Ekkert eftirlit með misbeitingu au pair-fólks hér á landi fanney birna jónsdóttir skrifar 16. apríl 2015 07:30 Jóhanna María Sigmundsdóttir, þingmaður. Vísir/Getty Jóhanna Margrét Sigmundsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, spurði Ólöfu Nordal innanríkisráðherra út í eftirlit með vistráðningum, eða ráðningum au pair eins og það er gjarnan kallað þar sem ungt fólk ræður sig til starfa við ýmis verkefni eða hjá fjölskyldum erlendis og dvelur þá hjá þeim, á Alþingi á mánudag. Jóhanna sagði í nágrannalöndum okkar hafa komið upp mál er vörðuðu alvarleg brot á slíkum aðilum. „Þar er meðal annars verið að tala um misbeitingu þess valds sem ráðandi telur sig hafa yfir umsækjendum, misnotkun starfskrafta og þá þrælkun, misnotkun andlega og kynferðislega, jafnvel mansal og vændi. Þetta er helst í þeim tilfellum er ungar konur koma frá vanþróaðri og/eða fátækari löndum til Norðurlandanna.“ Jóhanna vildi vita hvernig eftirliti væri háttað með slíkum ráðningum og hvort fagaðilar héldu utan um þetta unga fólk. Þá spurði hún hvort ráðherra teldi núverandi kerfi og eftirlit koma í veg fyrir þrælkun, misnotkun á vinnutíma, andlega og/eða kynferðislega misnotkun á þessum einstaklingum. Ólöf sagði ekki gert ráð fyrir sérstöku eftirliti af hálfu Útlendingastofnunar með þeim sem hingað koma til lands til vistráðningar. „Útlendingastofnun hefur þó í einstaka tilvikum vísað málum til lögreglu ef upp hefur komið grunur um annaðhvort misnotkun á au pair-leyfinu eða misnotkun á viðkomandi aðila sjálfum.“ Ólöf sagði það mat þeirra sem vinna að þessum málaflokki að núverandi reglur kæmu ekki nægilega vel í veg fyrir þrælkun, misnotkun og mansal. Hún lagði áherslu á að vinna við að endurskoða útlendingalögin stæði yfir, þar á meðal dvalarleyfi á grundvelli vistráðningar. „Tilgangurinn er að bæta þetta umhverfi og gera það öruggara fyrir þá sem nýta þessi leyfi og skilvirkara á allan hátt,“ sagði Ólöf. Alþingi Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
Jóhanna Margrét Sigmundsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, spurði Ólöfu Nordal innanríkisráðherra út í eftirlit með vistráðningum, eða ráðningum au pair eins og það er gjarnan kallað þar sem ungt fólk ræður sig til starfa við ýmis verkefni eða hjá fjölskyldum erlendis og dvelur þá hjá þeim, á Alþingi á mánudag. Jóhanna sagði í nágrannalöndum okkar hafa komið upp mál er vörðuðu alvarleg brot á slíkum aðilum. „Þar er meðal annars verið að tala um misbeitingu þess valds sem ráðandi telur sig hafa yfir umsækjendum, misnotkun starfskrafta og þá þrælkun, misnotkun andlega og kynferðislega, jafnvel mansal og vændi. Þetta er helst í þeim tilfellum er ungar konur koma frá vanþróaðri og/eða fátækari löndum til Norðurlandanna.“ Jóhanna vildi vita hvernig eftirliti væri háttað með slíkum ráðningum og hvort fagaðilar héldu utan um þetta unga fólk. Þá spurði hún hvort ráðherra teldi núverandi kerfi og eftirlit koma í veg fyrir þrælkun, misnotkun á vinnutíma, andlega og/eða kynferðislega misnotkun á þessum einstaklingum. Ólöf sagði ekki gert ráð fyrir sérstöku eftirliti af hálfu Útlendingastofnunar með þeim sem hingað koma til lands til vistráðningar. „Útlendingastofnun hefur þó í einstaka tilvikum vísað málum til lögreglu ef upp hefur komið grunur um annaðhvort misnotkun á au pair-leyfinu eða misnotkun á viðkomandi aðila sjálfum.“ Ólöf sagði það mat þeirra sem vinna að þessum málaflokki að núverandi reglur kæmu ekki nægilega vel í veg fyrir þrælkun, misnotkun og mansal. Hún lagði áherslu á að vinna við að endurskoða útlendingalögin stæði yfir, þar á meðal dvalarleyfi á grundvelli vistráðningar. „Tilgangurinn er að bæta þetta umhverfi og gera það öruggara fyrir þá sem nýta þessi leyfi og skilvirkara á allan hátt,“ sagði Ólöf.
Alþingi Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira