Verkfallsaðgerðir sem eru í gangi Óli Kristján Ármannsson skrifar 6. maí 2015 07:00 Einamana póstburðartaska. Búast má við að verkfallsaðgerðir SGS í dag og á morgun hafi áhrif á póstþjónustu á landsbyggðinni, þótt röskun verði ekki á útburði á höfuðborgarsvæðinu. Fréttablaðið/GVA Í dag og á morgun stendur yfir allsherjarvinnustöðvun aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins. Félögin sem þar eru undir eru:AFL Starfsgreinafélag, Aldan stéttarfélag, Báran stéttarfélag, Drífandi stéttarfélag, Eining-Iðja, Framsýn stéttarfélag, Stéttarfélagið Samstaða, Stéttarfélag Vesturlands, Verkalýðsfélag Akraness, Verkalýðsfélag Grindavíkur, Verkalýðs- og sjómannafélag Bolungarvíkur, Verkalýðs- og sjómannafélag Sandgerðis, Verkalýðsfélag Snæfellinga, Verkalýðsfélag Suðurlands, Verkalýðsfélag Vestfirðinga og Verkalýðsfélag Þórshafnar. Aðgerðir félaganna hafa mestanpart áhrif utan höfuðborgarsvæðisins (einhverjar ferðir atvinnubílstjóra út á land falla þó niður). Aðgerðirnar ná hins vegar til bróðurparts landsins að öðru leyti og hafa áhrif á fjölda vinnustaða. Meðal annars verður röskun á póstþjónustu á landsbyggðinni. Þá stendur enn ótímabundið verkfall hjá hluta aðildarfélaga Bandalags háskólamanna (BHM). Í dag er 30. dagur í verkfalli fimm þeirra:Félag geislafræðinga – en verkfall þeirra hefur meðal annars áhrif á starfsemi Landspítalans í þá veru að ekki er hægt að framkvæma margvíslegar rannsóknir sem krefjast röntgenmyndatöku.Félag lífeindafræðinga – verkfall þeirra hefur sömuleiðis áhrif á framkvæmd rannsókna á Landspítalanum, en lífeindafræðingar starfa á rannsóknastofum sjúkrahúsa og fyrirtækja í erfðagreiningu og lyfjaiðnaði, auk stofnana sem þjóna landbúnaði.Félag íslenskra náttúrufræðinga á Landspítala – náttúrufræðingar í heilbrigðisþjónustu koma meðal annars að hlutum sem snerta frumu- og sameindalíffræði, eðlis- og efnafræði, lífeðlis- og lífefnafræði, erfðafræði og líftækni, örveru- og veirufræði, ónæmisfræði, blóðbankafræði, vefjafræði, meinafræði, faraldsfræði, tölfræði og kerfislíffræði.Ljósmæðrafélag Íslands á Landspítala (þri., mið. og fim.) – verkfall ljósmæðra raskar starfsemi kvennadeildar, en undanþágur hafa verið veittar, svo sem vegna keisaraskurðaðgerða.Stéttarfélag lögfræðinga hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu – verkfallið veldur því að ekki er hægt að ganga frá alls kyns opinberum skiptum, gjaldþrota- eða skiptum dánarbúa, skilnuðum, hjónavígslum og fleiri hlutum. Þann 9. apríl hófst ótímabundið verkfall félaga í Ljósmæðrafélagi Íslands á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Þar er verkfall á mánudögum og fimmtudögum. Og eru þær aðgerðir því á 28. degi. Þá hefur verkfall í dag staðið í 17 daga hjá eftirtöldum félögum, en það hófst 20. síðasta mánaðar:Félag íslenskra náttúrufræðinga á Matvælastofnun – verkfallið hefur áhrif á margvíslega starfsemi stofnunarinnar, svo sem vegna eftirlits með plöntuheilbrigði, matvælaöryggi og neytendavernd.Stéttarfélag háskólamanna á matvæla- og næringarsviði á Matvælastofnun – verkfall háskólamanna raskar margvíslegu eftirliti og rannsóknum sem unnar eru hjá MAST.Dýralæknafélag Íslands – verkfallið hefur stórfelld áhrif á matvælaframleiðslu því uppáskrift dýralækna og eftirlit þarf við hvers konar slátrun og einnig vegna innflutnings dýraafurða. Þá raskast eftirlit sem haft er með heilbrigði og velferð dýra.Að auki stendur svo yfir verkfall Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins hjá Fjársýslu ríkisins. Þær aðgerðir hófust 20. apríl og standa til 8. þessa mánaðar. Í byrjun verkfalls var veitt undanþága til þess að hægt yrði að greiða út barnabætur, en viðbúið er að margvíslegar greiðslur aðrar og afgreiðsla hjá Fjársýslunni raskist haldi verkfall áfram. Takist ekki samningar hefst ótímabundið verkfall hjá félaginu 11. maí. Verkfall 2016 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Í dag og á morgun stendur yfir allsherjarvinnustöðvun aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins. Félögin sem þar eru undir eru:AFL Starfsgreinafélag, Aldan stéttarfélag, Báran stéttarfélag, Drífandi stéttarfélag, Eining-Iðja, Framsýn stéttarfélag, Stéttarfélagið Samstaða, Stéttarfélag Vesturlands, Verkalýðsfélag Akraness, Verkalýðsfélag Grindavíkur, Verkalýðs- og sjómannafélag Bolungarvíkur, Verkalýðs- og sjómannafélag Sandgerðis, Verkalýðsfélag Snæfellinga, Verkalýðsfélag Suðurlands, Verkalýðsfélag Vestfirðinga og Verkalýðsfélag Þórshafnar. Aðgerðir félaganna hafa mestanpart áhrif utan höfuðborgarsvæðisins (einhverjar ferðir atvinnubílstjóra út á land falla þó niður). Aðgerðirnar ná hins vegar til bróðurparts landsins að öðru leyti og hafa áhrif á fjölda vinnustaða. Meðal annars verður röskun á póstþjónustu á landsbyggðinni. Þá stendur enn ótímabundið verkfall hjá hluta aðildarfélaga Bandalags háskólamanna (BHM). Í dag er 30. dagur í verkfalli fimm þeirra:Félag geislafræðinga – en verkfall þeirra hefur meðal annars áhrif á starfsemi Landspítalans í þá veru að ekki er hægt að framkvæma margvíslegar rannsóknir sem krefjast röntgenmyndatöku.Félag lífeindafræðinga – verkfall þeirra hefur sömuleiðis áhrif á framkvæmd rannsókna á Landspítalanum, en lífeindafræðingar starfa á rannsóknastofum sjúkrahúsa og fyrirtækja í erfðagreiningu og lyfjaiðnaði, auk stofnana sem þjóna landbúnaði.Félag íslenskra náttúrufræðinga á Landspítala – náttúrufræðingar í heilbrigðisþjónustu koma meðal annars að hlutum sem snerta frumu- og sameindalíffræði, eðlis- og efnafræði, lífeðlis- og lífefnafræði, erfðafræði og líftækni, örveru- og veirufræði, ónæmisfræði, blóðbankafræði, vefjafræði, meinafræði, faraldsfræði, tölfræði og kerfislíffræði.Ljósmæðrafélag Íslands á Landspítala (þri., mið. og fim.) – verkfall ljósmæðra raskar starfsemi kvennadeildar, en undanþágur hafa verið veittar, svo sem vegna keisaraskurðaðgerða.Stéttarfélag lögfræðinga hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu – verkfallið veldur því að ekki er hægt að ganga frá alls kyns opinberum skiptum, gjaldþrota- eða skiptum dánarbúa, skilnuðum, hjónavígslum og fleiri hlutum. Þann 9. apríl hófst ótímabundið verkfall félaga í Ljósmæðrafélagi Íslands á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Þar er verkfall á mánudögum og fimmtudögum. Og eru þær aðgerðir því á 28. degi. Þá hefur verkfall í dag staðið í 17 daga hjá eftirtöldum félögum, en það hófst 20. síðasta mánaðar:Félag íslenskra náttúrufræðinga á Matvælastofnun – verkfallið hefur áhrif á margvíslega starfsemi stofnunarinnar, svo sem vegna eftirlits með plöntuheilbrigði, matvælaöryggi og neytendavernd.Stéttarfélag háskólamanna á matvæla- og næringarsviði á Matvælastofnun – verkfall háskólamanna raskar margvíslegu eftirliti og rannsóknum sem unnar eru hjá MAST.Dýralæknafélag Íslands – verkfallið hefur stórfelld áhrif á matvælaframleiðslu því uppáskrift dýralækna og eftirlit þarf við hvers konar slátrun og einnig vegna innflutnings dýraafurða. Þá raskast eftirlit sem haft er með heilbrigði og velferð dýra.Að auki stendur svo yfir verkfall Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins hjá Fjársýslu ríkisins. Þær aðgerðir hófust 20. apríl og standa til 8. þessa mánaðar. Í byrjun verkfalls var veitt undanþága til þess að hægt yrði að greiða út barnabætur, en viðbúið er að margvíslegar greiðslur aðrar og afgreiðsla hjá Fjársýslunni raskist haldi verkfall áfram. Takist ekki samningar hefst ótímabundið verkfall hjá félaginu 11. maí.
Verkfall 2016 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira