Menning

Þetta er heilmikil áskorun og spennandi.

Viktoría Hermannsdóttir skrifar
Steinunn Birna
Steinunn Birna
Steinunn Birna Ragnarsdóttir hefur verið ráðin óperustjóri Íslensku óperunnar. Hún tekur við af Stefáni Baldurssyni, sem gegnt hefur starfi óperustjóra síðastliðin átta ár. Fimmtán manns sóttu um stöðuna.

Steinunn segist spennt fyrir nýja starfinu. „Þetta er heilmikil áskorun og spennandi. Það besta er að geta haldið áfram að vinna að mótun tónlistarinnar og listarinnar í Hörpu sem hefur átt allan minn hug og hjarta og hverja mínútu síðustu 5 árin,“ segir Steinunn sem gegnt hefur starfi tónlistarstjóra Hörpu frá 2010.

Aðspurð hvort hún komi til með að breytta áherslum segir hún: „Það er of snemmt að tala um gagngerar breytingar heldur ætla ég að byggja á þessum góða grunni sem búið er að búa til og auðvitað þróa áfram og inn í nútímann og framtíðina. Eftir þeim væntingum og áherslum sem það býður upp á,“ segir Steinunn.

Fleiri breytingar eru hjá Íslensku óperunni en Júlíus Vífill Ingvarsson hefur sagt af sér formennsku í stjórn hennar. Í samtali við Fréttablaðið segir hann það ekki tengjast ráðningu Steinunnar heldur hafi hann verið búinn að upplýsa stjórn um það áður en ljóst var hver yrði ráðinn óperustjóri. Hann hefur setið í stjórn óperunnar frá árinu 1998.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.