Menning

Þrennir hádegistónleikar

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Líf og fjör er í kirkjunni þessa dagana.
Líf og fjör er í kirkjunni þessa dagana.
Sigrún Magna Þórsteinsdóttir organisti leikur verk eftir Mendelssohn, Scheidt og Boëllmann í Akureyrarkirkju í hádeginu í  dag.

Það eru fyrstu hádegistónleikarnir af þrennum sem þar eru þessa vikuna og eru hluti af dagskrá kirkjulistaviku.

Á morgun leika þeir Þórir Jóhannsson á kontrabassa og Eyþór Ingi Jónsson á orgel, verk eftir Bach, Bruch og fleiri og hinn ungi og efnilegi píanóleikari, Alexander Smári Edelstein, leikur á flygil kirkjunnar á miðvikudaginn.

Aðgangur er ókeypis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.