Á milli þjálfara og leikmanna Henry Birgir Gunnarsson skrifar 29. apríl 2015 07:00 Ólafur Stefánsson kom með góða og jákvæða strauma á æfingu strákanna okkar í Höllinni í gær en hann er kominn í þjálfarateymið sem er mikill happafengur fyrir íslenska landsliðið Vísir/Vilhelm Ólafur Stefánsson mætti á landsliðsæfingu í gær í fyrsta sinn sem þjálfari. Honum var á dögunum bætt inn í þjálfarateymi liðsins og verður með liðinu fram yfir leikina í júní. Fyrsta verkefnið sem hann tekur þátt í er gegn Serbum annað kvöld en það er leikur í undankeppni EM.Varla þjálfari Það var frekar sérstakt að horfa á Ólaf á hliðarlínunni í stað þess að vera í látunum með strákunum sem hann spilaði svo lengi með. „Það er varla að ég sé þjálfari. Ég er svona þriðji maður í teyminu. Ég er að reyna að benda á það sem mætti betur fara en er svona á milli þjálfarateymisins og leikmanna,“ segir Ólafur en hann virtist skemmta sér konunglega á æfingunni. Brosti og hló mikið og virtist koma með ferskan andblæ á æfinguna enda var andrúmsloftið mjög létt og skemmtilegt.Betur sjá augu en auga „Ég er líka að taka púlsinn. Betur sjá augu en auga og það er gott fyrir þjálfarana að fá tvö augu í viðbót.“ Nýi aðstoðarþjálfarinn segir að það verði ekki gerðar neinar róttækar breytingar á leik liðsins á þessum tveimur dögum sem liðið hefur til þess að búa sig undir Serbaleikinn.Ólafur Stefánssyn fylgist með á æfingu. Snorri Steinn Guðjónsson og Arnór Atlason eru í forgrunni.Vísir/Vilhelm„Aron var talsvert frá á HM vegna meiðsla og gott að fá hann aftur inn. Svo er aftur á móti spurning hvort Alexander verði með. Það sem við þurfum er betri hraðaupphlaup. Ekki bara í fyrstu bylgju með Guðjóni Vali heldur í annarri og þriðju bylgju líka. Það er erfitt að þurfa alltaf að stilla upp. Strákarnir þekkja þetta allt. Það er ekki það sama að taka einn svona leik og vera svo í stóru móti. Strákarnir munu gefa sig 100 prósent í verkefnið og þá munum við sjá okkar styrk. Á móti eru Serbarnir með eitt besta lið heims. Þetta verður alvöru leikur,“ segir Ólafur ákveðinn. „Við erum ekki að fara að rugga bátnum mikið taktískt. Strákarnir eru mættir og vilja svara fyrir HM og ætla að gera það einhvern tíma í viðbót. Þetta er besta liðið sem við eigum í dag og þeir verða að sýna að það dugi.“Halda mönnum glöðum Landsliðsfyrirliðinn fyrrverandi hefur klárlega margt fram að færa en hvað vill hann koma með í hópinn að þessu sinni? „Ég er að hjálpa til ef þjálfararnir þurfa á stuðningi að halda og reyna að halda mönnum á tánum. Líka glöðum og jákvæðum,“ sagði Ólafur en kitlar hann ekkert að vera með strákunum eins og hann var vanur? „Ég tók smá rispu í Danmörku á dögunum en ég held ég ætli nú ekki að fara að skemma neitt fyrir landsliðinu,“ segir Ólafur Stefánsson léttur. EM 2016 karla í handbolta Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira
Ólafur Stefánsson mætti á landsliðsæfingu í gær í fyrsta sinn sem þjálfari. Honum var á dögunum bætt inn í þjálfarateymi liðsins og verður með liðinu fram yfir leikina í júní. Fyrsta verkefnið sem hann tekur þátt í er gegn Serbum annað kvöld en það er leikur í undankeppni EM.Varla þjálfari Það var frekar sérstakt að horfa á Ólaf á hliðarlínunni í stað þess að vera í látunum með strákunum sem hann spilaði svo lengi með. „Það er varla að ég sé þjálfari. Ég er svona þriðji maður í teyminu. Ég er að reyna að benda á það sem mætti betur fara en er svona á milli þjálfarateymisins og leikmanna,“ segir Ólafur en hann virtist skemmta sér konunglega á æfingunni. Brosti og hló mikið og virtist koma með ferskan andblæ á æfinguna enda var andrúmsloftið mjög létt og skemmtilegt.Betur sjá augu en auga „Ég er líka að taka púlsinn. Betur sjá augu en auga og það er gott fyrir þjálfarana að fá tvö augu í viðbót.“ Nýi aðstoðarþjálfarinn segir að það verði ekki gerðar neinar róttækar breytingar á leik liðsins á þessum tveimur dögum sem liðið hefur til þess að búa sig undir Serbaleikinn.Ólafur Stefánssyn fylgist með á æfingu. Snorri Steinn Guðjónsson og Arnór Atlason eru í forgrunni.Vísir/Vilhelm„Aron var talsvert frá á HM vegna meiðsla og gott að fá hann aftur inn. Svo er aftur á móti spurning hvort Alexander verði með. Það sem við þurfum er betri hraðaupphlaup. Ekki bara í fyrstu bylgju með Guðjóni Vali heldur í annarri og þriðju bylgju líka. Það er erfitt að þurfa alltaf að stilla upp. Strákarnir þekkja þetta allt. Það er ekki það sama að taka einn svona leik og vera svo í stóru móti. Strákarnir munu gefa sig 100 prósent í verkefnið og þá munum við sjá okkar styrk. Á móti eru Serbarnir með eitt besta lið heims. Þetta verður alvöru leikur,“ segir Ólafur ákveðinn. „Við erum ekki að fara að rugga bátnum mikið taktískt. Strákarnir eru mættir og vilja svara fyrir HM og ætla að gera það einhvern tíma í viðbót. Þetta er besta liðið sem við eigum í dag og þeir verða að sýna að það dugi.“Halda mönnum glöðum Landsliðsfyrirliðinn fyrrverandi hefur klárlega margt fram að færa en hvað vill hann koma með í hópinn að þessu sinni? „Ég er að hjálpa til ef þjálfararnir þurfa á stuðningi að halda og reyna að halda mönnum á tánum. Líka glöðum og jákvæðum,“ sagði Ólafur en kitlar hann ekkert að vera með strákunum eins og hann var vanur? „Ég tók smá rispu í Danmörku á dögunum en ég held ég ætli nú ekki að fara að skemma neitt fyrir landsliðinu,“ segir Ólafur Stefánsson léttur.
EM 2016 karla í handbolta Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira