Mjór er mikils vísir Líf Magneudóttir skrifar 21. apríl 2015 08:00 Oft kemur það í hlut stjórnvalda að greiða götuna fyrir verkefnum sem ella hefðu ekki fengið brautargengi. Það er nefnilega þannig að lítil verkefni sem ýtt er úr vör af hugsjónafólki verða hreyfiafl þó áhrif þeirra verði ekki metin til fjár sem oft vill vera mælikvarði í samfélagi nútímans. Þannig verkefni geta hins vegar breytt viðhorfum manna eða gert heiminn á einhvern hátt betri fyrir bæði stóra og litla hópa í samfélaginu. Rannsóknir og athuganir á stöðu ákveðinna hópa geta líka opnað augu okkar fyrir breytingum sem nauðsynlegt er að ráðast í eða þjónustu sem þarf að veita. Með þessum hætti nýtast einmitt styrkir og styrkveitingar mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar. Á hverju ári veitir ráðið styrki til félags- og grasrótarsamtaka og einstaklinga. Allt eru þetta styrkir til verkefna sem stuðla að og styðja við mannréttindi með einum eða öðrum hætti. Verkefnin eru margs konar og endurspegla þau fjölbreytni mannlífsins. Oftar en ekki miða þau að því að fræða fólk, vinna gegn hvers kyns fordómum og kynjamisrétti eða rannsaka umhverfi og lífsskilyrði tiltekinna hópa samfélagsins. Öll verkefnin skipta máli fyrir samfélagið til styttri eða lengri tíma. Nú auglýsir mannréttindaráð eftir styrkumsóknum mannréttindaráðs. Umsóknarfrestur er til og með 22. apríl. Þá auglýsir ráðið einnig eftir tilnefningum til mannréttindaverðlauna Reykjavíkurborgar en þeirri útnefningu fylgja peningaverðlaun í fyrsta sinn frá því að þessi verðlaun voru veitt. Fresturinn til að tilnefna til mannréttindaverðlauna Reykjavíkur rennur út 30. apríl. Ég hvet alla til þess að tilnefna verðuga fulltrúa, sem með starfi sínu vinna að mannréttindum og gegn mismunun, til að hljóta mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar. Einnig hvet ég alla að sækja um styrki til ráðsins fyrir verkefni sem geta verið lóð á vogaskálar mannréttindabaráttunnar. Það er nefnilega þannig að mjór getur verið mikils vísir.Tilnefningar til mannréttindaverðlauna má senda á netfangið mannrettindi@reykjavik.is og nánari upplýsingar er hægt að nálgast hér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Líf Magneudóttir Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Oft kemur það í hlut stjórnvalda að greiða götuna fyrir verkefnum sem ella hefðu ekki fengið brautargengi. Það er nefnilega þannig að lítil verkefni sem ýtt er úr vör af hugsjónafólki verða hreyfiafl þó áhrif þeirra verði ekki metin til fjár sem oft vill vera mælikvarði í samfélagi nútímans. Þannig verkefni geta hins vegar breytt viðhorfum manna eða gert heiminn á einhvern hátt betri fyrir bæði stóra og litla hópa í samfélaginu. Rannsóknir og athuganir á stöðu ákveðinna hópa geta líka opnað augu okkar fyrir breytingum sem nauðsynlegt er að ráðast í eða þjónustu sem þarf að veita. Með þessum hætti nýtast einmitt styrkir og styrkveitingar mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar. Á hverju ári veitir ráðið styrki til félags- og grasrótarsamtaka og einstaklinga. Allt eru þetta styrkir til verkefna sem stuðla að og styðja við mannréttindi með einum eða öðrum hætti. Verkefnin eru margs konar og endurspegla þau fjölbreytni mannlífsins. Oftar en ekki miða þau að því að fræða fólk, vinna gegn hvers kyns fordómum og kynjamisrétti eða rannsaka umhverfi og lífsskilyrði tiltekinna hópa samfélagsins. Öll verkefnin skipta máli fyrir samfélagið til styttri eða lengri tíma. Nú auglýsir mannréttindaráð eftir styrkumsóknum mannréttindaráðs. Umsóknarfrestur er til og með 22. apríl. Þá auglýsir ráðið einnig eftir tilnefningum til mannréttindaverðlauna Reykjavíkurborgar en þeirri útnefningu fylgja peningaverðlaun í fyrsta sinn frá því að þessi verðlaun voru veitt. Fresturinn til að tilnefna til mannréttindaverðlauna Reykjavíkur rennur út 30. apríl. Ég hvet alla til þess að tilnefna verðuga fulltrúa, sem með starfi sínu vinna að mannréttindum og gegn mismunun, til að hljóta mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar. Einnig hvet ég alla að sækja um styrki til ráðsins fyrir verkefni sem geta verið lóð á vogaskálar mannréttindabaráttunnar. Það er nefnilega þannig að mjór getur verið mikils vísir.Tilnefningar til mannréttindaverðlauna má senda á netfangið mannrettindi@reykjavik.is og nánari upplýsingar er hægt að nálgast hér.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun