Stjórnendur haldi fast í fólkið sitt jón hákon halldórsson skrifar 29. apríl 2015 07:15 Rosenborg er sigursælasta fótboltalið í sögu Noregs. Félagið hefur unnið norsku deildina 22 sinnum og níu sinnum unnið bikarinn í Noregi. Ekkert norskt lið hefur spilað fleiri leiki í Meistaradeildinni. Liðið var afar sigursælt meðan Steffen Iversen spilaði með því. NordicPhtos/afp „Hvað einkennir fyrirtæki eða íþróttafélög sem ná árangri? Ég held að það séu fimm atriði. Það á við um öll fyrirtæki og öll íþróttafélög,“ sagði Nils Skutle á morgunfundi VÍB, eignastýringaþjónustu Íslandsbanka, og fótbolta.net, um fótbolta og fjármál í gær. Skutle var formaður norska fótboltafélagsins Rosenborg á blómaskeiði félagsins frá 1998 til 2011. Skutle nefndi fyrst eignarhald og stjórn. Í litlum og meðalstórum fyrirtækjum væru yfirleitt ekki nema þrír til fimm sem stjórna. Skutle tók flugvél sem dæmi. „Ef þú ferð í flugvél og það eru 150 farþegar þá verður þú að sætta þig við það að það eru einungis tveir flugmenn. Ef allir í áhöfninni ætluðu að stjórna vélinni þá myndu koma upp vandamál. Það sama gildir um stjórn íþróttafélags,“ sagði Skutle. Hann sagði að skýr framtíðarsýn skipti líka máli. „Í Rosenborg hefur markmiðið alltaf verið að spila, skemmta og sækja fram í skemmtilegum fótbolta sem við spilum,“ segir hann. Fólk vilji sjá mörk og sóknarfæri. Það hafi hins vegar ekki gefist vel árin 2009 og 2010 þegar liðið breytti leikstílnum. Í þriðja lagi nefndi Skutle samfellu, meðal annars í starfsmannahaldi. „Þú verður að halda fast í fólkið þitt. Við misstum nokkra leikmenn til annarra liða en við náðum samt að halda sama liðinu í grunninn,“ sagði Skutle. Hann benti á að deildin hér á Íslandi hefði strítt við þetta vandamál. Íslenskir leikmenn sæktu mikið til útlanda að spila. Það væri gott fyrir íslenska landsliðið en vont fyrir íslensku deildina. Í fjórða lagi sagði Skutle að menn þyrftu að vera meðvitaðir um þróun mála hjá félaginu eða fyrirtækinu. „Það er að segja að þú verður að vera meðvitaður um það hvað þú ert að gera á hverjum degi, varðandi starfsfólkið þitt, leikmenn og leikvanginn,“ sagði hann. Í fimmta lagi sagði hann að menn þyrftu að vera snjallir. Hann tók sem dæmi að það væru ekki allir sem hefðu líkamlega burði til að ná langt í íþróttum, en kynnu hugsanlega að bæta það upp með skarpri hugsun. Fréttir af flugi Mest lesið Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Sjá meira
„Hvað einkennir fyrirtæki eða íþróttafélög sem ná árangri? Ég held að það séu fimm atriði. Það á við um öll fyrirtæki og öll íþróttafélög,“ sagði Nils Skutle á morgunfundi VÍB, eignastýringaþjónustu Íslandsbanka, og fótbolta.net, um fótbolta og fjármál í gær. Skutle var formaður norska fótboltafélagsins Rosenborg á blómaskeiði félagsins frá 1998 til 2011. Skutle nefndi fyrst eignarhald og stjórn. Í litlum og meðalstórum fyrirtækjum væru yfirleitt ekki nema þrír til fimm sem stjórna. Skutle tók flugvél sem dæmi. „Ef þú ferð í flugvél og það eru 150 farþegar þá verður þú að sætta þig við það að það eru einungis tveir flugmenn. Ef allir í áhöfninni ætluðu að stjórna vélinni þá myndu koma upp vandamál. Það sama gildir um stjórn íþróttafélags,“ sagði Skutle. Hann sagði að skýr framtíðarsýn skipti líka máli. „Í Rosenborg hefur markmiðið alltaf verið að spila, skemmta og sækja fram í skemmtilegum fótbolta sem við spilum,“ segir hann. Fólk vilji sjá mörk og sóknarfæri. Það hafi hins vegar ekki gefist vel árin 2009 og 2010 þegar liðið breytti leikstílnum. Í þriðja lagi nefndi Skutle samfellu, meðal annars í starfsmannahaldi. „Þú verður að halda fast í fólkið þitt. Við misstum nokkra leikmenn til annarra liða en við náðum samt að halda sama liðinu í grunninn,“ sagði Skutle. Hann benti á að deildin hér á Íslandi hefði strítt við þetta vandamál. Íslenskir leikmenn sæktu mikið til útlanda að spila. Það væri gott fyrir íslenska landsliðið en vont fyrir íslensku deildina. Í fjórða lagi sagði Skutle að menn þyrftu að vera meðvitaðir um þróun mála hjá félaginu eða fyrirtækinu. „Það er að segja að þú verður að vera meðvitaður um það hvað þú ert að gera á hverjum degi, varðandi starfsfólkið þitt, leikmenn og leikvanginn,“ sagði hann. Í fimmta lagi sagði hann að menn þyrftu að vera snjallir. Hann tók sem dæmi að það væru ekki allir sem hefðu líkamlega burði til að ná langt í íþróttum, en kynnu hugsanlega að bæta það upp með skarpri hugsun.
Fréttir af flugi Mest lesið Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Sjá meira