Finnur Freyr: Sætti mig strax við pressuna Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. maí 2015 07:00 Finnur Freyr Stefánsson með bikarinn sem verður áfram í KR-heimilinu við Frostaskjól næsta árið hið minnsta. vísir/ernir Finnur Freyr Stefánsson stendur uppi sem sigurvegari eftir langt tímabil með KR sem virtist ætla að taka óvænta stefnu undir lokin eftir mikla yfirburði framan af vetri. KR tapaði fyrst fyrir Stjörnunni í úrslitaleik bikarsins í lok febrúar á lokamínútunum, eftir að leikstjórnandinn Pavel Ermolinskij fór út af meiddur. KR-ingar þurftu í raun að læra að spila án hans og lentu í kröppum dansi gegn Njarðvík í undanúrslitum úrslitakeppninnar þar sem liðið komst í lokaúrslitin gegn Tindastóli eftir tvíframlengdan oddaleik. KR-ingar unnu svo Stólana 3-1 í úrslitunum og Finnur Freyr varð um leið fyrsti þjálfari KR sem vinnur tvo Íslandsmeistaratitla í röð síðan Gordon Godfrey gerði það árið 1968.Þýðir ekkert að vera hræddur „Það eru fánar inni í sal og ég var strax byrjaður að pæla í þessu um leið og við unnum síðast. Markmiðið var að ná öðrum strax og það er gríðarlega sætt að það tókst,“ sagði Finnur Freyr í samtali við Fréttablaðið í gær. Hann er uppalinn í KR og þessi 32 ára þjálfari þekkir vel hvað það þýðir að vera þjálfari meistaraflokks karla. „Ég ákvað strax og ég tók starfið að mér að sætta mig við pressuna sem því fylgir. Það þýðir ekkert að vera hræddur. Ef maður verður rekinn þá tekur maður því bara. Ég hef fulla trú á því sem ég geri og ef mér tekst að ná mínu fram þá er það frábært. Ef ekki, þá er það bara gott og blessað.“ Í ár fagnaði KR 50 ára afmæli fyrsta Íslandsmeistaratitils síns í körfubolta. Í því liði eru menn sem fylgjast náið með gangi mála í dag og er Finnur þakklátur fyrir það. „Þetta eru menn sem lögðu grunninn að þessu öllu. Þeir og fleiri sem hafa spilað með KR í gegnum tíðina hafa stutt dyggilega við okkur. Margir þeirra voru fremstu menn í stúkunni í Síkinu og fögnuðu titlinum með okkur. Þannig á það að vera.“Styrkur í áföllunum Finnur segir að tapið gegn Stjörnunni í bikarnum og meiðsli Pavels hafi verið áfall fyrir liðið. Áfall sem liðið komst ekki yfir í leiknum sjálfum. „Auðvitað sat það í manni. Ég lét það samt ekki stoppa mig og við héldum áfram. Án Pavels tók KR miklum framförum – það tók tíma enda getur maður ímyndað sér hvað Tindastóll gerir án Darrels Lewis, Njarðvík án Loga Gunnarssonar og Stjarnan án Justins Shouse? Við fundum styrk í áfallinu og það rak okkur áfram.“ Það gekk svo á ýmsu gegn Njarðvík. Stefan Bonneau, sem Finnur kallar „martraðamanninn sinn“, lék KR grátt og í fjórða leik liðanna rúlluðu Njarðvíkingar yfir þá svarthvítu. „Ég tók áhættu í þeim leik og lét Michael Craion sitja í síðari hálfleik. Hann var þreyttur og lemstraður eftir síðasta leik á undan og ég tók þessa ákvörðun. Ég fékk mikla gagnrýni fyrir hana og það var erfitt að taka hana en ég er handviss um að hún hafi verið rétt. Hann átti svo stórleik í oddaleiknum,“ segir Finnur Freyr sem lætur sér fátt um finnast þó svo að gagnrýnisraddir láti mikið í sér heyra. „Ég hlusta á fólkið sem er í innsta hring en mér er svo sama um annað. Þetta snýst ekki um mig heldur erum við ein stór fjölskylda leikmanna og annarra sem störfum í kringum þetta á einn eða annan hátt. Ég væri ekki hér án þeirra allra.“ Finnur Freyr hefur verið þjálfari hálfa ævina og neitar því ekki að sú tilhugsun heilli að þjálfa sterkt lið í atvinnumannadeild í Evrópu. „Það væri skemmtilegt en sem stendur er ég einbeittur í því sem ég er að gera hjá mínu félagi. Ég gæti ekki haft það betra en að þjálfa hjá mínu uppeldisfélagi. Það eru forréttindi að vera í þessum hópi og ég hef lært heilmikið af því að vinna með þessum leikmönnum. Maður er alltaf að læra.“ Dominos-deild karla Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Sport Fleiri fréttir Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Heldur sigurgangan áfram? Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Sjá meira
Finnur Freyr Stefánsson stendur uppi sem sigurvegari eftir langt tímabil með KR sem virtist ætla að taka óvænta stefnu undir lokin eftir mikla yfirburði framan af vetri. KR tapaði fyrst fyrir Stjörnunni í úrslitaleik bikarsins í lok febrúar á lokamínútunum, eftir að leikstjórnandinn Pavel Ermolinskij fór út af meiddur. KR-ingar þurftu í raun að læra að spila án hans og lentu í kröppum dansi gegn Njarðvík í undanúrslitum úrslitakeppninnar þar sem liðið komst í lokaúrslitin gegn Tindastóli eftir tvíframlengdan oddaleik. KR-ingar unnu svo Stólana 3-1 í úrslitunum og Finnur Freyr varð um leið fyrsti þjálfari KR sem vinnur tvo Íslandsmeistaratitla í röð síðan Gordon Godfrey gerði það árið 1968.Þýðir ekkert að vera hræddur „Það eru fánar inni í sal og ég var strax byrjaður að pæla í þessu um leið og við unnum síðast. Markmiðið var að ná öðrum strax og það er gríðarlega sætt að það tókst,“ sagði Finnur Freyr í samtali við Fréttablaðið í gær. Hann er uppalinn í KR og þessi 32 ára þjálfari þekkir vel hvað það þýðir að vera þjálfari meistaraflokks karla. „Ég ákvað strax og ég tók starfið að mér að sætta mig við pressuna sem því fylgir. Það þýðir ekkert að vera hræddur. Ef maður verður rekinn þá tekur maður því bara. Ég hef fulla trú á því sem ég geri og ef mér tekst að ná mínu fram þá er það frábært. Ef ekki, þá er það bara gott og blessað.“ Í ár fagnaði KR 50 ára afmæli fyrsta Íslandsmeistaratitils síns í körfubolta. Í því liði eru menn sem fylgjast náið með gangi mála í dag og er Finnur þakklátur fyrir það. „Þetta eru menn sem lögðu grunninn að þessu öllu. Þeir og fleiri sem hafa spilað með KR í gegnum tíðina hafa stutt dyggilega við okkur. Margir þeirra voru fremstu menn í stúkunni í Síkinu og fögnuðu titlinum með okkur. Þannig á það að vera.“Styrkur í áföllunum Finnur segir að tapið gegn Stjörnunni í bikarnum og meiðsli Pavels hafi verið áfall fyrir liðið. Áfall sem liðið komst ekki yfir í leiknum sjálfum. „Auðvitað sat það í manni. Ég lét það samt ekki stoppa mig og við héldum áfram. Án Pavels tók KR miklum framförum – það tók tíma enda getur maður ímyndað sér hvað Tindastóll gerir án Darrels Lewis, Njarðvík án Loga Gunnarssonar og Stjarnan án Justins Shouse? Við fundum styrk í áfallinu og það rak okkur áfram.“ Það gekk svo á ýmsu gegn Njarðvík. Stefan Bonneau, sem Finnur kallar „martraðamanninn sinn“, lék KR grátt og í fjórða leik liðanna rúlluðu Njarðvíkingar yfir þá svarthvítu. „Ég tók áhættu í þeim leik og lét Michael Craion sitja í síðari hálfleik. Hann var þreyttur og lemstraður eftir síðasta leik á undan og ég tók þessa ákvörðun. Ég fékk mikla gagnrýni fyrir hana og það var erfitt að taka hana en ég er handviss um að hún hafi verið rétt. Hann átti svo stórleik í oddaleiknum,“ segir Finnur Freyr sem lætur sér fátt um finnast þó svo að gagnrýnisraddir láti mikið í sér heyra. „Ég hlusta á fólkið sem er í innsta hring en mér er svo sama um annað. Þetta snýst ekki um mig heldur erum við ein stór fjölskylda leikmanna og annarra sem störfum í kringum þetta á einn eða annan hátt. Ég væri ekki hér án þeirra allra.“ Finnur Freyr hefur verið þjálfari hálfa ævina og neitar því ekki að sú tilhugsun heilli að þjálfa sterkt lið í atvinnumannadeild í Evrópu. „Það væri skemmtilegt en sem stendur er ég einbeittur í því sem ég er að gera hjá mínu félagi. Ég gæti ekki haft það betra en að þjálfa hjá mínu uppeldisfélagi. Það eru forréttindi að vera í þessum hópi og ég hef lært heilmikið af því að vinna með þessum leikmönnum. Maður er alltaf að læra.“
Dominos-deild karla Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Sport Fleiri fréttir Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Heldur sigurgangan áfram? Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Sjá meira