Barist um bónusa Stjórnarmaðurinn skrifar 29. apríl 2015 07:00 Upp virðist kominn ágreiningur milli stjórnarflokkanna um hvort, og að hvaða leyti, eðlilegt sé að heimila fjármálastofnunum að greiða starfsmönnum sínum kaupauka. Í núverandi lögum er íslenskum fjármálafyrirtækjum heimilt að greiða starfsmönnum sínum bónusa sem nema 25% af árslaunum þeirra. Ísland er þar sér á báti í Evrópu, en í tilskipunum Evrópusambandsins eru hámarksbónusgreiðslur 100% árslauna, en geta farið upp í 200% veiti hluthafar samþykki sitt. Fjármálaráðuneytið hefur nú sent minnisblað til Alþingis vegna fyrirhugaðra breytinga á lögum um fjármálafyrirtæki. Í minnisblaðinu telur fjármálaráðuneytið það skaðlaust verði hámarksbónusar hækkaðir í 50% árslauna hjá stærri fjármálastofnunum og allt að 100% hjá þeim smærri. Hætt er við að þessi tillaga verði sem eitur í beinum framsóknarmanna, enda var á dögunum samþykkt tillaga á flokksþingi um að „Framsóknarflokkurinn sé andvígur heimildum til kaupauka í fjármálafyrirtækjum“. Stjórnarmaðurinn þykist vita að framsóknarmenn séu ekki sérlega heitir í þeirri trú sinni að kaupaukar séu rót alls ills í fjármálageiranum. Þeir vita hins vegar hvað þarf til að slá ódýrar keilur hjá kjósendum. Stjórnarmaðurinn veit líka að eðlilegt er að fólk sé varkárt þegar kemur að bónusgreiðslum. Sporin hræða. Staðan er því miður sú á Íslandi í dag að ákveðinnar kerfislægrar tortryggni virðist gæta í garð hátekjufólks. Það er líka eðlilegt að mörgu leyti eftir það sem á undan er gengið. Við ættum hins vegar öll að geta sammælst um að jákvætt er ef fólk hefur meira milli handanna, enda skilar slíkt sér að endingu út í hagkerfið, verslun og þjónustu til hagsbóta. Það á ekki bara við um þá sem lægst hafa launin, þótt vitaskuld sé nauðsynlegt að gera þar bragarbót á. Við þetta bætist að innleiddar hafa verið skýrar reglur um umgjörð kaupaukagreiðslna, t.d. þannig að horft sé til lengri tíma frekar en einungis liðins árs. Það var nauðsynleg viðbót. Í dag eru tveir af stóru bönkunum, Íslandsbanki og Arion, að langstærstum hluta í eigu slitabúa föllnu bankanna, þ.e.a.s. kröfuhafa bankanna. Afgangur sem til fellur af starfsemi bankanna skilar sér því þangað, til slitabúanna, þaðan til kröfuhafanna og væntanlega að endingu úr landi (að því gefnu að höftin verði einhvern tíma afnumin). Lág laun í bankageiranum í alþjóðlegum samanburði gera ekki annað en að stækka köku kröfuhafanna, en minnka sneiðina sem eftir verður hér á landi.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Alþingi Stjórnarmaðurinn Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Hámarkstími fullorðinna í símanum og góð ráð Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Upp virðist kominn ágreiningur milli stjórnarflokkanna um hvort, og að hvaða leyti, eðlilegt sé að heimila fjármálastofnunum að greiða starfsmönnum sínum kaupauka. Í núverandi lögum er íslenskum fjármálafyrirtækjum heimilt að greiða starfsmönnum sínum bónusa sem nema 25% af árslaunum þeirra. Ísland er þar sér á báti í Evrópu, en í tilskipunum Evrópusambandsins eru hámarksbónusgreiðslur 100% árslauna, en geta farið upp í 200% veiti hluthafar samþykki sitt. Fjármálaráðuneytið hefur nú sent minnisblað til Alþingis vegna fyrirhugaðra breytinga á lögum um fjármálafyrirtæki. Í minnisblaðinu telur fjármálaráðuneytið það skaðlaust verði hámarksbónusar hækkaðir í 50% árslauna hjá stærri fjármálastofnunum og allt að 100% hjá þeim smærri. Hætt er við að þessi tillaga verði sem eitur í beinum framsóknarmanna, enda var á dögunum samþykkt tillaga á flokksþingi um að „Framsóknarflokkurinn sé andvígur heimildum til kaupauka í fjármálafyrirtækjum“. Stjórnarmaðurinn þykist vita að framsóknarmenn séu ekki sérlega heitir í þeirri trú sinni að kaupaukar séu rót alls ills í fjármálageiranum. Þeir vita hins vegar hvað þarf til að slá ódýrar keilur hjá kjósendum. Stjórnarmaðurinn veit líka að eðlilegt er að fólk sé varkárt þegar kemur að bónusgreiðslum. Sporin hræða. Staðan er því miður sú á Íslandi í dag að ákveðinnar kerfislægrar tortryggni virðist gæta í garð hátekjufólks. Það er líka eðlilegt að mörgu leyti eftir það sem á undan er gengið. Við ættum hins vegar öll að geta sammælst um að jákvætt er ef fólk hefur meira milli handanna, enda skilar slíkt sér að endingu út í hagkerfið, verslun og þjónustu til hagsbóta. Það á ekki bara við um þá sem lægst hafa launin, þótt vitaskuld sé nauðsynlegt að gera þar bragarbót á. Við þetta bætist að innleiddar hafa verið skýrar reglur um umgjörð kaupaukagreiðslna, t.d. þannig að horft sé til lengri tíma frekar en einungis liðins árs. Það var nauðsynleg viðbót. Í dag eru tveir af stóru bönkunum, Íslandsbanki og Arion, að langstærstum hluta í eigu slitabúa föllnu bankanna, þ.e.a.s. kröfuhafa bankanna. Afgangur sem til fellur af starfsemi bankanna skilar sér því þangað, til slitabúanna, þaðan til kröfuhafanna og væntanlega að endingu úr landi (að því gefnu að höftin verði einhvern tíma afnumin). Lág laun í bankageiranum í alþjóðlegum samanburði gera ekki annað en að stækka köku kröfuhafanna, en minnka sneiðina sem eftir verður hér á landi.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Alþingi Stjórnarmaðurinn Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Hámarkstími fullorðinna í símanum og góð ráð Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira