Blær er á meðal ungu skáldanna innan vébanda Meðgönguljóða en samstarf hans við útgáfuna hófst með óvenjulegum hætti á síðasta ári með ljóðabók sem kom út í athugasemdakerfi Vísis þar sem Birkir Blær skipti ljóðum inn fyrir athugasemdir. „Ég er reyndar meira í prósanum en ljóðinu en mér fannst þessi hugmynd sem var unnin í samstarfi við Vísi og Meðgönguljóð of góð til þess að láta hana fram hjá sér fara. Valgerður Þóroddsdóttir hjá Meðgönguljóðum vann að þessari hugmynd með mér og í framhaldinu fórum við að tala við fleiri skáld innan forlagsins með þá hugmynd að færa út kvíarnar í útgáfunni. Okkur langaði einkum til þess að gefa út eina og eina smásögu í senn þar sem það er form sem hentar ákaflega vel fyrir lesendur til þess að grípa með sér í dagsins önn. Þetta er leið til þess að færa skáldskap nær fólki, hafa hann aðgengilegan og hversdagslegri.“ Í dag kemur út smásagan El Dorado eftir Birki Blæ sem verður fyrsta sagan í smásagnaseríu Meðgönguljóða.Sagan birtist á myndbandi hér á Vísi í upplestri höfundar – án endurgjalds og aðgengileg í dagsins önn.„Þessi birting er tilraun til að miðla íslenskum skáldskap á nýtískulegan hátt, svo áhugasamir geti nálgast sögurnar fyrirhafnarlaust. Fólk á ekki oft leið út í bókabúð, en nánast hver einasti maður gluggar örstutt inn á forsíðuna á Vísi á hverjum einasta degi og því kom upp sú hugmynd að smella íslenskri smásögu þar í hilluna. Þeir sem hafa áhuga á íslenskum skáldskap geta þá gefið sér tíma til að hlusta á söguna, án þess að þurfa að gera sér sérstaka ferð út í bókabúð til að grafa hana upp,“ útskýrir Birkir Blær. „Með smásagnaseríunni er markmiðið að gefa út eina og eina smásögu í senn eftir upprennandi höfunda og blása þannig lífi í smásagnahefðina á Íslandi. Þetta er nokkuð löng smásaga og hentar þeim best sem hafa nægan tíma til að halla sér aftur í sófanum heima og hlusta í rólegheitunum, eða þeim sem þurfa að vaska mjög mikið upp og geta haft lesturinn í eyrunum. Eða eitthvað í þeim dúr.“Birkir Blær Ingólfsson.Vísir/ErnirSagan El Dorado er upphafspunktur á nýrri vegferð Meðgönguljóða. Forlagið hefur hingað til eingöngu fengist við útgáfu ljóðabóka, en í dag kynnir það tvær nýjar bókaseríur og mun héðan í frá einnig gefa út smásögur í seríunni Meðgöngumál og fræðigreinaseríuna Meðgöngufræ. Birkir Blær segir stefnuna vera að gefa út eina og eina smásögu í senn – í stað þess að gefa út heil smásagnasöfn – og sömuleiðis eina og eina fræðigrein. „Með fræðigreinaseríunni vonumst við til þess að geta leyst fræðigreinar og vangaveltur úr heimi háskólasamfélagsins – sem oft og tíðum virkar dálítið lokað og óaðgengilegt – og gert þær að hversdagslegra lesefni sem á ekki aðeins erindi við háskólamenntaða spekinga, heldur einnig venjulegt ungt fólk í strætó.“ Til að fagna fyrstu smásögunni, sem og nýju seríunum tveimur sem væntanlegar eru, munu Meðgönguljóð standa fyrir upplestrarkvöldi og allsherjarfögnuði á Lofti Hosteli í kvöld. Þar auglýsir forlagið einnig eftir nýjum handritum, og upprennandi skáld og spekingar geta skilað handritum fyrir nýjar seríur Meðgönguljóða.Hægt er að horfa á El Dorado eftir Birki Blæ í spilaranum hér ofar í fréttinni og á sjónvarpsvef Vísis. Menning Tengdar fréttir Gerir kommentakerfin í Firefox og Safari líka ljóðræn Skáldið Birkir Blær færir út kvíarnar. Skiptir út kommentakerfinu á Lífinu á Vísi út fyrir ljóðabókina Vísur. 16. september 2014 14:45 Skiptir út kommentakerfinu fyrir ljóð Birkir Blær Ingólfsson gefur út ljóðabók í dag sem eingöngu er hægt að nálgast á fréttavef Vísis þar sem lesendur geta skipt athugasemdakerfinu út fyrir ljóð. 25. ágúst 2014 09:38 Fögnuðu Vísum og brotthvarfi kommentakerfisins Birkir Blær Ingólfsson bauð til veislu þar sem fagnað var útgáfu rafrænu ljóðabókarinnar Vísur, sem kom út hér á Vísi í gærdag. 26. ágúst 2014 18:30 Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Meðgönguljóð er jaðarbókaútgáfa ungra ljóðskálda sem var stofnuð árið 2011. Síðan þá hafa Meðgönguljóð vaxið nokkuð jafnt og þétt og fengið mjög svo jákvæðar viðtökur í bókmenntaheiminum. Meðgönguljóð leggja mikla áherslu á að kynna til leiks ung og efnileg skáld sem og að auka aðgengi að ljóðinu í dagsins önn. Birkir Blær er á meðal ungu skáldanna innan vébanda Meðgönguljóða en samstarf hans við útgáfuna hófst með óvenjulegum hætti á síðasta ári með ljóðabók sem kom út í athugasemdakerfi Vísis þar sem Birkir Blær skipti ljóðum inn fyrir athugasemdir. „Ég er reyndar meira í prósanum en ljóðinu en mér fannst þessi hugmynd sem var unnin í samstarfi við Vísi og Meðgönguljóð of góð til þess að láta hana fram hjá sér fara. Valgerður Þóroddsdóttir hjá Meðgönguljóðum vann að þessari hugmynd með mér og í framhaldinu fórum við að tala við fleiri skáld innan forlagsins með þá hugmynd að færa út kvíarnar í útgáfunni. Okkur langaði einkum til þess að gefa út eina og eina smásögu í senn þar sem það er form sem hentar ákaflega vel fyrir lesendur til þess að grípa með sér í dagsins önn. Þetta er leið til þess að færa skáldskap nær fólki, hafa hann aðgengilegan og hversdagslegri.“ Í dag kemur út smásagan El Dorado eftir Birki Blæ sem verður fyrsta sagan í smásagnaseríu Meðgönguljóða.Sagan birtist á myndbandi hér á Vísi í upplestri höfundar – án endurgjalds og aðgengileg í dagsins önn.„Þessi birting er tilraun til að miðla íslenskum skáldskap á nýtískulegan hátt, svo áhugasamir geti nálgast sögurnar fyrirhafnarlaust. Fólk á ekki oft leið út í bókabúð, en nánast hver einasti maður gluggar örstutt inn á forsíðuna á Vísi á hverjum einasta degi og því kom upp sú hugmynd að smella íslenskri smásögu þar í hilluna. Þeir sem hafa áhuga á íslenskum skáldskap geta þá gefið sér tíma til að hlusta á söguna, án þess að þurfa að gera sér sérstaka ferð út í bókabúð til að grafa hana upp,“ útskýrir Birkir Blær. „Með smásagnaseríunni er markmiðið að gefa út eina og eina smásögu í senn eftir upprennandi höfunda og blása þannig lífi í smásagnahefðina á Íslandi. Þetta er nokkuð löng smásaga og hentar þeim best sem hafa nægan tíma til að halla sér aftur í sófanum heima og hlusta í rólegheitunum, eða þeim sem þurfa að vaska mjög mikið upp og geta haft lesturinn í eyrunum. Eða eitthvað í þeim dúr.“Birkir Blær Ingólfsson.Vísir/ErnirSagan El Dorado er upphafspunktur á nýrri vegferð Meðgönguljóða. Forlagið hefur hingað til eingöngu fengist við útgáfu ljóðabóka, en í dag kynnir það tvær nýjar bókaseríur og mun héðan í frá einnig gefa út smásögur í seríunni Meðgöngumál og fræðigreinaseríuna Meðgöngufræ. Birkir Blær segir stefnuna vera að gefa út eina og eina smásögu í senn – í stað þess að gefa út heil smásagnasöfn – og sömuleiðis eina og eina fræðigrein. „Með fræðigreinaseríunni vonumst við til þess að geta leyst fræðigreinar og vangaveltur úr heimi háskólasamfélagsins – sem oft og tíðum virkar dálítið lokað og óaðgengilegt – og gert þær að hversdagslegra lesefni sem á ekki aðeins erindi við háskólamenntaða spekinga, heldur einnig venjulegt ungt fólk í strætó.“ Til að fagna fyrstu smásögunni, sem og nýju seríunum tveimur sem væntanlegar eru, munu Meðgönguljóð standa fyrir upplestrarkvöldi og allsherjarfögnuði á Lofti Hosteli í kvöld. Þar auglýsir forlagið einnig eftir nýjum handritum, og upprennandi skáld og spekingar geta skilað handritum fyrir nýjar seríur Meðgönguljóða.Hægt er að horfa á El Dorado eftir Birki Blæ í spilaranum hér ofar í fréttinni og á sjónvarpsvef Vísis.
Menning Tengdar fréttir Gerir kommentakerfin í Firefox og Safari líka ljóðræn Skáldið Birkir Blær færir út kvíarnar. Skiptir út kommentakerfinu á Lífinu á Vísi út fyrir ljóðabókina Vísur. 16. september 2014 14:45 Skiptir út kommentakerfinu fyrir ljóð Birkir Blær Ingólfsson gefur út ljóðabók í dag sem eingöngu er hægt að nálgast á fréttavef Vísis þar sem lesendur geta skipt athugasemdakerfinu út fyrir ljóð. 25. ágúst 2014 09:38 Fögnuðu Vísum og brotthvarfi kommentakerfisins Birkir Blær Ingólfsson bauð til veislu þar sem fagnað var útgáfu rafrænu ljóðabókarinnar Vísur, sem kom út hér á Vísi í gærdag. 26. ágúst 2014 18:30 Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Gerir kommentakerfin í Firefox og Safari líka ljóðræn Skáldið Birkir Blær færir út kvíarnar. Skiptir út kommentakerfinu á Lífinu á Vísi út fyrir ljóðabókina Vísur. 16. september 2014 14:45
Skiptir út kommentakerfinu fyrir ljóð Birkir Blær Ingólfsson gefur út ljóðabók í dag sem eingöngu er hægt að nálgast á fréttavef Vísis þar sem lesendur geta skipt athugasemdakerfinu út fyrir ljóð. 25. ágúst 2014 09:38
Fögnuðu Vísum og brotthvarfi kommentakerfisins Birkir Blær Ingólfsson bauð til veislu þar sem fagnað var útgáfu rafrænu ljóðabókarinnar Vísur, sem kom út hér á Vísi í gærdag. 26. ágúst 2014 18:30